„Með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. apríl 2024 07:02 Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, ræddi um ástina, móðurhlutverkið, tónlistina, tilveruna og margt fleira í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, um samband sitt við sambýlismann sinn og barnsföður. GDRN var viðmælandi í Einkalífinu en hér má sjá viðtalið við hana í heild sinni: Tilfinningarnar enn stærri við barnseignir Guðrún er í sambúð með Árna Steini lækni og saman eiga þau soninn Steinþór Jóhann. Í viðtalinu segir Guðrún að það sé fjölskyldan sé hennar griðarstaður og það sem haldi henni alltaf á jörðinni. Þá er makinn hennar ekki mikið fyrir sviðsljósið, sem hún segir að sé bara dásamlegt. „Ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri the one and only. Þetta var hrifning, aðdáun og virðing alveg frá fyrstu sekúndu sem ég hitti hann og það hefur bara orðið stærra og betra og fallegra með hverjum deginum. Ég tala nú ekki um í þessu foreldrahlutverki. Að sjá hann verða faðir barnsins míns, þetta eru risa stórar tilfinningar sem maður getur eiginlega ekki borið saman við neitt annað. Já, ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri kominn til að vera,“ segir Guðrún brosandi. GDRN er ein þekktasta tónlistarkona landsins en ástin hefur reynst henni mikill innblástur í tónlistinni.Vísir/Vilhelm Virðingin mikilvægust Aðspurð hvað sé mikilvægast fyrir hana í samböndum segir hún: „Ég held að það sem skipti mestu máli sé virðingin fyrir maka sínum, að virða tilfinningar, geta lagt egóið til hliðar og geta tekið gagnrýni en þetta eru oft erfiðar tilfinningar að takast á við. Og muna að báðir aðilar eru að gera sitt allra besta varðandi lífið sitt saman, ekki gagnrýna það. Um leið og maður fattar að við erum saman í liði þá erum við bara saman í liði. Þetta er ekki ég á móti þér, maður er tilbúinn að gera hvað sem er til þess að vera samstíga í þessu lífi. Ég vissi að þetta væri málið þegar að ég fattaði að með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf. Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr. Að finna þennan styrk í sjálfri sér með því að vera með einhverjum öðrum, þá veit maður.“ Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir „Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 14. apríl 2024 07:01 „Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. 11. apríl 2024 07:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Sjá meira
GDRN var viðmælandi í Einkalífinu en hér má sjá viðtalið við hana í heild sinni: Tilfinningarnar enn stærri við barnseignir Guðrún er í sambúð með Árna Steini lækni og saman eiga þau soninn Steinþór Jóhann. Í viðtalinu segir Guðrún að það sé fjölskyldan sé hennar griðarstaður og það sem haldi henni alltaf á jörðinni. Þá er makinn hennar ekki mikið fyrir sviðsljósið, sem hún segir að sé bara dásamlegt. „Ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri the one and only. Þetta var hrifning, aðdáun og virðing alveg frá fyrstu sekúndu sem ég hitti hann og það hefur bara orðið stærra og betra og fallegra með hverjum deginum. Ég tala nú ekki um í þessu foreldrahlutverki. Að sjá hann verða faðir barnsins míns, þetta eru risa stórar tilfinningar sem maður getur eiginlega ekki borið saman við neitt annað. Já, ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri kominn til að vera,“ segir Guðrún brosandi. GDRN er ein þekktasta tónlistarkona landsins en ástin hefur reynst henni mikill innblástur í tónlistinni.Vísir/Vilhelm Virðingin mikilvægust Aðspurð hvað sé mikilvægast fyrir hana í samböndum segir hún: „Ég held að það sem skipti mestu máli sé virðingin fyrir maka sínum, að virða tilfinningar, geta lagt egóið til hliðar og geta tekið gagnrýni en þetta eru oft erfiðar tilfinningar að takast á við. Og muna að báðir aðilar eru að gera sitt allra besta varðandi lífið sitt saman, ekki gagnrýna það. Um leið og maður fattar að við erum saman í liði þá erum við bara saman í liði. Þetta er ekki ég á móti þér, maður er tilbúinn að gera hvað sem er til þess að vera samstíga í þessu lífi. Ég vissi að þetta væri málið þegar að ég fattaði að með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf. Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr. Að finna þennan styrk í sjálfri sér með því að vera með einhverjum öðrum, þá veit maður.“
Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir „Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 14. apríl 2024 07:01 „Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. 11. apríl 2024 07:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Sjá meira
„Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 14. apríl 2024 07:01
„Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. 11. apríl 2024 07:00