Má brjóta lög? Sigríður Ólafsdóttir skrifar 19. apríl 2024 10:01 Í lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, sem tóku gildi 1. júlí 2019, kemur fram í 14. grein: „ Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda kennara“. Á vef Hagstofunnar má sjá að árið 2022 voru leikskólakennarar 22% starfsfólks leikskóla landsins, og því með stöðugildi kennara. Af því er augljóst að lög um að 66% umönnunaraðila barna í leikskóla hafi kennaramenntun var þá alls ekki náð. Þetta er enn staðan og hefur verið í mörg ár og í það vitnað á ýmsum vettvangi. Ekki verður séð að nokkuð hafi verið gert til ná því að manna leikskóla samkvæmt lögum. Háværar kröfur koma frá foreldrum um að leikskólar taki við ungbörnum eftir að fæðingarorlofi lýkur, sem er um það leyti sem börn eru eins árs. Það er skiljanlegt því ekki er um annað að ræða fyrir ungt fólk sem er að koma sér upp húsnæði og jafnvel borga af námslánum. Aðgerðir stjórnvalda síðustu ár hafa gert þessum aldurshópi sérstaklega erfitt fyrir. Aftur á móti hefur lítið verið tekið mið af því hversu vel leikskólar eru í stakk búnir til að annast svo ung börn. Þó erfiðlega gangi að manna leikskóla, og útvega myglulaus húsnæði, gerir samfélagið ráð fyrir að öll börn geti dvalið í leikskólum til sex ára aldurs þar til þau hefja grunnskólanám. Um það bil 95% barna á aldrinum tveggja til fimm ára ganga í leikskóla og flest dvelja þar átta til níu klukkutíma fimm daga vikunnar. Því er ljóst að verulegur hluti mótunarára barna hérlendis á sér stað í leikskólum. Það er á þessum fyrstu árum ævinnar sem grunnur er lagður að farsæld hvers einstaklings. Fjölmargar rannsóknir hafa beinst að málumhverfi ungra barna og eru niðurstöður samhljóma og skýrar. Því ríkulegra tungumál sem börn fá í samskiptum við umönnunaraðila þeim mun meiri færni hafa þau í tungumálinu. Færni barna í tungumáli skólans spáir síðan fyrir um það hvernig þeim mun ganga í námi öll grunnskólaárin. Rannsóknir hafa beinst að mállegum samskiptum leikskólakennara við börn á meðan á frjálsum leik þeirra stendur. Orðin sem starfsfólkið notar eru talin og orðaforði barnanna mældur við lok leikskólans. Í ljós hafa komið sterk tengsl, þannig að því fleiri orð sem börnin fá í samskiptum við starfsfólk þeim mun meiri orðaforða hafa börnin. En fjöldi orðanna er ekki aðeins áhrifsvaldur heldur líka hversu fölbreytileg orðanotkunin er, en tengsl hafa mælst á milli fjölda sjaldgæfra orða (t.d. piltur og stúlka) í orðræðum kennara við leikskólabörn og lesskilnings barnanna þegar þau eru orðin níu ára gömul. Íslenskur orðaforði níu ára barna spáir síðan fyrir um það hversu hröðum framförum þau taka í lesskilningi fram á unglingsár. Sérstaklega verða áhrif mállegra samskipta í leikskólastarfi sterk meðal barna sem nota ekki sama tungumál í leikskólanum og með fjölskyldu sinni, eða fá fátæklega málörvun heima. Í leikskóla eru því tækifæri til að gefa hverju einasta barni ríkuleg málleg samskipti þannig að öll komi námslega sterk inn í grunnskólana. Samt eru lög brotin daglega í íslenskum leikskólum, áherslan er á húsnæði, sem er iðulega er allt of lítið með allt of mörgum börnum í allt of langan tíma, og sem erfiðlega gengur að manna. Kominn er tími til að setja farsæld ungra barna í fyrirrúm. Má brjóta lög daglega í leikskólum landsins? Höfundur er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, sem tóku gildi 1. júlí 2019, kemur fram í 14. grein: „ Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda kennara“. Á vef Hagstofunnar má sjá að árið 2022 voru leikskólakennarar 22% starfsfólks leikskóla landsins, og því með stöðugildi kennara. Af því er augljóst að lög um að 66% umönnunaraðila barna í leikskóla hafi kennaramenntun var þá alls ekki náð. Þetta er enn staðan og hefur verið í mörg ár og í það vitnað á ýmsum vettvangi. Ekki verður séð að nokkuð hafi verið gert til ná því að manna leikskóla samkvæmt lögum. Háværar kröfur koma frá foreldrum um að leikskólar taki við ungbörnum eftir að fæðingarorlofi lýkur, sem er um það leyti sem börn eru eins árs. Það er skiljanlegt því ekki er um annað að ræða fyrir ungt fólk sem er að koma sér upp húsnæði og jafnvel borga af námslánum. Aðgerðir stjórnvalda síðustu ár hafa gert þessum aldurshópi sérstaklega erfitt fyrir. Aftur á móti hefur lítið verið tekið mið af því hversu vel leikskólar eru í stakk búnir til að annast svo ung börn. Þó erfiðlega gangi að manna leikskóla, og útvega myglulaus húsnæði, gerir samfélagið ráð fyrir að öll börn geti dvalið í leikskólum til sex ára aldurs þar til þau hefja grunnskólanám. Um það bil 95% barna á aldrinum tveggja til fimm ára ganga í leikskóla og flest dvelja þar átta til níu klukkutíma fimm daga vikunnar. Því er ljóst að verulegur hluti mótunarára barna hérlendis á sér stað í leikskólum. Það er á þessum fyrstu árum ævinnar sem grunnur er lagður að farsæld hvers einstaklings. Fjölmargar rannsóknir hafa beinst að málumhverfi ungra barna og eru niðurstöður samhljóma og skýrar. Því ríkulegra tungumál sem börn fá í samskiptum við umönnunaraðila þeim mun meiri færni hafa þau í tungumálinu. Færni barna í tungumáli skólans spáir síðan fyrir um það hvernig þeim mun ganga í námi öll grunnskólaárin. Rannsóknir hafa beinst að mállegum samskiptum leikskólakennara við börn á meðan á frjálsum leik þeirra stendur. Orðin sem starfsfólkið notar eru talin og orðaforði barnanna mældur við lok leikskólans. Í ljós hafa komið sterk tengsl, þannig að því fleiri orð sem börnin fá í samskiptum við starfsfólk þeim mun meiri orðaforða hafa börnin. En fjöldi orðanna er ekki aðeins áhrifsvaldur heldur líka hversu fölbreytileg orðanotkunin er, en tengsl hafa mælst á milli fjölda sjaldgæfra orða (t.d. piltur og stúlka) í orðræðum kennara við leikskólabörn og lesskilnings barnanna þegar þau eru orðin níu ára gömul. Íslenskur orðaforði níu ára barna spáir síðan fyrir um það hversu hröðum framförum þau taka í lesskilningi fram á unglingsár. Sérstaklega verða áhrif mállegra samskipta í leikskólastarfi sterk meðal barna sem nota ekki sama tungumál í leikskólanum og með fjölskyldu sinni, eða fá fátæklega málörvun heima. Í leikskóla eru því tækifæri til að gefa hverju einasta barni ríkuleg málleg samskipti þannig að öll komi námslega sterk inn í grunnskólana. Samt eru lög brotin daglega í íslenskum leikskólum, áherslan er á húsnæði, sem er iðulega er allt of lítið með allt of mörgum börnum í allt of langan tíma, og sem erfiðlega gengur að manna. Kominn er tími til að setja farsæld ungra barna í fyrirrúm. Má brjóta lög daglega í leikskólum landsins? Höfundur er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun