Er fatlað fólk í geymslunni þinni? Kjartan Þór Ingason skrifar 15. apríl 2024 12:01 Dót og glingur í geymslum landsmanna er eflaust jafn fjölbreytt og fjölskyldur í landinu eru margar. Ég ætla þó að vera svo djarfur að fullyrða að í öllum geymslum má finna að minnsta kosti einn hlut sem ekki hefur litið dagsins ljós í mörg ár þrátt fyrir ítrekuð loforð um úrbætur, t.d. ketilbjöllurnar sem voru keyptar á covid tímanum. Að sama skapi er sumt sem á aldrei að vera í geymslu. Flestum yrði eflaust brugðið að finna fatlaða konu í horninu milli sumardekkjanna og frystikistunnar. Fólkið í geymslunni Geymslur eiga það sameiginlegt að geyma ýmislegt sökum þess að það rúmast ekki annars staðar og eflaust margt sem átti bara að geyma í stutta stund. Í nýjasta þætti Kveiks var fjallað um að hátt í tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar eru geymdir á hjúkrunarheimilum hér á landi, sökum þess að engin önnur úrræði eru til staðar. Oft höfðu einstaklingar lítið eða ekkert um þá ákvörðun að segja, líkt og kom fram í frásögn Margrétar Sigríðar þar sem hún fékk ekki fregnir af flutningunum fyrr en eftir að ákvörðunin var tekin. Hjúkrunarheimili gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við aldrað fólk sem getur ekki búið heima hjá sér þrátt fyrir að fá þjónustu heim. Starfsemin byggir á lögum um málefni aldraðra en í 14. gr. laganna kemur skýrt fram að hjúkrunarheimili eru ætluð öldruðum einstaklingum sem eru of lasburða til að dveljast á dvalarheimilum, sambýlum eða í sérhönnuðum íbúðum. Þjónustuþarfir fatlaðs fólks og aldraðra einstaklinga eru um margt ólíkar og ótækt er að ætlast til þess að sama umgjörð og umhverfi passi báðum hópum. Þannig getur notalegt heimilislíf hjá einum íbúa verið sem kyrrstaða í lokaðri geymslu fyrir aðra. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld hafa fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir SRFF). Fyrr í vetur samþykkti Alþingi þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks en hún er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í 19. gr. samningsins segir: „Aðildarríki samnings þessa viðurkenna jafnan rétt alls fatlaðs fólks til að lifa í samfélaginu og eiga valkosti til jafns við aðra og skulu gera árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir til þess að fatlað fólk megi að fullu njóta þessa réttar og fullrar aðildar og þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar, meðal annars með því að tryggja að fatlað fólk hafi tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima í tilteknu búsetuformi.“ Við getum gert betur og eigum að gera betur Mörgum áhorfendum Kveiks var eflaust brugðið og fáir sem gætu hugsað sér að vera í sömu stöðu og tæplega tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið, sum hver langt frá ættingjum og vinum. Núverandi ástand fer þvert gegn ákvæðum og hugmyndafræði SRFF um sjálfstætt líf og mannlega reisn og stjórnvöld verða að beita sér ákveðið með markvissum aðgerðum fyrir því að snúa stöðunni við. Sum ykkar kannast eflaust við að sjá rykfallna æfingabúnaðinn í geymslunni og lofa sjálfum ykkur því að dusta rykið og byrja að æfa í næstu viku þegar allt verður rólegra. Oft gleymast þessi fyrirheit með þeim afleiðingum að búnaðurinn situr áfram afskiptalaus á sínum stað í hillunni. Sú staða er kannski saklaus þegar um er að ræða dauða hluti en mannréttindi fatlaðs fólks þola ekki bið og mega ekki gleymast í amstri dagsins. Því þurfum við sem samfélag að halda umræðunni lifandi, ýta á eftir breytingum og tryggja að réttindi fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og val um búsetuform til jafns við ófatlað fólk verði að veruleika, en ekki einungis falleg orð á blaði. Höfundur er verkefnastjóri húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dót og glingur í geymslum landsmanna er eflaust jafn fjölbreytt og fjölskyldur í landinu eru margar. Ég ætla þó að vera svo djarfur að fullyrða að í öllum geymslum má finna að minnsta kosti einn hlut sem ekki hefur litið dagsins ljós í mörg ár þrátt fyrir ítrekuð loforð um úrbætur, t.d. ketilbjöllurnar sem voru keyptar á covid tímanum. Að sama skapi er sumt sem á aldrei að vera í geymslu. Flestum yrði eflaust brugðið að finna fatlaða konu í horninu milli sumardekkjanna og frystikistunnar. Fólkið í geymslunni Geymslur eiga það sameiginlegt að geyma ýmislegt sökum þess að það rúmast ekki annars staðar og eflaust margt sem átti bara að geyma í stutta stund. Í nýjasta þætti Kveiks var fjallað um að hátt í tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar eru geymdir á hjúkrunarheimilum hér á landi, sökum þess að engin önnur úrræði eru til staðar. Oft höfðu einstaklingar lítið eða ekkert um þá ákvörðun að segja, líkt og kom fram í frásögn Margrétar Sigríðar þar sem hún fékk ekki fregnir af flutningunum fyrr en eftir að ákvörðunin var tekin. Hjúkrunarheimili gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við aldrað fólk sem getur ekki búið heima hjá sér þrátt fyrir að fá þjónustu heim. Starfsemin byggir á lögum um málefni aldraðra en í 14. gr. laganna kemur skýrt fram að hjúkrunarheimili eru ætluð öldruðum einstaklingum sem eru of lasburða til að dveljast á dvalarheimilum, sambýlum eða í sérhönnuðum íbúðum. Þjónustuþarfir fatlaðs fólks og aldraðra einstaklinga eru um margt ólíkar og ótækt er að ætlast til þess að sama umgjörð og umhverfi passi báðum hópum. Þannig getur notalegt heimilislíf hjá einum íbúa verið sem kyrrstaða í lokaðri geymslu fyrir aðra. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld hafa fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir SRFF). Fyrr í vetur samþykkti Alþingi þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks en hún er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í 19. gr. samningsins segir: „Aðildarríki samnings þessa viðurkenna jafnan rétt alls fatlaðs fólks til að lifa í samfélaginu og eiga valkosti til jafns við aðra og skulu gera árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir til þess að fatlað fólk megi að fullu njóta þessa réttar og fullrar aðildar og þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar, meðal annars með því að tryggja að fatlað fólk hafi tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima í tilteknu búsetuformi.“ Við getum gert betur og eigum að gera betur Mörgum áhorfendum Kveiks var eflaust brugðið og fáir sem gætu hugsað sér að vera í sömu stöðu og tæplega tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið, sum hver langt frá ættingjum og vinum. Núverandi ástand fer þvert gegn ákvæðum og hugmyndafræði SRFF um sjálfstætt líf og mannlega reisn og stjórnvöld verða að beita sér ákveðið með markvissum aðgerðum fyrir því að snúa stöðunni við. Sum ykkar kannast eflaust við að sjá rykfallna æfingabúnaðinn í geymslunni og lofa sjálfum ykkur því að dusta rykið og byrja að æfa í næstu viku þegar allt verður rólegra. Oft gleymast þessi fyrirheit með þeim afleiðingum að búnaðurinn situr áfram afskiptalaus á sínum stað í hillunni. Sú staða er kannski saklaus þegar um er að ræða dauða hluti en mannréttindi fatlaðs fólks þola ekki bið og mega ekki gleymast í amstri dagsins. Því þurfum við sem samfélag að halda umræðunni lifandi, ýta á eftir breytingum og tryggja að réttindi fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og val um búsetuform til jafns við ófatlað fólk verði að veruleika, en ekki einungis falleg orð á blaði. Höfundur er verkefnastjóri húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun