„Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. apríl 2024 18:32 Stefán Rafn Sigurmarsson, leikmaður Hauka, í baráttunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Haukar töpuðu gegn ÍBV 31-37 og eru úr leik í úrslitakeppninni. Stefan Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. „Ég held að munurinn á liðunum í dag hafi verið tapaðir boltar hjá okkur. Við vorum að gefa lélegar línusendingar og náðum ekki að skjóta á markið og sátum eftir,“ sagði Stefán Rafn í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu betur og komust fjórum mörkum yfir en eftir það hrundi leikur Hauka og Eyjamenn gengu á lagið. „Það kom hik í þetta og við hættum að spila úr færunum okkar og fórum að taka fyrsta möguleika í stað þess að bíða og velja rétt sem var að virka. Þá töpuðum við boltanum og fengum hraðaupphlaup í bakið og það var vont.“ Haukar voru þremur mörkum undir í hálfleik og byrjuðu seinni hálfleik afar illa og eftir sex mínútur var ÍBV sex mörkum yfir 16-22. „Þegar við erum í átta liða úrslitum eigum við að mæta betur til leiks heldur en við gerðum í dag.“ Um miðjan síðari hálfleik átti sér stað ansi sérstakt atvik þar sem Ólafur Ægir Ólafsson fékk sína þriðju brottvísun og hafði lokið leik, ásamt því fékk Stefán Rafn tveggja mínútna brottvísun og Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var látinn endurtaka víti eftir að hafa klikkað. „Ólafur Ægir horfir á dómarana og bendir á báðar hliðar og gefur merki um að það þurfi að dæma báðum meginn. Hann var ekki reiður eða neitt en þeir segja að hann hafi verið að sýna tilfinningar með höndunum.“ „Ég er búinn að spila handbolta frá því ég var fimm ára og þetta hefur alltaf verið í lagi. Síðan lyfti ég höndunum á bekknum af því ég var ósammála og þá fékk ég tveggja mínútna brottvísun fyrir að sýna tilfinningar en við sögðum hvorugir orð. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í þessu sem betur fer og það er gaman fyrir alla.“ „Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga.“ Stefan Rafn Sigurmannsson tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. Stefán lék um árabil í atvinnumennsku með liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen og SC Pick Szeged. „Þetta var síðasti leikurinn minn. Tímabilið í ár var upp og niður eins og í fyrra. Við fórum í úrslitin í fyrra sem var ógeðslega gaman og við vorum hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistarar en þetta var verra núna,“ sagði Stefán Rafn að lokum. Haukar Olís-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
„Ég held að munurinn á liðunum í dag hafi verið tapaðir boltar hjá okkur. Við vorum að gefa lélegar línusendingar og náðum ekki að skjóta á markið og sátum eftir,“ sagði Stefán Rafn í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu betur og komust fjórum mörkum yfir en eftir það hrundi leikur Hauka og Eyjamenn gengu á lagið. „Það kom hik í þetta og við hættum að spila úr færunum okkar og fórum að taka fyrsta möguleika í stað þess að bíða og velja rétt sem var að virka. Þá töpuðum við boltanum og fengum hraðaupphlaup í bakið og það var vont.“ Haukar voru þremur mörkum undir í hálfleik og byrjuðu seinni hálfleik afar illa og eftir sex mínútur var ÍBV sex mörkum yfir 16-22. „Þegar við erum í átta liða úrslitum eigum við að mæta betur til leiks heldur en við gerðum í dag.“ Um miðjan síðari hálfleik átti sér stað ansi sérstakt atvik þar sem Ólafur Ægir Ólafsson fékk sína þriðju brottvísun og hafði lokið leik, ásamt því fékk Stefán Rafn tveggja mínútna brottvísun og Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var látinn endurtaka víti eftir að hafa klikkað. „Ólafur Ægir horfir á dómarana og bendir á báðar hliðar og gefur merki um að það þurfi að dæma báðum meginn. Hann var ekki reiður eða neitt en þeir segja að hann hafi verið að sýna tilfinningar með höndunum.“ „Ég er búinn að spila handbolta frá því ég var fimm ára og þetta hefur alltaf verið í lagi. Síðan lyfti ég höndunum á bekknum af því ég var ósammála og þá fékk ég tveggja mínútna brottvísun fyrir að sýna tilfinningar en við sögðum hvorugir orð. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í þessu sem betur fer og það er gaman fyrir alla.“ „Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga.“ Stefan Rafn Sigurmannsson tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. Stefán lék um árabil í atvinnumennsku með liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen og SC Pick Szeged. „Þetta var síðasti leikurinn minn. Tímabilið í ár var upp og niður eins og í fyrra. Við fórum í úrslitin í fyrra sem var ógeðslega gaman og við vorum hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistarar en þetta var verra núna,“ sagði Stefán Rafn að lokum.
Haukar Olís-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira