„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. apríl 2024 11:39 Eldurinn í spíralinum var mest áberandi. AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun. Bæði er unnið að því að slökkva eldinn, sem og að því að bjarga verðmætum en inni í húsinu voru fjölmörg listaverk og önnur verðmæti. Klippa: Spírallinn í Børsen fellur Børsen er eitt elsta hús Kaupmannahafnar og var byggð árið 1625, hefði orðið fjögur hundruð ára á næsta ári. Enn er unnið að því að slökkva eldinn.AP/Emil Helms/Ritzau Scanpix Um tíma var búið að loka fjölmörgum umferðargötum í borginni og mynduðust langar raðir bíla þar. Í kringum bygginguna safnaðist fjöldi fólks til þess að freista þess að sjá eldtungurnar. Meðlimir danska þingsins frestuðu öllum þeirra fundum í morgun vegna brunans. Kristjánsborgarhöll, þinghúsið í Danmörku, er nálægt Børsen og þurfti að rýma hluta hallarinnar. Tilfinningarnar báru suma ofurliði þegar þeir horfðu á brunann.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Jakob Engel-Schmidt, menningarmálaráðherra Danmerkur, segir brunann hörmung fyrir danska menningarsögu. „Þessi merki spírall, sem táknar bæði glæsileikann og gildin sem voru í huga þegar byggingin var hönnuð og sköpuð með á sínum tíma,“ segir Engel-Schmidt. Spírallinn féll að lokum.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir atvikið vera hræðilegt. „Hluti af danskri sögu logar. Kauphöllinn er ein af merkustu byggingum Kaupmannahafnar og merki um fjögur hundruð ára viðskiptasögu Danmerkur,“ segir Mette í færslu á Facebook-síðu sinni. Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverf), segir brunann vera þjóðarhörmung. „Við hlupum inn og náðum í nokkra hluti sem skipta máli fyrir danska sögu. En það er byggingin sjálf, sem hefur verið tákn um danskt viðskiptalíf í yfir fjögur hundruð ár. Þetta er ein mikilvægasta bygging Danmerkur,“ segir Mikkelsen. Stórbruni í Børsen Danmörk Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun. Bæði er unnið að því að slökkva eldinn, sem og að því að bjarga verðmætum en inni í húsinu voru fjölmörg listaverk og önnur verðmæti. Klippa: Spírallinn í Børsen fellur Børsen er eitt elsta hús Kaupmannahafnar og var byggð árið 1625, hefði orðið fjögur hundruð ára á næsta ári. Enn er unnið að því að slökkva eldinn.AP/Emil Helms/Ritzau Scanpix Um tíma var búið að loka fjölmörgum umferðargötum í borginni og mynduðust langar raðir bíla þar. Í kringum bygginguna safnaðist fjöldi fólks til þess að freista þess að sjá eldtungurnar. Meðlimir danska þingsins frestuðu öllum þeirra fundum í morgun vegna brunans. Kristjánsborgarhöll, þinghúsið í Danmörku, er nálægt Børsen og þurfti að rýma hluta hallarinnar. Tilfinningarnar báru suma ofurliði þegar þeir horfðu á brunann.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Jakob Engel-Schmidt, menningarmálaráðherra Danmerkur, segir brunann hörmung fyrir danska menningarsögu. „Þessi merki spírall, sem táknar bæði glæsileikann og gildin sem voru í huga þegar byggingin var hönnuð og sköpuð með á sínum tíma,“ segir Engel-Schmidt. Spírallinn féll að lokum.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir atvikið vera hræðilegt. „Hluti af danskri sögu logar. Kauphöllinn er ein af merkustu byggingum Kaupmannahafnar og merki um fjögur hundruð ára viðskiptasögu Danmerkur,“ segir Mette í færslu á Facebook-síðu sinni. Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverf), segir brunann vera þjóðarhörmung. „Við hlupum inn og náðum í nokkra hluti sem skipta máli fyrir danska sögu. En það er byggingin sjálf, sem hefur verið tákn um danskt viðskiptalíf í yfir fjögur hundruð ár. Þetta er ein mikilvægasta bygging Danmerkur,“ segir Mikkelsen.
Stórbruni í Børsen Danmörk Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira