34 ára móðir búin að vinna þrjú stórborgarmaraþon á einu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 10:00 Hellen Obiri sést hér á verðlaunapallinum en hún sér ekki eftir ákvörðun sína að skipta yfir í maraþonhlaup. Getty/Paul Rutherford Hellen Obiri fagnaði sigri í Boston maraþoninu í gær. Hún hefur þar með unnið maraþonið í Boston borg tvö ár í röð og vann einnig New York maraþonið í nóvember í fyrra. Hin keníska Obiri er sannarlega búin að koma sér vel fyrir sem drottning maraþonhlaupanna í heiminum eftir að hafa unnið þessi þrjú stórborgarmaraþon á einu ári. Obiri er 34 ára gömul og á níu ára gamla dóttur. Hún vann silfur í 5.000 metra hlaupi á síðustu tveimur Ólympíuleikum (2016 í Ríó og 2021 í Tókýó) en ákvað að skipta yfir í maraþonhlaupið árið 2022. Hún sér örugglega ekki eftir því. It's now three marathon majors for @hellen_obiri Boston Marathon - 2023 (2:21:38) New York Marathon - 2023 (2:27:23) Boston Marathon - 2024 (2:22:37) An amazing run ahead of @Paris2024 pic.twitter.com/uRT52g6MbA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri sleit sig frá löndu sinni Sharon Lokedi á síðustu kílómetrunum og kom í mark á tveimur klukkutímum, 22 mínútum og 37 sekúndum. Þriðja varð síðan hin 44 ára gamla Edna Kiplagat sem sjálf hefur unnið Boston maraþonið tvisvar sinnum. „Það er ekki auðvelt að verja titilinn. Síðan að Boston maraþonið byrjaði hafa aðeins sex konur náð að verja hann. Ég sagði því við sjálfa mig: Get ég orðið ein af þeim? Ef þú vilt verða ein af þeim þá þarftu að leggja enn meira á þig,“ sagði Obiri. „Ég er svo ánægð að vera orðin ein af þeim. Nú er ég komin i sögubækurnar í Boston,“ sagði Obiri. All the news from the #BostonMarathon as Hellen Obiri and Sisay Lemma win two contrasting elite races while Eden Rainbow-Cooper and Marcel Hug take wheelchair crowns.https://t.co/LtChPryqrA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri er nú sigurstrangleg í maraþonhlaupinu á Ólympíuleikunum í París en þetta verða fyrstu leikarnir þar sem maraþonhlaup kvenna verður lokagrein leikanna og endar með verðlaunaafhendingu á lokahátíðinni. Eþíópíumaðurinn Sisay Lemma vann Boston maraþonhlaupið hjá körlunum. Hann kom í mark á tveimur klukkutímum, sex mínútum og 17 sekúndum og varð 41 sekúndu á undan landa sínum Mohamed Esa. Keníamaðurinn Evans Chebet varð þriðji en hann var að reyna þriðja Boston maraþonið í röð. Frjálsar íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sjá meira
Hin keníska Obiri er sannarlega búin að koma sér vel fyrir sem drottning maraþonhlaupanna í heiminum eftir að hafa unnið þessi þrjú stórborgarmaraþon á einu ári. Obiri er 34 ára gömul og á níu ára gamla dóttur. Hún vann silfur í 5.000 metra hlaupi á síðustu tveimur Ólympíuleikum (2016 í Ríó og 2021 í Tókýó) en ákvað að skipta yfir í maraþonhlaupið árið 2022. Hún sér örugglega ekki eftir því. It's now three marathon majors for @hellen_obiri Boston Marathon - 2023 (2:21:38) New York Marathon - 2023 (2:27:23) Boston Marathon - 2024 (2:22:37) An amazing run ahead of @Paris2024 pic.twitter.com/uRT52g6MbA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri sleit sig frá löndu sinni Sharon Lokedi á síðustu kílómetrunum og kom í mark á tveimur klukkutímum, 22 mínútum og 37 sekúndum. Þriðja varð síðan hin 44 ára gamla Edna Kiplagat sem sjálf hefur unnið Boston maraþonið tvisvar sinnum. „Það er ekki auðvelt að verja titilinn. Síðan að Boston maraþonið byrjaði hafa aðeins sex konur náð að verja hann. Ég sagði því við sjálfa mig: Get ég orðið ein af þeim? Ef þú vilt verða ein af þeim þá þarftu að leggja enn meira á þig,“ sagði Obiri. „Ég er svo ánægð að vera orðin ein af þeim. Nú er ég komin i sögubækurnar í Boston,“ sagði Obiri. All the news from the #BostonMarathon as Hellen Obiri and Sisay Lemma win two contrasting elite races while Eden Rainbow-Cooper and Marcel Hug take wheelchair crowns.https://t.co/LtChPryqrA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri er nú sigurstrangleg í maraþonhlaupinu á Ólympíuleikunum í París en þetta verða fyrstu leikarnir þar sem maraþonhlaup kvenna verður lokagrein leikanna og endar með verðlaunaafhendingu á lokahátíðinni. Eþíópíumaðurinn Sisay Lemma vann Boston maraþonhlaupið hjá körlunum. Hann kom í mark á tveimur klukkutímum, sex mínútum og 17 sekúndum og varð 41 sekúndu á undan landa sínum Mohamed Esa. Keníamaðurinn Evans Chebet varð þriðji en hann var að reyna þriðja Boston maraþonið í röð.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sjá meira