KEA nú stærsti hluthafinn í Norlandair Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2024 11:42 Ein af vélum Norlandair. Norlandair KEA hefur keypt rúmlega 21 prósent hlutafjár í Norlandair og verður eftir viðskiptin stærsti hluthafi félagsins með 43 prósenta eignarhlut. Greint er frá viðskiptunum á vef KEA, en samhliða þeim er Air Greenland einnig að auka við hlut sinn í félaginu og verður nú næst stærsti hluthafi þess. „Í þessum viðskiptum voru Friðrik Adolfsson, Kaldbakur og Mýflug að selja eignarhluti sína en Friðrik lét af störfum sem framkvæmdastjóri Norlandair vegna aldurs um nýliðin áramót og við starfi hans hefur tekið Arnar Friðriksson. Norlandair er með höfuðstöðvar sínar á Akureyri og sinnir sérhæfðu leiguflugi á Grænlandi auk þess að fljúga innanlands í áætlunarflugi á minni flugvelli. Um síðustu áramót tók Norlandair við sjúkraflugi innanlands til næstu 3ja ára og hefur flugfloti félagsins verið stækkaður þess vegna. Nú er félagið með 3 Twin-Otter og 3 King Air flugvélar í rekstri og áætluð velta þessa árs eru tæpir 3 milljarðar króna. Hjá félaginu eru um 35 stöðugildi,“ segir á vef KEA. KEA hefur verið hluthafi í Norlandair allt frá stofnun þess árið 2008. Haft er eftir Halldóri Jóhannssyni, framkvæmdastjóra KEA, að það séu mörg spennandi verkefni sem félagið standi frammi fyrir. „Fjárhagur félagsins er traustur og afkoma hefur lengi verið með ágætum. Kaup þessi eru í samræmi við áherslur okkar um að fækka verkefnum en um leið að stækka þau verkefni sem við komum að,” segir Halldór. Kaup og sala fyrirtækja Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir KEA selur hlut sinn í Slippnum KEA hefur selt 12 prósenta eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri. Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurra ára skeið. 11. apríl 2024 09:46 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Greint er frá viðskiptunum á vef KEA, en samhliða þeim er Air Greenland einnig að auka við hlut sinn í félaginu og verður nú næst stærsti hluthafi þess. „Í þessum viðskiptum voru Friðrik Adolfsson, Kaldbakur og Mýflug að selja eignarhluti sína en Friðrik lét af störfum sem framkvæmdastjóri Norlandair vegna aldurs um nýliðin áramót og við starfi hans hefur tekið Arnar Friðriksson. Norlandair er með höfuðstöðvar sínar á Akureyri og sinnir sérhæfðu leiguflugi á Grænlandi auk þess að fljúga innanlands í áætlunarflugi á minni flugvelli. Um síðustu áramót tók Norlandair við sjúkraflugi innanlands til næstu 3ja ára og hefur flugfloti félagsins verið stækkaður þess vegna. Nú er félagið með 3 Twin-Otter og 3 King Air flugvélar í rekstri og áætluð velta þessa árs eru tæpir 3 milljarðar króna. Hjá félaginu eru um 35 stöðugildi,“ segir á vef KEA. KEA hefur verið hluthafi í Norlandair allt frá stofnun þess árið 2008. Haft er eftir Halldóri Jóhannssyni, framkvæmdastjóra KEA, að það séu mörg spennandi verkefni sem félagið standi frammi fyrir. „Fjárhagur félagsins er traustur og afkoma hefur lengi verið með ágætum. Kaup þessi eru í samræmi við áherslur okkar um að fækka verkefnum en um leið að stækka þau verkefni sem við komum að,” segir Halldór.
Kaup og sala fyrirtækja Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir KEA selur hlut sinn í Slippnum KEA hefur selt 12 prósenta eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri. Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurra ára skeið. 11. apríl 2024 09:46 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
KEA selur hlut sinn í Slippnum KEA hefur selt 12 prósenta eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri. Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurra ára skeið. 11. apríl 2024 09:46