Þurfum við að tala um endó? Lilja Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2024 09:02 Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um endó. Þóra Karítas Árnadóttir leikstýrir myndinni. En af hverju þurfum við að tala um endó? Ástæðan er sú að það er gömul saga og ný að fólk með endómetríósu, í miklum meirihluta stelpur og konur, þurfi að ganga lengi og hart eftir því að fá greiningu við sjúkdómnum,eða í að meðaltali 7-10 ár. Á meðan beðið er eftir greiningu getur endómetríósa valdið óafturkræfum skaða á líffærum, skaða sem minnkar lífsgæði og eykur líkur á ófrjósemi. Markmið okkar í Endósamtökunum er að myndin opni augu almennings, heilbrigðisstarfsfólks og samfélagsins alls um það hversu víðtæk áhrif endómetríósa getur haft á líf fólks. Allt frá því að ég hóf að vinna fyrir samtökin árið 2017 hefur það verið á stefnuskránni að fræða börn og unglinga um sjúkdóminn. Sú fræðsla þarf að vera faglega unnin og gerð til þess að fræða, ekki hræða. Eitt aðalmarkmið fræðslumyndar um endómetríósu er að stytta greiningartíma. Greiningartími hlýtur að styttast ef meðvitund um sjúkdóminn í samfélaginu eykst og ef börn og unglingar átta sig á því að sárir túrverkir eru ekki eðlilegir. Það er ekki eðlilegt að falla í yfirlið eða æla vegna verkja. Það er óeðlilegt að íbúfen eða paratabs dugi ekki til þess að verkjastilla ungmenni þannig að það geti mætt í skóla eða sinnt félagslífi. Í haust stefna Endósamtökin að því að láta draum um fræðslu til barna og unglinga rætast. Með myndina í farteskinu eru okkur allir vegir færir og stefnum við á hringferð um landið. Þau fjölmörgu sem styrktu gerð myndarinnar og gerðu okkur kleift að láta drauminn um fræðslumynd rætast fá okkar bestu þakkir. Í þeirra hópi eru einstaklingar, listafólk sem gaf myndlist á listaverkauppboð, félagasamtök og ráðuneyti. Takk. Við þurfum að tala um endó: Fyrir barnið sem skilur ekkert hvað er að gerast í líkama sínum og upplifir sig eitt í heiminum. Fyrir unglinginn sem missir úr skóla og félagslífi. Fyrir foreldrana sem finna fyrir vanmætti. Fyrir þá sem glíma við ófrjósemi vegna endómetríósu. Fyrir foreldrið sem er of þreytt og verkjað til að sinna fjölskyldunni. Fyrir þá sem missa starfsgetuna og þurfa viðeigandi aðstoð. Fyrir hverja einustu manneskju með endó sem þráir skilning. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður Endósamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um endó. Þóra Karítas Árnadóttir leikstýrir myndinni. En af hverju þurfum við að tala um endó? Ástæðan er sú að það er gömul saga og ný að fólk með endómetríósu, í miklum meirihluta stelpur og konur, þurfi að ganga lengi og hart eftir því að fá greiningu við sjúkdómnum,eða í að meðaltali 7-10 ár. Á meðan beðið er eftir greiningu getur endómetríósa valdið óafturkræfum skaða á líffærum, skaða sem minnkar lífsgæði og eykur líkur á ófrjósemi. Markmið okkar í Endósamtökunum er að myndin opni augu almennings, heilbrigðisstarfsfólks og samfélagsins alls um það hversu víðtæk áhrif endómetríósa getur haft á líf fólks. Allt frá því að ég hóf að vinna fyrir samtökin árið 2017 hefur það verið á stefnuskránni að fræða börn og unglinga um sjúkdóminn. Sú fræðsla þarf að vera faglega unnin og gerð til þess að fræða, ekki hræða. Eitt aðalmarkmið fræðslumyndar um endómetríósu er að stytta greiningartíma. Greiningartími hlýtur að styttast ef meðvitund um sjúkdóminn í samfélaginu eykst og ef börn og unglingar átta sig á því að sárir túrverkir eru ekki eðlilegir. Það er ekki eðlilegt að falla í yfirlið eða æla vegna verkja. Það er óeðlilegt að íbúfen eða paratabs dugi ekki til þess að verkjastilla ungmenni þannig að það geti mætt í skóla eða sinnt félagslífi. Í haust stefna Endósamtökin að því að láta draum um fræðslu til barna og unglinga rætast. Með myndina í farteskinu eru okkur allir vegir færir og stefnum við á hringferð um landið. Þau fjölmörgu sem styrktu gerð myndarinnar og gerðu okkur kleift að láta drauminn um fræðslumynd rætast fá okkar bestu þakkir. Í þeirra hópi eru einstaklingar, listafólk sem gaf myndlist á listaverkauppboð, félagasamtök og ráðuneyti. Takk. Við þurfum að tala um endó: Fyrir barnið sem skilur ekkert hvað er að gerast í líkama sínum og upplifir sig eitt í heiminum. Fyrir unglinginn sem missir úr skóla og félagslífi. Fyrir foreldrana sem finna fyrir vanmætti. Fyrir þá sem glíma við ófrjósemi vegna endómetríósu. Fyrir foreldrið sem er of þreytt og verkjað til að sinna fjölskyldunni. Fyrir þá sem missa starfsgetuna og þurfa viðeigandi aðstoð. Fyrir hverja einustu manneskju með endó sem þráir skilning. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður Endósamtakanna.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun