„Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. apríl 2024 18:32 Stefán Rafn Sigurmarsson, leikmaður Hauka, í baráttunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Haukar töpuðu gegn ÍBV 31-37 og eru úr leik í úrslitakeppninni. Stefan Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. „Ég held að munurinn á liðunum í dag hafi verið tapaðir boltar hjá okkur. Við vorum að gefa lélegar línusendingar og náðum ekki að skjóta á markið og sátum eftir,“ sagði Stefán Rafn í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu betur og komust fjórum mörkum yfir en eftir það hrundi leikur Hauka og Eyjamenn gengu á lagið. „Það kom hik í þetta og við hættum að spila úr færunum okkar og fórum að taka fyrsta möguleika í stað þess að bíða og velja rétt sem var að virka. Þá töpuðum við boltanum og fengum hraðaupphlaup í bakið og það var vont.“ Haukar voru þremur mörkum undir í hálfleik og byrjuðu seinni hálfleik afar illa og eftir sex mínútur var ÍBV sex mörkum yfir 16-22. „Þegar við erum í átta liða úrslitum eigum við að mæta betur til leiks heldur en við gerðum í dag.“ Um miðjan síðari hálfleik átti sér stað ansi sérstakt atvik þar sem Ólafur Ægir Ólafsson fékk sína þriðju brottvísun og hafði lokið leik, ásamt því fékk Stefán Rafn tveggja mínútna brottvísun og Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var látinn endurtaka víti eftir að hafa klikkað. „Ólafur Ægir horfir á dómarana og bendir á báðar hliðar og gefur merki um að það þurfi að dæma báðum meginn. Hann var ekki reiður eða neitt en þeir segja að hann hafi verið að sýna tilfinningar með höndunum.“ „Ég er búinn að spila handbolta frá því ég var fimm ára og þetta hefur alltaf verið í lagi. Síðan lyfti ég höndunum á bekknum af því ég var ósammála og þá fékk ég tveggja mínútna brottvísun fyrir að sýna tilfinningar en við sögðum hvorugir orð. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í þessu sem betur fer og það er gaman fyrir alla.“ „Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga.“ Stefan Rafn Sigurmannsson tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. Stefán lék um árabil í atvinnumennsku með liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen og SC Pick Szeged. „Þetta var síðasti leikurinn minn. Tímabilið í ár var upp og niður eins og í fyrra. Við fórum í úrslitin í fyrra sem var ógeðslega gaman og við vorum hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistarar en þetta var verra núna,“ sagði Stefán Rafn að lokum. Haukar Olís-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
„Ég held að munurinn á liðunum í dag hafi verið tapaðir boltar hjá okkur. Við vorum að gefa lélegar línusendingar og náðum ekki að skjóta á markið og sátum eftir,“ sagði Stefán Rafn í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu betur og komust fjórum mörkum yfir en eftir það hrundi leikur Hauka og Eyjamenn gengu á lagið. „Það kom hik í þetta og við hættum að spila úr færunum okkar og fórum að taka fyrsta möguleika í stað þess að bíða og velja rétt sem var að virka. Þá töpuðum við boltanum og fengum hraðaupphlaup í bakið og það var vont.“ Haukar voru þremur mörkum undir í hálfleik og byrjuðu seinni hálfleik afar illa og eftir sex mínútur var ÍBV sex mörkum yfir 16-22. „Þegar við erum í átta liða úrslitum eigum við að mæta betur til leiks heldur en við gerðum í dag.“ Um miðjan síðari hálfleik átti sér stað ansi sérstakt atvik þar sem Ólafur Ægir Ólafsson fékk sína þriðju brottvísun og hafði lokið leik, ásamt því fékk Stefán Rafn tveggja mínútna brottvísun og Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var látinn endurtaka víti eftir að hafa klikkað. „Ólafur Ægir horfir á dómarana og bendir á báðar hliðar og gefur merki um að það þurfi að dæma báðum meginn. Hann var ekki reiður eða neitt en þeir segja að hann hafi verið að sýna tilfinningar með höndunum.“ „Ég er búinn að spila handbolta frá því ég var fimm ára og þetta hefur alltaf verið í lagi. Síðan lyfti ég höndunum á bekknum af því ég var ósammála og þá fékk ég tveggja mínútna brottvísun fyrir að sýna tilfinningar en við sögðum hvorugir orð. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í þessu sem betur fer og það er gaman fyrir alla.“ „Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga.“ Stefan Rafn Sigurmannsson tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. Stefán lék um árabil í atvinnumennsku með liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen og SC Pick Szeged. „Þetta var síðasti leikurinn minn. Tímabilið í ár var upp og niður eins og í fyrra. Við fórum í úrslitin í fyrra sem var ógeðslega gaman og við vorum hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistarar en þetta var verra núna,“ sagði Stefán Rafn að lokum.
Haukar Olís-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira