Orka, loftslag og náttúra Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 15. apríl 2024 20:00 Orðræðan í samfélaginu um orkumál hefur tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gengur sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklu mæli og helst án tafar. Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun. Loftslagsáætlanir grundvöllur markvissra aðgerða Í umræðunni hefur því verið fleygt fram að ekki þurfi áætlanir um minni losun því það eina sem þurfi að gera sé að virkja meira. En það þarf áætlanir og það þarf aðgerðir. Þess vegna var það tryggt í lögum í tíð minni sem umhverfisráðherra að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum beri að endurskoða eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Aðgerðaáætlun var síðast gefin út árið 2020 undir stjórn minni í umhverfisráðuneytinu. Um 50% losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda snýr að orku og orkuskiptum og þess vegna eru orkuskipti mikilvægur þáttur í að takast á við loftslagsbreytingar. En það er ekki eini mikilvægi þátturinn. Þau 50% sem eftir standa eru ekki síður mikilvæg og stafa frá losun vegna landbúnaðar, iðnaðar (hér er þó stóriðjan ekki inni), úrgangs, jarðvarmavirkjana og annarra þátta. Það er mjög mikilvægt að hafa skýrar áætlanir um samdrátt í losun í öllum þessum geirum, enda er það forsenda markvissra aðgerða. Fyrri áætlanir og aðgerðir hafa einmitt skilað talsverðum árangri, þó betur megi ef duga skal. Ný áætlun er í burðarliðnum í umhverfisráðuneytinu. Fagleg nálgun að leiðarljósi Einfaldasta leiðin til aukinnar orkuöflunar er að spara orku í kerfinu sem nú þegar er til staðar. Önnur leið væri að nýta orku sem hugsanlega gæti losnað um hjá stórnotendum. Ef hins vegar er ráðist í nýjar virkjanir þarf að tryggja að orka úr þeim sé nýtt til innlendra orkuskipta. Þegar horft er til mögulegrar nýrrar orkuöflunar þá er lykilatriði að fylgja faglegum ferlum. Þessi faglega nálgun er tryggð í lögum líkt og í öðrum löndum, þ.m.t. lögum um rammaáætlun, umhverfismatslöggjöfinni, skipulags- og mannvirkjalögum og lögum um stjórn vatnamála. Það er stefna núverandi ríkisstjórnar, eins og fram kemur í stjórnarsáttmála, að viðhafa faglega nálgun í orkumálum sem og öðrum mál, og engin breyting hefur orðið á því. Það hefur hins vegar verið rætt að skoða hvort ferlar geti verið skilvirkari þegar kemur að virkjunum án þess að gefa afslátt af faglegri nálgun. Engar slíkar tillögur hafa þó komið fram síðan ég lagði fram frumvarp á Alþingi um ný heildarlög um umhverfismat sem samþykkt var árið 2021. Samhengi náttúruverndar Ósnortin náttúra er ekki aðeins til yndisauka fyrir okkur sem hér búum eða ferðamenn sem sækja okkur heim, heldur á náttúran sjálfstæðan rétt. Ísland er einstakt í okkar heimshluta því hér má enn finna stór lítt snortin víðerni. Efnahagslegt mikilvægi náttúrunnar, ekki síst friðlýstra svæða, er líka ótvírætt eins og rannsóknir hafa sýnt hérlendis og erlendis. Þannig að rétt eins og okkur ber skylda gagnvart framtíðarkynslóðum að tryggja að loftslagsmálin verði í lagi, þá ber okkur einnig skylda að halda í þá sérstöðu sem felst í lítt snortinni íslenskri náttúru. Hér er vert að minna á mikilvægi þess að stofna þjóðgarð á hálendi Íslands, þar sem að kyrrðin býr og hugarróin á sér afdrep. Í mínum huga er lykilatriði í umræðunni um orkumál og virkjanir að gæta að því að metnaðarfull og mikilvæg áform okkar um orkuskipti í þágu loftslagsmála taki tillit til sérstöðu íslenskrar náttúru. Huga verður að náttúruvernd á sama tíma og við forgangsröðum orku í þágu innlendra orkuskipta. Þessi markmið geta farið saman. Við þurfum bara að vanda okkur. Og, um þetta þurfum við öll að sameinast. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Orðræðan í samfélaginu um orkumál hefur tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gengur sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklu mæli og helst án tafar. Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun. Loftslagsáætlanir grundvöllur markvissra aðgerða Í umræðunni hefur því verið fleygt fram að ekki þurfi áætlanir um minni losun því það eina sem þurfi að gera sé að virkja meira. En það þarf áætlanir og það þarf aðgerðir. Þess vegna var það tryggt í lögum í tíð minni sem umhverfisráðherra að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum beri að endurskoða eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Aðgerðaáætlun var síðast gefin út árið 2020 undir stjórn minni í umhverfisráðuneytinu. Um 50% losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda snýr að orku og orkuskiptum og þess vegna eru orkuskipti mikilvægur þáttur í að takast á við loftslagsbreytingar. En það er ekki eini mikilvægi þátturinn. Þau 50% sem eftir standa eru ekki síður mikilvæg og stafa frá losun vegna landbúnaðar, iðnaðar (hér er þó stóriðjan ekki inni), úrgangs, jarðvarmavirkjana og annarra þátta. Það er mjög mikilvægt að hafa skýrar áætlanir um samdrátt í losun í öllum þessum geirum, enda er það forsenda markvissra aðgerða. Fyrri áætlanir og aðgerðir hafa einmitt skilað talsverðum árangri, þó betur megi ef duga skal. Ný áætlun er í burðarliðnum í umhverfisráðuneytinu. Fagleg nálgun að leiðarljósi Einfaldasta leiðin til aukinnar orkuöflunar er að spara orku í kerfinu sem nú þegar er til staðar. Önnur leið væri að nýta orku sem hugsanlega gæti losnað um hjá stórnotendum. Ef hins vegar er ráðist í nýjar virkjanir þarf að tryggja að orka úr þeim sé nýtt til innlendra orkuskipta. Þegar horft er til mögulegrar nýrrar orkuöflunar þá er lykilatriði að fylgja faglegum ferlum. Þessi faglega nálgun er tryggð í lögum líkt og í öðrum löndum, þ.m.t. lögum um rammaáætlun, umhverfismatslöggjöfinni, skipulags- og mannvirkjalögum og lögum um stjórn vatnamála. Það er stefna núverandi ríkisstjórnar, eins og fram kemur í stjórnarsáttmála, að viðhafa faglega nálgun í orkumálum sem og öðrum mál, og engin breyting hefur orðið á því. Það hefur hins vegar verið rætt að skoða hvort ferlar geti verið skilvirkari þegar kemur að virkjunum án þess að gefa afslátt af faglegri nálgun. Engar slíkar tillögur hafa þó komið fram síðan ég lagði fram frumvarp á Alþingi um ný heildarlög um umhverfismat sem samþykkt var árið 2021. Samhengi náttúruverndar Ósnortin náttúra er ekki aðeins til yndisauka fyrir okkur sem hér búum eða ferðamenn sem sækja okkur heim, heldur á náttúran sjálfstæðan rétt. Ísland er einstakt í okkar heimshluta því hér má enn finna stór lítt snortin víðerni. Efnahagslegt mikilvægi náttúrunnar, ekki síst friðlýstra svæða, er líka ótvírætt eins og rannsóknir hafa sýnt hérlendis og erlendis. Þannig að rétt eins og okkur ber skylda gagnvart framtíðarkynslóðum að tryggja að loftslagsmálin verði í lagi, þá ber okkur einnig skylda að halda í þá sérstöðu sem felst í lítt snortinni íslenskri náttúru. Hér er vert að minna á mikilvægi þess að stofna þjóðgarð á hálendi Íslands, þar sem að kyrrðin býr og hugarróin á sér afdrep. Í mínum huga er lykilatriði í umræðunni um orkumál og virkjanir að gæta að því að metnaðarfull og mikilvæg áform okkar um orkuskipti í þágu loftslagsmála taki tillit til sérstöðu íslenskrar náttúru. Huga verður að náttúruvernd á sama tíma og við forgangsröðum orku í þágu innlendra orkuskipta. Þessi markmið geta farið saman. Við þurfum bara að vanda okkur. Og, um þetta þurfum við öll að sameinast. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun