Mengun á við 1,7 milljón manns í boði SFS Jón Kaldal skrifar 15. apríl 2024 10:17 Af hverju þarf sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu mengunarvarnarlögum og önnur starfsemi? Það verður spennandi að sjá hvort þessari spurningu er svarað í umhverfisskýrslu SFS „Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi“ sem verður kynnt á hádegisfundi samtakanna á Grand hóteli í dag. Nú eru um 37 þúsund tonn af eldislaxi í sjókvíum við Ísland. Samkvæmt norsku umhverfisstofnunni er skólp frá hverju tonni af eldislaxi í sjókví ígildi skólps frá 16 manneskjum. Þetta þýðir að skólpið sem streymir nú óhreinsað í gegnum netmöskvana er á við 592.000 manns, eða ríflega 50 prósent umfram þann fjölda af fólki sem býr á Íslandi. Ef framleiðslan nær því hámarki sem gert ráð fyrir verður þessi mengun á við 1,7 milljón manns. Það er á við um 4,5 sinnum fjölda íbúa landsins. Í boði SFS. Ekki geðslegur kokteill Og úrgangurinn sem flæðir óhindraður í hafið frá sjókvíaeldi er ekki huggulegur kokteill. Í honum eru fiskaskítur, fóðurleifar, míkróplast í miklu magni, skordýraeitur sem er notað gegn lúsinni og þungmálmurinn kopar, sem er notaður í ásætuvarnir til að koma í veg fyrir að gróður og sjávarlífverur festi sig á netapokana. Norska Hafrannsóknastofnunin hefur vakið athygli á því að óheft notkun ásætuvarna sem innihalda kopar (svokallað koparoxíð) er grafalvarlegt mál. Efnið leysist ekki upp í náttúrunni heldur hleðst upp og er baneitrað fyrir lífríkið. Í nýlegri skýrslu norska Hafró er bent á að framleiðslufyrirtækjum á landi er umsvifalaust lokað ef þau losa meira en tvö kíló af kopar út í umhverfið. Hvert sjókvíaeldissvæði losar að meðaltali 1.700 kíló á ári í sjóinn. Þetta eru efni sem Arnarlax og Arctic Fish, bæði aðildarfélög í SFS, hafa notað á netin sín um árabil. Af hverju? Af hverju er þetta leyft? kunnið þið mögulega að velta fyrir ykkur kæru lesendur. Á Íslandi gilda ströng lög um varnir gegn mengun hafs og stranda, mörg ár er síðan blátt bann var lagt við notkun botnmálningar sem inniheldur kopar á skip og sveitarfélög hafa bætt við háum gjöldum á íbúa sína til að fjármagna skólphreinsistöðvar á landi. Við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum skildum þetta ekki heldur. Hvernig getur það viðgengist að sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu lögum og önnur starfsemi? Fyrirspurnir innan kerfisins leiddu okkur á endanum til Umhverfisráðuneytisins. Þar bárust þær skýringar að um sjókvíeldið giltu sérstök lög og reglugerðir vegna þess að „starfsemin fer fram í viðtakanum“. Hugsið ykkur. Einsog annað búdýrahald á landi þarf landeldi á laxi að lúta öllum áðurnefndum lögum um meðferð skólps, en af því að sjókvíarnar hanga í plastflotholtum í sjónum þá mega þau láta skólpið flæða beint í hafið. Eðlilega er um 70 prósent þjóðarinnar á móti svona vitleysu. Furðuleg mótsögn Þetta er ein af (mörgum) ástæðum þess að óskiljanlegt er að SFS hafi kosið að taka að sér þessa grimmu hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldi. Sú starfsemi er í mótsögn við flest allt það sem íslenskur sjávarútvegur stendur fyrir þegar kemur að umgengni við umhverfið enda skaðar sjókvíaeldi lífríkið. Þar á meðal vistkerfi í fjörðum sem þjóna mikilvægu hlutverki í uppvexti ungviðis þorsktegunda. Með sjókvíaeldið innaborðs eru heitstrengingar SFS um sterka umhverfisvitund hlægilegur grænþvottur eða grátleg hræsni. Bæði jafnvel. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Af hverju þarf sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu mengunarvarnarlögum og önnur starfsemi? Það verður spennandi að sjá hvort þessari spurningu er svarað í umhverfisskýrslu SFS „Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi“ sem verður kynnt á hádegisfundi samtakanna á Grand hóteli í dag. Nú eru um 37 þúsund tonn af eldislaxi í sjókvíum við Ísland. Samkvæmt norsku umhverfisstofnunni er skólp frá hverju tonni af eldislaxi í sjókví ígildi skólps frá 16 manneskjum. Þetta þýðir að skólpið sem streymir nú óhreinsað í gegnum netmöskvana er á við 592.000 manns, eða ríflega 50 prósent umfram þann fjölda af fólki sem býr á Íslandi. Ef framleiðslan nær því hámarki sem gert ráð fyrir verður þessi mengun á við 1,7 milljón manns. Það er á við um 4,5 sinnum fjölda íbúa landsins. Í boði SFS. Ekki geðslegur kokteill Og úrgangurinn sem flæðir óhindraður í hafið frá sjókvíaeldi er ekki huggulegur kokteill. Í honum eru fiskaskítur, fóðurleifar, míkróplast í miklu magni, skordýraeitur sem er notað gegn lúsinni og þungmálmurinn kopar, sem er notaður í ásætuvarnir til að koma í veg fyrir að gróður og sjávarlífverur festi sig á netapokana. Norska Hafrannsóknastofnunin hefur vakið athygli á því að óheft notkun ásætuvarna sem innihalda kopar (svokallað koparoxíð) er grafalvarlegt mál. Efnið leysist ekki upp í náttúrunni heldur hleðst upp og er baneitrað fyrir lífríkið. Í nýlegri skýrslu norska Hafró er bent á að framleiðslufyrirtækjum á landi er umsvifalaust lokað ef þau losa meira en tvö kíló af kopar út í umhverfið. Hvert sjókvíaeldissvæði losar að meðaltali 1.700 kíló á ári í sjóinn. Þetta eru efni sem Arnarlax og Arctic Fish, bæði aðildarfélög í SFS, hafa notað á netin sín um árabil. Af hverju? Af hverju er þetta leyft? kunnið þið mögulega að velta fyrir ykkur kæru lesendur. Á Íslandi gilda ströng lög um varnir gegn mengun hafs og stranda, mörg ár er síðan blátt bann var lagt við notkun botnmálningar sem inniheldur kopar á skip og sveitarfélög hafa bætt við háum gjöldum á íbúa sína til að fjármagna skólphreinsistöðvar á landi. Við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum skildum þetta ekki heldur. Hvernig getur það viðgengist að sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu lögum og önnur starfsemi? Fyrirspurnir innan kerfisins leiddu okkur á endanum til Umhverfisráðuneytisins. Þar bárust þær skýringar að um sjókvíeldið giltu sérstök lög og reglugerðir vegna þess að „starfsemin fer fram í viðtakanum“. Hugsið ykkur. Einsog annað búdýrahald á landi þarf landeldi á laxi að lúta öllum áðurnefndum lögum um meðferð skólps, en af því að sjókvíarnar hanga í plastflotholtum í sjónum þá mega þau láta skólpið flæða beint í hafið. Eðlilega er um 70 prósent þjóðarinnar á móti svona vitleysu. Furðuleg mótsögn Þetta er ein af (mörgum) ástæðum þess að óskiljanlegt er að SFS hafi kosið að taka að sér þessa grimmu hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldi. Sú starfsemi er í mótsögn við flest allt það sem íslenskur sjávarútvegur stendur fyrir þegar kemur að umgengni við umhverfið enda skaðar sjókvíaeldi lífríkið. Þar á meðal vistkerfi í fjörðum sem þjóna mikilvægu hlutverki í uppvexti ungviðis þorsktegunda. Með sjókvíaeldið innaborðs eru heitstrengingar SFS um sterka umhverfisvitund hlægilegur grænþvottur eða grátleg hræsni. Bæði jafnvel. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar