Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2024 18:30 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir segir útlendingamálin eitt af því sem hann vill leggja áherslu á út kjörtímabilið. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. Sjálfstæðisflokkurinn hélt opinn fund á Hilton Reykjavík Nordica í dag þar sem Bjarni ávarpaði gesti ásamt öðrum ráðherrum flokksins. Bjarni tók við forsætisráðuneytinu í vikunni og hefur undirskriftasöfnun verið í gangi þar sem því er mótmælt. Hann sagði á fundinum ekki hafa skort gagnrýni í sinn garð og flokksins í gegnum tíðina en hann hefur setið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013. Hann sé orðinn góður í að láta gagnrýni ekki trufla sig og ekki vera á förum. „Í gegnum öll þessi ár, öll þessi mál, þá hefur alltaf verið einhver rödd innra með mér sem hefur sagt, þið kannist við fyrri hlutann af þessum frasa, minn tími er ekki búinn.“ Það styttist í kosningar en þær verða í síðasta lagi á næsta ári. Bjarni sagði á fundinum að lögð yrði áhersla á ákveðin aðalatriði það sem eftir er af kjörtímabilsins. Það er á verðbólgu, orkumál og útlendingamálin. „Við verðum að taka stjórn á landamærum Íslands. Það er númer eitt.“ Þeir sem hafi fengið tímabundið dvalarleyfi og brjóti af sér fyrirgeri til að mynda rétti sínum til að búa á Íslandi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra talaði á svipuðum nótum á fundinum og sagði flokkinn vera að vinna gegn mikilli fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi. „Við höfum verið með miklu meiri þrýsting á landamærin heldur en að við áttum von á. Stjórnkerfið okkar var alls ekki undirbúið að taka til meðferðar slíkan fjölda mála. Það hefur til dæmis birst í mjög löngum umsóknarfresti. Svo rennur það upp fyrir okkur að aðrir eru búnir að loka á möguleikann að sækja um vernd á meðan það er enn þá opið fyrir slíkar umsóknir á Íslandi. Þetta eru götin sem að við þurfum að stoppa upp í. Að hluta til er það búið. Sumt af því liggur í frumvörpunum sem eru fyrir þinginu og svo heldur sú vinna áfram.“ Aðspurður hvort að Bjarni sé að boða harðari stefnu í útlendingamálum undir sinni forystu segir Bjarni að stefnan sem hann boði sé raunsærri en sú sem verið hefur. „Raunsæja stefnu það er bara það sem við erum að tala um. Að við horfumst að einhverju raunsæi í augu við stöðuna í þessum málaflokki. Hvað aðrir eru að gera og við viljum gera þetta vel. Ég held að þrýstingurinn á landamærin á Íslandi hafi meðal annars verið vegna þess að við höfum verið með séríslenskar reglur sem eru rýmri varðandi réttindi til dæmis til fjölskyldusameininga heldur en á við víða annars staðar og það gengur ekki lengur.“ Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. 13. apríl 2024 10:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hélt opinn fund á Hilton Reykjavík Nordica í dag þar sem Bjarni ávarpaði gesti ásamt öðrum ráðherrum flokksins. Bjarni tók við forsætisráðuneytinu í vikunni og hefur undirskriftasöfnun verið í gangi þar sem því er mótmælt. Hann sagði á fundinum ekki hafa skort gagnrýni í sinn garð og flokksins í gegnum tíðina en hann hefur setið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013. Hann sé orðinn góður í að láta gagnrýni ekki trufla sig og ekki vera á förum. „Í gegnum öll þessi ár, öll þessi mál, þá hefur alltaf verið einhver rödd innra með mér sem hefur sagt, þið kannist við fyrri hlutann af þessum frasa, minn tími er ekki búinn.“ Það styttist í kosningar en þær verða í síðasta lagi á næsta ári. Bjarni sagði á fundinum að lögð yrði áhersla á ákveðin aðalatriði það sem eftir er af kjörtímabilsins. Það er á verðbólgu, orkumál og útlendingamálin. „Við verðum að taka stjórn á landamærum Íslands. Það er númer eitt.“ Þeir sem hafi fengið tímabundið dvalarleyfi og brjóti af sér fyrirgeri til að mynda rétti sínum til að búa á Íslandi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra talaði á svipuðum nótum á fundinum og sagði flokkinn vera að vinna gegn mikilli fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi. „Við höfum verið með miklu meiri þrýsting á landamærin heldur en að við áttum von á. Stjórnkerfið okkar var alls ekki undirbúið að taka til meðferðar slíkan fjölda mála. Það hefur til dæmis birst í mjög löngum umsóknarfresti. Svo rennur það upp fyrir okkur að aðrir eru búnir að loka á möguleikann að sækja um vernd á meðan það er enn þá opið fyrir slíkar umsóknir á Íslandi. Þetta eru götin sem að við þurfum að stoppa upp í. Að hluta til er það búið. Sumt af því liggur í frumvörpunum sem eru fyrir þinginu og svo heldur sú vinna áfram.“ Aðspurður hvort að Bjarni sé að boða harðari stefnu í útlendingamálum undir sinni forystu segir Bjarni að stefnan sem hann boði sé raunsærri en sú sem verið hefur. „Raunsæja stefnu það er bara það sem við erum að tala um. Að við horfumst að einhverju raunsæi í augu við stöðuna í þessum málaflokki. Hvað aðrir eru að gera og við viljum gera þetta vel. Ég held að þrýstingurinn á landamærin á Íslandi hafi meðal annars verið vegna þess að við höfum verið með séríslenskar reglur sem eru rýmri varðandi réttindi til dæmis til fjölskyldusameininga heldur en á við víða annars staðar og það gengur ekki lengur.“
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. 13. apríl 2024 10:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30
Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. 13. apríl 2024 10:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu