„Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2024 16:55 Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var svekktur eftir leik. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fjölnir fékk skell gegn Keflavík á heimavelli 69-100. Liðið er því lent 0-2 undir í einvíginu gegn Keflavík í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna. Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var óánægður með annan leikhluta liðsins. „Það kom allt of langur kafli í öðrum leikhluta þar sem við gáfumst upp. Það er sennilega ljótt að segja að við höfum gefist upp en það var vonleysi. Heilt yfir er ég ánægður með varnarleikinn sem er kjánalegt að tala um þar sem við fengum á okkur 100 stig.“ „Sóknarleikurinn var betri hjá okkur en við erum bara að spila við helvíti gott lið. Ég er stoltur af mínu liði og við erum með bakið upp við vegg og við verðum að sjá hvort við náum að töfra fram eitthvað frábært á miðvikudaginn,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. Hallgrímur var allt annað en sáttur með annan leikhluta Fjölnis sem tapaðist með fimmtán stigum og að hans mati tapaðist leikurinn þar. „Við vorum staðar sóknarlega sem gerði það að verkum að þegar að við töpuðum boltanum vorum við ekki í réttum stöðum til þess að hlaupa til baka.“ „Ég kvíði fyrir því að horfa á klippurnar af þessu. Í hugarminni mínu er eins og við höfðum ekki reynt að hlaupa af fullum krafti til baka á þessum 3-4 mínútna kafla. Ég var nýbúinn að taka annað leikhlé þannig það var lítið annað að gera fyrir mig en að standa á hliðarlínunni og öskra.“ Fjölnir gerði lítið til að saxa forskot Keflavíkur niður í síðari hálfleik og Hallgrímur viðurkenndi að það væri mikill munur á liðunum. „Við töluðum um það að vinna hverja einustu baráttu sem við værum í og ætluðum ekki að pæla í mistökunum sem við gerðum á undan eða hafa áhyggjur af mistökum sem myndu gerast í framtíðinni. Svolítið núvitundar dæmi í gangi og við þurfum að vinna með það og halda áfram með skipulagið okkar og sjá hvort við fáum ekki meira sjálfstraust á miðvikudaginn.“ Það var ansi léleg mæting á leikinn og það voru fáir stuðningsmenn Fjölnis í stúkunni. Aðspurður hvers vegna áhuginn hjá Grafarvogsbúum væri svona lítill vildi Hallgrímur ekki gera mikið úr því. „Ég er ekkert að pæla í þessu. Það er nógu mikið vesen að stýra liðinu mínu og dómurum í leiðinni. Mér fannst ágætlega mætt en margur vill meira kannski. Ég ætlaði að vinna körfuboltaleik en mér tókst það ekki. Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi,“ sagði Hallgrímur að lokum sem pældi lítið í mætingunni á leikinn. Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Sjá meira
„Það kom allt of langur kafli í öðrum leikhluta þar sem við gáfumst upp. Það er sennilega ljótt að segja að við höfum gefist upp en það var vonleysi. Heilt yfir er ég ánægður með varnarleikinn sem er kjánalegt að tala um þar sem við fengum á okkur 100 stig.“ „Sóknarleikurinn var betri hjá okkur en við erum bara að spila við helvíti gott lið. Ég er stoltur af mínu liði og við erum með bakið upp við vegg og við verðum að sjá hvort við náum að töfra fram eitthvað frábært á miðvikudaginn,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. Hallgrímur var allt annað en sáttur með annan leikhluta Fjölnis sem tapaðist með fimmtán stigum og að hans mati tapaðist leikurinn þar. „Við vorum staðar sóknarlega sem gerði það að verkum að þegar að við töpuðum boltanum vorum við ekki í réttum stöðum til þess að hlaupa til baka.“ „Ég kvíði fyrir því að horfa á klippurnar af þessu. Í hugarminni mínu er eins og við höfðum ekki reynt að hlaupa af fullum krafti til baka á þessum 3-4 mínútna kafla. Ég var nýbúinn að taka annað leikhlé þannig það var lítið annað að gera fyrir mig en að standa á hliðarlínunni og öskra.“ Fjölnir gerði lítið til að saxa forskot Keflavíkur niður í síðari hálfleik og Hallgrímur viðurkenndi að það væri mikill munur á liðunum. „Við töluðum um það að vinna hverja einustu baráttu sem við værum í og ætluðum ekki að pæla í mistökunum sem við gerðum á undan eða hafa áhyggjur af mistökum sem myndu gerast í framtíðinni. Svolítið núvitundar dæmi í gangi og við þurfum að vinna með það og halda áfram með skipulagið okkar og sjá hvort við fáum ekki meira sjálfstraust á miðvikudaginn.“ Það var ansi léleg mæting á leikinn og það voru fáir stuðningsmenn Fjölnis í stúkunni. Aðspurður hvers vegna áhuginn hjá Grafarvogsbúum væri svona lítill vildi Hallgrímur ekki gera mikið úr því. „Ég er ekkert að pæla í þessu. Það er nógu mikið vesen að stýra liðinu mínu og dómurum í leiðinni. Mér fannst ágætlega mætt en margur vill meira kannski. Ég ætlaði að vinna körfuboltaleik en mér tókst það ekki. Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi,“ sagði Hallgrímur að lokum sem pældi lítið í mætingunni á leikinn.
Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Sjá meira