Halla Hrund tvö- til þrefaldar fylgi sitt Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. apríl 2024 19:20 Halla Hrund Logadóttir margfaldar fylgi sitt milli kannana samkæmt nýjustu könnun Prósents. Grafík/Sara Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag. Í könnun Maskínu fyrir sléttri vikur mældist Katrín Jakobsdóttir með mesta fylgið, eða 32,9 prósent, Baldur með 26,7 prósent og Jón Gnarr með 19,6 prósent. Þarna er marktækur munur á Katrínu og Baldri og hún því í forystu. Fimm dögum síðar, síðast liðinn laugardag, kemur Gallup með könnun sem sýnir mjög svipaða mynd af þremur efstu frambjóðendunum. Þar munar þó færri prósentustigum á milli Katrínar og Baldurs og munurinn ekki lengur marktækur. Jón Gnarr áfram á svipuðum slóðum. Hér sjáum við fylgi efstu fjögurra frambjóðenda í þremur könnunum sem birtar voru dagana 8. til 15. apríl.Grafík/Sara Töluverð breyting verður hins vegar á fylginu samkvæmt könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í dag. Fylgið við Katrínu fellur niður í 25,3 prósent en Baldur er á svipuðum slóðum og í hinum könnununum með 29,5 prósent. Engu að síður telst ekki vera marktækur munur á þeim tveimur. Jón Gnarr er áfram í þriðja sæti með 19,3 prósent. Stóru tíðindin í könnun Prósents eru hins vegar að Halla Hrund Logadóttir tekur stökk úr 5,7 prósentum hjá Maskínu og 4 prósentum hjá Gallup í 12,1 hjá Prósenti. Hún tvöfaldar því fylgi sitt miðað við könnun Maskínu og þrefaldar það miðað við könnun Gallups. Fjórir frambjóðendur mælast með fylgi yfir tíu prósentum, Halla Tómasdóttir stendur í fimm til rúmlega sjö prósentum. Aðrir frambjóðendur mælast undir þremur prósentum.Grafík/Sara Í samtali við fréttastofu segist Halla Hrund hafa fundið fyrir miklum meðbyr frá því að hún tilkynnti um framboðið fyrir rúmri viku. Aukningin sé í takt við þann meðbyr. „En auðvitað er þetta könnun og ferðalagið er rétt að byrja,“ segir Halla Hrund. „Ég er glöð og þakklát fyrir þennan meðbyr og nú er bara að halda áfram og ég hlakka til og fer auðmjúk inn í þetta ævintýri,“ bætir hún við. Fylgi við nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur dalar miðað við fyrri kannanir og mælist nú 5 prósent. Aðrir frambjóðendur mælast síðan undir þremur prósentum. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32 Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40 Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32 Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Í könnun Maskínu fyrir sléttri vikur mældist Katrín Jakobsdóttir með mesta fylgið, eða 32,9 prósent, Baldur með 26,7 prósent og Jón Gnarr með 19,6 prósent. Þarna er marktækur munur á Katrínu og Baldri og hún því í forystu. Fimm dögum síðar, síðast liðinn laugardag, kemur Gallup með könnun sem sýnir mjög svipaða mynd af þremur efstu frambjóðendunum. Þar munar þó færri prósentustigum á milli Katrínar og Baldurs og munurinn ekki lengur marktækur. Jón Gnarr áfram á svipuðum slóðum. Hér sjáum við fylgi efstu fjögurra frambjóðenda í þremur könnunum sem birtar voru dagana 8. til 15. apríl.Grafík/Sara Töluverð breyting verður hins vegar á fylginu samkvæmt könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í dag. Fylgið við Katrínu fellur niður í 25,3 prósent en Baldur er á svipuðum slóðum og í hinum könnununum með 29,5 prósent. Engu að síður telst ekki vera marktækur munur á þeim tveimur. Jón Gnarr er áfram í þriðja sæti með 19,3 prósent. Stóru tíðindin í könnun Prósents eru hins vegar að Halla Hrund Logadóttir tekur stökk úr 5,7 prósentum hjá Maskínu og 4 prósentum hjá Gallup í 12,1 hjá Prósenti. Hún tvöfaldar því fylgi sitt miðað við könnun Maskínu og þrefaldar það miðað við könnun Gallups. Fjórir frambjóðendur mælast með fylgi yfir tíu prósentum, Halla Tómasdóttir stendur í fimm til rúmlega sjö prósentum. Aðrir frambjóðendur mælast undir þremur prósentum.Grafík/Sara Í samtali við fréttastofu segist Halla Hrund hafa fundið fyrir miklum meðbyr frá því að hún tilkynnti um framboðið fyrir rúmri viku. Aukningin sé í takt við þann meðbyr. „En auðvitað er þetta könnun og ferðalagið er rétt að byrja,“ segir Halla Hrund. „Ég er glöð og þakklát fyrir þennan meðbyr og nú er bara að halda áfram og ég hlakka til og fer auðmjúk inn í þetta ævintýri,“ bætir hún við. Fylgi við nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur dalar miðað við fyrri kannanir og mælist nú 5 prósent. Aðrir frambjóðendur mælast síðan undir þremur prósentum.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32 Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40 Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32 Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32
Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40
Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32
Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52