Skjálftarnir greindust undir Þorbirni og fyrir sunnan fjallið en samkvæmt Eldfjalla-og náttúruvárhópi Suðurlands raðast skjálftarnir með sprungustefnu frá norðri til suðurs.
Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að skjálftarnir hafi verið um sjötíu talsins. Þetta tengist líklega sprennubreytingum á svæðinu. Eldgos sé í gangi og landris sömuleiðis og kvika sé að safnast saman undir Svartsengi. Það valdi spennunni.
Hann segir að ekki sé búist við að kvika sé á leið að yfirborðinu.
Í gær greindust margir jarðskjálftar við Kleifarvatn en sá stærsti var 3,3 stig og fannst vel á höfuðborgarsvæðinu.
Sjá einnig: Skjálfti á Reykjanesi fannst á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands hafa einungis tveir skjálftar sem greinst hafa í dag farið yfir eitt stig og voru báðir 1,2.