Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2024 19:00 Trump við dómshúsið á Manhattan þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun. AP/Spencer Platt Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. AP-fréttastofan hefur eftir lögreglunni að maðurinn sé í lífshættu á brunadeild sjúkrahús. Talið er að maðurinn hafi komið frá Flórída. Hann hafi dregið fram dreifibréf með samsæriskenningum og dreift þeim í garðinum áður en hann kveikti í sér. Samkvæmt heimildum CNN-fréttastöðvarinnar hafði karlmaðurinn kastað dreifibréfunum upp í loftið og síðan síðan helt bensíni úr nokkrum brúsum yfir sig og kveikt í sér. Maðurinn er sagður hafa verið með tvö stór spjöld. Á öðru þeirra hafi staðið eitthvað um að Trump og Joe Biden forseti væru saman í liði og ætluðu sér að fremja fasískt valdarán. Á hinu spjaldinu hafi verið auglýsing fyrir bloggsíðu. Réttarhöldunum yfir Trump er lokið í dag eftir að loksins tókst að skipa kviðdóm og varamenn. Dómari sagði kviðdómnum að opnunarræður verjenda og saksóknara yrðu fluttar á mánudagsmorgun. Trump er ákærður fyrir að falsa bókhald fyrirtækisins síns til þess að hylma yfir greiðslur til fyrrverandi klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Konan hélt því fram að þau Trump hefðu átt í kynferðislegu sambandi. Máli er fyrsta sakamálið í sögu Bandaríkjanna þar sem fyrrverandi forseti er sakborningur. Fréttin verður uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
AP-fréttastofan hefur eftir lögreglunni að maðurinn sé í lífshættu á brunadeild sjúkrahús. Talið er að maðurinn hafi komið frá Flórída. Hann hafi dregið fram dreifibréf með samsæriskenningum og dreift þeim í garðinum áður en hann kveikti í sér. Samkvæmt heimildum CNN-fréttastöðvarinnar hafði karlmaðurinn kastað dreifibréfunum upp í loftið og síðan síðan helt bensíni úr nokkrum brúsum yfir sig og kveikt í sér. Maðurinn er sagður hafa verið með tvö stór spjöld. Á öðru þeirra hafi staðið eitthvað um að Trump og Joe Biden forseti væru saman í liði og ætluðu sér að fremja fasískt valdarán. Á hinu spjaldinu hafi verið auglýsing fyrir bloggsíðu. Réttarhöldunum yfir Trump er lokið í dag eftir að loksins tókst að skipa kviðdóm og varamenn. Dómari sagði kviðdómnum að opnunarræður verjenda og saksóknara yrðu fluttar á mánudagsmorgun. Trump er ákærður fyrir að falsa bókhald fyrirtækisins síns til þess að hylma yfir greiðslur til fyrrverandi klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Konan hélt því fram að þau Trump hefðu átt í kynferðislegu sambandi. Máli er fyrsta sakamálið í sögu Bandaríkjanna þar sem fyrrverandi forseti er sakborningur. Fréttin verður uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira