HSÍ keyri sig ekki aftur í þrot vegna HM Valur Páll Eiríksson skrifar 17. apríl 2024 07:01 Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ Alþjóðahandknattleikssambandið tilkynnti í dag að Ísland muni halda HM karla í handbolta árið 2031 ásamt Danmörku og Noregi. Framkvæmdastjóri sambandsins segir það mikil gleðitíðindi og spennan mikil fyrir verkefninu. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir okkur sem íþróttaþjóð og sérlega handboltaþjóð. Ég er gríðarlega stoltur af þessu. Þetta er mikil viðurkenning fyrir HSÍ og félögin og bara virkilegt ánægjuefni í raun og veru,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Ný höll skilyrði fyrir mótinu Ný þjóðarhöll á að rísa í Laugardal og er stefnt að því að fyrsta skóflustunga verði á næsta ári. Höllin verði svo tekin í gagnið árið 2028. Mikið hefur verið rætt og ritað um höllina í gegnum tíðina, margar nefndir og hópar verið myndaðar í kringum slíkar hugmyndir en ekki enn tekist að reisa hana. Vinna við nýja höll hefur þó aldrei komist eins langt og nú. Róbert Geir hefur því trú á því að höllin verði risin fyrir mót. „Ég hef fulla trú á því. Þetta er farið í hönnunarferli og útboð núna. Okkur er sagt að þetta verði komið upp 2028 eða 2029. Við höfum trú á því og það er breið fylking í stjórnmálum á bakvið það. Þannig að ég hef enga trú á öðru.“ Nýja höllin þarf sem sagt að vera risin til að þetta nái fram að ganga? „Það er frumskilyrði fyrir öllu. Bæði fyrir fjárhagsáætluninni og því að við getum haldið mótið. Það er engin höll á Íslandi sem uppfyllir lágmarkskröfur þannig að það er algjört skilyrði fyrir því að við verðum með HM 2031,“ segir Róbert Geir. Sambandið varð gjaldþrota síðast Ísland hefur áður haldið heimsmeistaramót í handbolta, árið 1995. Þá varð HSÍ gott sem gjaldþrota vegna mótsins og því vert að spyrja hvernig kostnaðarliðurinn lítur út í þetta skiptið. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði okkur til góða. Líkt og ég nefndi er höllin grunnskilyrði þannig að við náum fullri höll með 8.500 manns og síðan eru skilyrðin allt öðruvísi í dag heldur en voru þá,“ „Bæði er sambandið sterkara og stjórnvöld koma vonandi meira að þessu. Svo munum við líklega reka þetta í sérfélagi fyrir utan HSÍ þannig að þetta muni ekki hafa beinar afleiðingar á HSÍ sem slíkt,“ segir Róbert. Spennan er fyrst og fremst mikil fyrir árinu 2031. „Já, hún er mikil hér á skrifstofunni,“ segir Róbert Geir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Ný þjóðarhöll HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2031 Tengdar fréttir Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. 16. apríl 2024 16:01 Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 20:01 Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna HM-umsóknar Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 15:01 „Komin býsna mikil alvara í málið“ Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. 14. janúar 2024 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir okkur sem íþróttaþjóð og sérlega handboltaþjóð. Ég er gríðarlega stoltur af þessu. Þetta er mikil viðurkenning fyrir HSÍ og félögin og bara virkilegt ánægjuefni í raun og veru,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Ný höll skilyrði fyrir mótinu Ný þjóðarhöll á að rísa í Laugardal og er stefnt að því að fyrsta skóflustunga verði á næsta ári. Höllin verði svo tekin í gagnið árið 2028. Mikið hefur verið rætt og ritað um höllina í gegnum tíðina, margar nefndir og hópar verið myndaðar í kringum slíkar hugmyndir en ekki enn tekist að reisa hana. Vinna við nýja höll hefur þó aldrei komist eins langt og nú. Róbert Geir hefur því trú á því að höllin verði risin fyrir mót. „Ég hef fulla trú á því. Þetta er farið í hönnunarferli og útboð núna. Okkur er sagt að þetta verði komið upp 2028 eða 2029. Við höfum trú á því og það er breið fylking í stjórnmálum á bakvið það. Þannig að ég hef enga trú á öðru.“ Nýja höllin þarf sem sagt að vera risin til að þetta nái fram að ganga? „Það er frumskilyrði fyrir öllu. Bæði fyrir fjárhagsáætluninni og því að við getum haldið mótið. Það er engin höll á Íslandi sem uppfyllir lágmarkskröfur þannig að það er algjört skilyrði fyrir því að við verðum með HM 2031,“ segir Róbert Geir. Sambandið varð gjaldþrota síðast Ísland hefur áður haldið heimsmeistaramót í handbolta, árið 1995. Þá varð HSÍ gott sem gjaldþrota vegna mótsins og því vert að spyrja hvernig kostnaðarliðurinn lítur út í þetta skiptið. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði okkur til góða. Líkt og ég nefndi er höllin grunnskilyrði þannig að við náum fullri höll með 8.500 manns og síðan eru skilyrðin allt öðruvísi í dag heldur en voru þá,“ „Bæði er sambandið sterkara og stjórnvöld koma vonandi meira að þessu. Svo munum við líklega reka þetta í sérfélagi fyrir utan HSÍ þannig að þetta muni ekki hafa beinar afleiðingar á HSÍ sem slíkt,“ segir Róbert. Spennan er fyrst og fremst mikil fyrir árinu 2031. „Já, hún er mikil hér á skrifstofunni,“ segir Róbert Geir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Ný þjóðarhöll HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2031 Tengdar fréttir Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. 16. apríl 2024 16:01 Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 20:01 Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna HM-umsóknar Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 15:01 „Komin býsna mikil alvara í málið“ Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. 14. janúar 2024 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. 16. apríl 2024 16:01
Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 20:01
Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna HM-umsóknar Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5. febrúar 2024 15:01
„Komin býsna mikil alvara í málið“ Ráðherra íþróttamála segir tímamótaskref hafa verið tekið í átt að byggingu nýrrar þjóðarhallar í vikunni. Stefnt er að því að höllin rísi árið 2027. 14. janúar 2024 07:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti