Milli tuttugu og þrjátíu slökkviliðsmenn hafa komið að því að kveða niður sinubrunann, sem kviknaði milli húsa á svæðinu. Svo virðist sem betur hafi farið en á horfðist.
Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu bar mikinn reyk yfir hesthús og önnur hús á svæðinu en eldurinn teygði ekki anga sína í húsin þó um tveir hektarar hafi brunnið.
Þá virðist sem reykurinn hafi ekki borist inn í húsin og að ekkert dýr hafi sakað vegna hans.