Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2024 11:54 Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er sleginn yfir brunanum í Kaupmannahöfn. Vísir/Vilhelm Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað Tilkynnt var um eldinn á áttunda tímanum morgun en byggingin er í hjarta Kaupmannahafnar, nærri danska þinginu. Eldurinn breiddist hratt út og í morgun féll spíralturn Børsen sem hefur verið hefur eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, sem skrifaði bókina Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, segist verulega brugðið. „Þetta er svona svipað og þegar maður frétti af Notre Dame, þetta er höfuðbygging þarna í Kaupmannahöfn og hefur sett svip sinn á borgina mjög lengi, í fjögur hundruð ár.“ Spíralturninn var 56 metra hár og sést hér í ljósum logum áður en hann féll.vísir/ap Framkvæmdir stóðu þar yfir í tengslum við fjögur hundruð ára afmælishátíð hússins sem átti að halda á þessu ári. Byggingin var reist í tíð Kristjáns fjórða Danakonungs, sem lét sérstaklega smíða á hana turninn fræga. „Hann er mjög sérstakur. Þetta eru drekar og halarnir snúast upp í spíru, og það var talað um að hann væri táknrænn gegn óvinahernaði og eldsvoðum en nú er hann fallinn,“ segir Guðjón og bendir á hina augljósu íroníu. Í Børsen var lengst um sinn markaður þar sem Íslendingar stunduðu meðal annars viðskipti með saltfisk en byggingin var gerð að kauphöll um miðja 19. öld og var það til ársins 1974. Síðan hafa sambönd atvinnurekenda verið þar með skrifstofur auk þess sem húsið hefur verið leigt út til veisluhalda. Í morgun hafa sést myndir af fólki hlaupa inn í brennandi bygginguna til að bjarga menningarverðmætum. Børsen er í hjarta Kaupmannahafnar og var eitt helsta kennileiti borgarinnar.vísir/ap „Það er til dæmis þarna mjög þekkt málverk eftir Krøyer, sem var einhver þekktasti listamaður Danmerkur á nítjándu öld. Ég sá að það var borið út og þurfti fjölda manns til að bera verkið, það er svo stórt,“ segir Guðjón og bætir við að reikna megi við að ýmis verðmæti séu líklega farin þrátt fyrir að mörgu hafi verið bjargað. Ráðamenn í Danmörku eru slegnir yfir atburðum morgunsins en vonir standa til þess að slökkvilið nái tökum á eldinum á næstu klukkustundum. Svæðið í kring hefur verið rýmt og fólki ráðlagt að loka gluggum vegna reykjarmakkar. Guðjón trúir ekki öðru en að byggingin verði endurreist. „Ég held að Danir geti ekki annað en endurbyggt þetta hús. Veit ekki hvort eldurinn nái því öllu en ég trúi ekki öðru en að þeir endurbygggi þar sem þetta er eitt af kennileitum Kaupmannahafnar og er þarna á hallarhólmanum rétt við Kristjánsborgarhöll. Þannig mér finnst mjög líklegt að þeir muni endurreisa það eins og það var. Ég bara trúi ekki öðru.“ Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Tilkynnt var um eldinn á áttunda tímanum morgun en byggingin er í hjarta Kaupmannahafnar, nærri danska þinginu. Eldurinn breiddist hratt út og í morgun féll spíralturn Børsen sem hefur verið hefur eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, sem skrifaði bókina Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, segist verulega brugðið. „Þetta er svona svipað og þegar maður frétti af Notre Dame, þetta er höfuðbygging þarna í Kaupmannahöfn og hefur sett svip sinn á borgina mjög lengi, í fjögur hundruð ár.“ Spíralturninn var 56 metra hár og sést hér í ljósum logum áður en hann féll.vísir/ap Framkvæmdir stóðu þar yfir í tengslum við fjögur hundruð ára afmælishátíð hússins sem átti að halda á þessu ári. Byggingin var reist í tíð Kristjáns fjórða Danakonungs, sem lét sérstaklega smíða á hana turninn fræga. „Hann er mjög sérstakur. Þetta eru drekar og halarnir snúast upp í spíru, og það var talað um að hann væri táknrænn gegn óvinahernaði og eldsvoðum en nú er hann fallinn,“ segir Guðjón og bendir á hina augljósu íroníu. Í Børsen var lengst um sinn markaður þar sem Íslendingar stunduðu meðal annars viðskipti með saltfisk en byggingin var gerð að kauphöll um miðja 19. öld og var það til ársins 1974. Síðan hafa sambönd atvinnurekenda verið þar með skrifstofur auk þess sem húsið hefur verið leigt út til veisluhalda. Í morgun hafa sést myndir af fólki hlaupa inn í brennandi bygginguna til að bjarga menningarverðmætum. Børsen er í hjarta Kaupmannahafnar og var eitt helsta kennileiti borgarinnar.vísir/ap „Það er til dæmis þarna mjög þekkt málverk eftir Krøyer, sem var einhver þekktasti listamaður Danmerkur á nítjándu öld. Ég sá að það var borið út og þurfti fjölda manns til að bera verkið, það er svo stórt,“ segir Guðjón og bætir við að reikna megi við að ýmis verðmæti séu líklega farin þrátt fyrir að mörgu hafi verið bjargað. Ráðamenn í Danmörku eru slegnir yfir atburðum morgunsins en vonir standa til þess að slökkvilið nái tökum á eldinum á næstu klukkustundum. Svæðið í kring hefur verið rýmt og fólki ráðlagt að loka gluggum vegna reykjarmakkar. Guðjón trúir ekki öðru en að byggingin verði endurreist. „Ég held að Danir geti ekki annað en endurbyggt þetta hús. Veit ekki hvort eldurinn nái því öllu en ég trúi ekki öðru en að þeir endurbygggi þar sem þetta er eitt af kennileitum Kaupmannahafnar og er þarna á hallarhólmanum rétt við Kristjánsborgarhöll. Þannig mér finnst mjög líklegt að þeir muni endurreisa það eins og það var. Ég bara trúi ekki öðru.“
Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39