Rauf skilorð með ræktun og akstri í Lágmúla Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2024 07:47 Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 22 mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bíl án ökuréttinda og fyrir að hafa verið með tugi kannabisplantna í ræktun. Maðurinn rauf með brotunum skilorð, en þetta var í sjöunda sinn sem hann hefur gerst sekur um akstur sviptur ökurétti. Í ákæru kemur fram að lögregla hafi stöðvað manninn þar sem hann ók bíl án ökuréttinda um Lágmúla í Reykjavík í lok apríl 2022. Þá var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum sextíu kannabisplöntur og hafa um nokkurt skeið ræktað plönturnar. Hann er talinn hafa ræktað þær í sölu- og dreifingarskyni. Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Hann á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1995 og hefur sex sinnum áður verið gerð refsing fyrir að aka sviptur ökuréttindum. Hann hafði síðast verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi með dómi árið 2019, meðal annars fyrir að hafa ekið sviptur ökuréttindum og fyrir fíkniefnalagabrot. Honum hafði svo verið veitt reynslulausn á haustmánuðum 2020 og gerðist hann með brotum sínum nú sekur um að hafa rofið skilorð. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann játaði brot sín skýlaust, að hann hafi hafið áfengis- og vímuefnameðferð og að tafir hafi orðið á meðferð málsins. Var hæfileg refsing ákveðin 22 mánaða fangelsi. Búnaður sem notaður var við ræktun plantnanna – meðal annars fimm viftur, ellefu straumbreytar, ellefu lampar, fjórir LED lampar, vatnsdælur og fleira – var gerður upptækur. Manninum var jafnframt gert að greiða tæpa hálfa milljón króna vegna málsvarnarþóknunar til skipaðs verjanda og annan sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Í ákæru kemur fram að lögregla hafi stöðvað manninn þar sem hann ók bíl án ökuréttinda um Lágmúla í Reykjavík í lok apríl 2022. Þá var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum sextíu kannabisplöntur og hafa um nokkurt skeið ræktað plönturnar. Hann er talinn hafa ræktað þær í sölu- og dreifingarskyni. Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Hann á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1995 og hefur sex sinnum áður verið gerð refsing fyrir að aka sviptur ökuréttindum. Hann hafði síðast verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi með dómi árið 2019, meðal annars fyrir að hafa ekið sviptur ökuréttindum og fyrir fíkniefnalagabrot. Honum hafði svo verið veitt reynslulausn á haustmánuðum 2020 og gerðist hann með brotum sínum nú sekur um að hafa rofið skilorð. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann játaði brot sín skýlaust, að hann hafi hafið áfengis- og vímuefnameðferð og að tafir hafi orðið á meðferð málsins. Var hæfileg refsing ákveðin 22 mánaða fangelsi. Búnaður sem notaður var við ræktun plantnanna – meðal annars fimm viftur, ellefu straumbreytar, ellefu lampar, fjórir LED lampar, vatnsdælur og fleira – var gerður upptækur. Manninum var jafnframt gert að greiða tæpa hálfa milljón króna vegna málsvarnarþóknunar til skipaðs verjanda og annan sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira