Pressa á Hallgrími: „Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 11:31 Hallgrímur Jónasson tók við sem aðalþjálfari KA seint á tímabilinu 2022. vísir/Hulda Margrét Sérfræðingarnir í Stúkunni telja Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, strax lentan undir pressu takist liðinu ekki að vinna Vestra í næsta leik í Bestu deildinni í fótbolta. Hallgrímur stýrði KA sem aðalþjálfari í fyrsta sinn í fyrra og kom liðinu í bikarúrslitaleik og inn í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í Bestu deildinni gekk hins vegar ekki vel og KA endaði þremur stigum frá því að komast í efri úrslitakeppnina síðasta haust, og hafnaði í 7. sæti. Liðið hefur svo byrjað nýtt tímabil í ár á tveimur heimaleikjum; 1-1 jafntefli við HK og 3-2 tapi gegn FH. „Ég veit að það eru 180 mínútur búnar af þessu móti, en KA VERÐUR að vinna Vestra. Þetta er komið á það stig, í 3. umferð,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Pressa á Hallgrími? Albert Brynjar Ingason tók þá til máls: „Hallgrímur talaði um það eftir leikinn á móti HK að jafntefli væri mikil vonbrigði en leikurinn hefði verið frábær og þeir vaðið í færum. Ég held að hann sé mikið svekktari eftir þennan leik, því frammistaðan var ekki það spes.“ „Þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím“ „Við verðum að taka úrslitakeppnina á síðasta tímabili út úr menginu, því fyrir KA snýst allt um að vera á efra skiltinu. Ef við skoðum þessa 22 leiki í fyrra [fyrir úrslitakeppnina] og þessa tvo leiki núna, þá eru þetta átta sigrar í 24 leikjum á Íslandsmóti undir stjórn Hallgríms, sex jafntefli og tíu töp. Þrjátíu stig,“ sagði Albert og þeir Guðmundur voru sammála um að það væri einfaldlega ekki nógu rík uppskera. „Ef Vestraleikurinn vinnst ekki þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím,“ sagði Albert. „Og ég veit ekki hvort að Hallgrímur sé að ná til leikmanna. Mér finnst leikmenn fljótir að fara inn í skelina, fljótir að svekkja sig. Eins og þegar Kjartan Kári skorar úr þessu „þrususkoti“ þá er það fyrsta sem ég heyri frá Hallgrími: „Það er nóg eftir“. Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn, þegar það eru fjörutíu mínútur eftir? Ég yrði svolítið pirraður ef ég myndi heyra þetta,“ sagði Albert. Besta deild karla KA Stúkan Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Hallgrímur stýrði KA sem aðalþjálfari í fyrsta sinn í fyrra og kom liðinu í bikarúrslitaleik og inn í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í Bestu deildinni gekk hins vegar ekki vel og KA endaði þremur stigum frá því að komast í efri úrslitakeppnina síðasta haust, og hafnaði í 7. sæti. Liðið hefur svo byrjað nýtt tímabil í ár á tveimur heimaleikjum; 1-1 jafntefli við HK og 3-2 tapi gegn FH. „Ég veit að það eru 180 mínútur búnar af þessu móti, en KA VERÐUR að vinna Vestra. Þetta er komið á það stig, í 3. umferð,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Pressa á Hallgrími? Albert Brynjar Ingason tók þá til máls: „Hallgrímur talaði um það eftir leikinn á móti HK að jafntefli væri mikil vonbrigði en leikurinn hefði verið frábær og þeir vaðið í færum. Ég held að hann sé mikið svekktari eftir þennan leik, því frammistaðan var ekki það spes.“ „Þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím“ „Við verðum að taka úrslitakeppnina á síðasta tímabili út úr menginu, því fyrir KA snýst allt um að vera á efra skiltinu. Ef við skoðum þessa 22 leiki í fyrra [fyrir úrslitakeppnina] og þessa tvo leiki núna, þá eru þetta átta sigrar í 24 leikjum á Íslandsmóti undir stjórn Hallgríms, sex jafntefli og tíu töp. Þrjátíu stig,“ sagði Albert og þeir Guðmundur voru sammála um að það væri einfaldlega ekki nógu rík uppskera. „Ef Vestraleikurinn vinnst ekki þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím,“ sagði Albert. „Og ég veit ekki hvort að Hallgrímur sé að ná til leikmanna. Mér finnst leikmenn fljótir að fara inn í skelina, fljótir að svekkja sig. Eins og þegar Kjartan Kári skorar úr þessu „þrususkoti“ þá er það fyrsta sem ég heyri frá Hallgrími: „Það er nóg eftir“. Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn, þegar það eru fjörutíu mínútur eftir? Ég yrði svolítið pirraður ef ég myndi heyra þetta,“ sagði Albert.
Besta deild karla KA Stúkan Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira