Fordæmi Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. apríl 2024 08:31 Tveir forsetar lýðveldisins voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hvorugur þeirra sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Ásgeir var auk þess bankastjóri Útvegsbankans og sagði að sama skapi ekki af sér þeirri stöðu fyrr en ljóst var að hann hefði landað forsetaembættinu. Hins vegar hefur Katrín Jakobsdóttir sagt sig frá öllum pólitískum trúnaðarstörfum í kjölfar þess að hún tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Íslands. Ekki einungis sem formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og forsætisráðherra heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum áður en úrslit kosninganna liggja fyrir. Með því hefur hún með afgerandi hætti undirstrikað það að hún sé hætt þátttöku í stjórnmálum. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður, og lagalega séð forsætisráðherra líka eins og Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, hefur bent á, og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri. Katrín kaus hins vegar að segja strax af sér og setja þar með nýtt fordæmi. Þá hefur hún afsalað sér biðlaunum, sem hún á fullan rétt til, á meðan á kosningabaráttunni stendur. Finnland ekki þroskað lýðræðisríki? Fullyrðingar um að ekkert dæmi sé um það að sitjandi forsætisráðherra hafi farið í forsetaframboð í þroskuðu lýðræðisríki í Evrópu standast ekki skoðun. Enginn skortur er á dæmum um það að háttsettir ráðherrar í álfunni, til að mynda forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar og fjármálaráðherrar, sem og þingmenn og flokksformenn hafi farið í forsetaframboð og þá iðulega ekki sagt af sér embætti nema þeir hafi náð kjöri. Til að mynda má nefna í þeim efnum Mauno Koivisto, fyrrverandi forseta Finnlands, líkt og Stefán Pálsson sagnfræðingur gerði í samtali við mbl.is á dögunum. Koivisto lét ekki af embætti forsætisráðherra fyrr en daginn áður en hann tók við forsetaembættinu 1982. Stefán nefndi einnig Törju Halonen til sögunnar sem sagði ekki af embætti utanríkisráðherra Finnlands fyrr en eftir að hafa verið kjörin forseti árið 2000. Enn fremur má til dæmis nefna þá Carlo Azeglio Ciampi sem var kosinn forseti Ítalíu 1999 og fór beint í embætti forseta úr stóli fjármálaráðherra landsins, Edgars Rinkēvičs sem var kjörinn forseti Eistlands á síðasta ári og sagði af sér embætti utanríkisráðherra sama dag og hann tók við forsetaembættinu og Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýzkalands, sem var enn utanríkisráðherra landsins þegar hann var tilnefndur. Fordæmi bæði innan lands og utan Hvernig sem á málið er annars litið er vægast sagt vandséð hvernig hægt er að fá það út að í því felist valdasækni að segja af sér valdamesta embætti landsins auk þingmennsku og formennsku í stjórnmálaflokki til þess að bjóða sig fram í embætti sem ekki sízt í samanburði hefur sáralítil völd og það löngu áður en nokkuð liggur fyrir um það hvernig kosningarnar fara. Þvert á móti er ljóslega verið að sækjast eftir miklu minni völdum. Hvað varðar tal um það að framboð Katrínar sé orðið að einhvers konar álitshnekki á alþjóðavísu heldur slíkt að sama skapi engu vatni. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að velþekkt er erlendis að bæði þingmenn og ráðherrar fari í forsetaframboð og segi einungis af sér nái þeir kjöri. Miklu fremur er Katrín ekki síður að setja fordæmi alþjóðlega en innanlands um að þingmenn og ráðherrar segi af sér fari þeir í slíkt framboð. Kosningabaráttan fram að forsetakosningunum 1. júní verður vonandi málefnalegri en þau dæmi sem fjallað hefur verið um hér að framan. Með því að beita slíkum meðölum er eðli málsins samkvæmt verið að lýsa því yfir að málefnalegum rökum sé ekki fyrir að fara. Annars væri jú ekki þörf á því að grípa til slíkra óyndisúrræða. Slíkt dæmir sig vitanlega sjálft en stundum er framgangan slík að illa verður orða bundizt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Alþingi Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Tveir forsetar lýðveldisins voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hvorugur þeirra sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Ásgeir var auk þess bankastjóri Útvegsbankans og sagði að sama skapi ekki af sér þeirri stöðu fyrr en ljóst var að hann hefði landað forsetaembættinu. Hins vegar hefur Katrín Jakobsdóttir sagt sig frá öllum pólitískum trúnaðarstörfum í kjölfar þess að hún tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Íslands. Ekki einungis sem formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og forsætisráðherra heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum áður en úrslit kosninganna liggja fyrir. Með því hefur hún með afgerandi hætti undirstrikað það að hún sé hætt þátttöku í stjórnmálum. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður, og lagalega séð forsætisráðherra líka eins og Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, hefur bent á, og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri. Katrín kaus hins vegar að segja strax af sér og setja þar með nýtt fordæmi. Þá hefur hún afsalað sér biðlaunum, sem hún á fullan rétt til, á meðan á kosningabaráttunni stendur. Finnland ekki þroskað lýðræðisríki? Fullyrðingar um að ekkert dæmi sé um það að sitjandi forsætisráðherra hafi farið í forsetaframboð í þroskuðu lýðræðisríki í Evrópu standast ekki skoðun. Enginn skortur er á dæmum um það að háttsettir ráðherrar í álfunni, til að mynda forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar og fjármálaráðherrar, sem og þingmenn og flokksformenn hafi farið í forsetaframboð og þá iðulega ekki sagt af sér embætti nema þeir hafi náð kjöri. Til að mynda má nefna í þeim efnum Mauno Koivisto, fyrrverandi forseta Finnlands, líkt og Stefán Pálsson sagnfræðingur gerði í samtali við mbl.is á dögunum. Koivisto lét ekki af embætti forsætisráðherra fyrr en daginn áður en hann tók við forsetaembættinu 1982. Stefán nefndi einnig Törju Halonen til sögunnar sem sagði ekki af embætti utanríkisráðherra Finnlands fyrr en eftir að hafa verið kjörin forseti árið 2000. Enn fremur má til dæmis nefna þá Carlo Azeglio Ciampi sem var kosinn forseti Ítalíu 1999 og fór beint í embætti forseta úr stóli fjármálaráðherra landsins, Edgars Rinkēvičs sem var kjörinn forseti Eistlands á síðasta ári og sagði af sér embætti utanríkisráðherra sama dag og hann tók við forsetaembættinu og Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýzkalands, sem var enn utanríkisráðherra landsins þegar hann var tilnefndur. Fordæmi bæði innan lands og utan Hvernig sem á málið er annars litið er vægast sagt vandséð hvernig hægt er að fá það út að í því felist valdasækni að segja af sér valdamesta embætti landsins auk þingmennsku og formennsku í stjórnmálaflokki til þess að bjóða sig fram í embætti sem ekki sízt í samanburði hefur sáralítil völd og það löngu áður en nokkuð liggur fyrir um það hvernig kosningarnar fara. Þvert á móti er ljóslega verið að sækjast eftir miklu minni völdum. Hvað varðar tal um það að framboð Katrínar sé orðið að einhvers konar álitshnekki á alþjóðavísu heldur slíkt að sama skapi engu vatni. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að velþekkt er erlendis að bæði þingmenn og ráðherrar fari í forsetaframboð og segi einungis af sér nái þeir kjöri. Miklu fremur er Katrín ekki síður að setja fordæmi alþjóðlega en innanlands um að þingmenn og ráðherrar segi af sér fari þeir í slíkt framboð. Kosningabaráttan fram að forsetakosningunum 1. júní verður vonandi málefnalegri en þau dæmi sem fjallað hefur verið um hér að framan. Með því að beita slíkum meðölum er eðli málsins samkvæmt verið að lýsa því yfir að málefnalegum rökum sé ekki fyrir að fara. Annars væri jú ekki þörf á því að grípa til slíkra óyndisúrræða. Slíkt dæmir sig vitanlega sjálft en stundum er framgangan slík að illa verður orða bundizt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun