Íslenski boltinn

Svona var kynningar­fundur Bestu deildar kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur unnu Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð í fyrra og alls í fjórða sinn á síðustu fimm árum.
Valskonur unnu Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð í fyrra og alls í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Vísir/Diego

Besta deild kvenna í fótbolta hefst á sunnudaginn kemur og í dag hittust fulltrúar félaganna tíu og spáðu í spilin fyrir komandi tímabil á árlegum kynningarfundi.

Á fundinum var meðal annars kynnt spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna um lokastöðuna í deildinni. Einnig var greint frá niðurstöðu í leikmannakönnun.

Þetta er í annað skiptið þar sem deildinni verður skipt í tvennt eftir átján umferðir. Sex félög berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efri hlutanum en fjögur um að forðast fall í neðri hlutanum.

Liðin tíu sem skipa deildina í ár eru Íslandsmeistarar Vals, bikarmeistarar Víkings, silfurlið Breiðabliks, FH, Fylkir, Keflavík, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Þór/KA og Þróttur.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundinum.

Klippa: Kynningarfundur Bestu deildar kvenna 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×