Að óbreyttu endi málið með lögsóknum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2024 19:57 ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri félags atvinnurekanda Vísir/Einar Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir vonbrigði að nýr matvælaráðherra vilji ekkert aðhafast vegna nýrra og afar umdeildra búvörulaga. Hann hefði talið að betur færi á því að friður ríkti um greinina í stað ósættis og málaferla næstu árin. Nýr matvælaráðherra sagðist í morgun ekkert munu aðhafast vegna framkominnar gagnrýni á vinnubrögð atvinnuveganefndar í búvörulagamálinu, meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Heimildin hefur eftir formanni atvinnuveganefndar að hann hafi fyrst og fremst sótt sér utanaðkomandi ráðgjöf og aðstoð til lögmanns Samtaka fyrirtækja í landbúnaði en meirihluti nefndarinnar veitti afurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum óháð því hvort þær væru í eigu bænda. „Ráðuneytið hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, segir afstöðu ráðherra mikil vonbrigði. „Ég get út af fyrir sig skilið að stjórnmálamaður sem sitji sjálfur í súpunni skuli ekki vilja bregðast við en þeir sem eru eftir í atvinnuveganefnd Alþingis held ég verði að bregðast við ábendingum, sko ekki bara ráðuneytisins, heldur sömuleiðis fjölda samtaka.“ Samkeppniseftirlitið, Neytendasamtökin, ASÍ og fleiri samtök hafa gagnrýnt málsmeðferðina harðlega. „Lögin eru óvönduð, áhrif þeirra voru ekki greind almennilega, gildissviðið er óljóst, samræmi við stjórnarskrá og EES samninginn óvíst, ef þetta fær að standa svona þá endar þetta bara í lögsóknum og málaferlum næstu árin þar sem verður látið reyna á hin óskýru ákvæði laganna.“ Betur hefði farið á því að friður ríkti um landbúnað í stað málaferla. „Það er bara verið að skoða það mjög rækilega að láta málið reyna fyrir dómstólum og ég held að það sé einfaldlega eina leiðin fyrir almenning í þessu landi og verslunina, neytendur, launþega og verslunarfyrirtæki að láta á þessi ólög reyna, af því ólög eru þau.“ Landbúnaður Neytendur Atvinnurekendur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12. apríl 2024 11:54 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira
Nýr matvælaráðherra sagðist í morgun ekkert munu aðhafast vegna framkominnar gagnrýni á vinnubrögð atvinnuveganefndar í búvörulagamálinu, meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Heimildin hefur eftir formanni atvinnuveganefndar að hann hafi fyrst og fremst sótt sér utanaðkomandi ráðgjöf og aðstoð til lögmanns Samtaka fyrirtækja í landbúnaði en meirihluti nefndarinnar veitti afurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum óháð því hvort þær væru í eigu bænda. „Ráðuneytið hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, segir afstöðu ráðherra mikil vonbrigði. „Ég get út af fyrir sig skilið að stjórnmálamaður sem sitji sjálfur í súpunni skuli ekki vilja bregðast við en þeir sem eru eftir í atvinnuveganefnd Alþingis held ég verði að bregðast við ábendingum, sko ekki bara ráðuneytisins, heldur sömuleiðis fjölda samtaka.“ Samkeppniseftirlitið, Neytendasamtökin, ASÍ og fleiri samtök hafa gagnrýnt málsmeðferðina harðlega. „Lögin eru óvönduð, áhrif þeirra voru ekki greind almennilega, gildissviðið er óljóst, samræmi við stjórnarskrá og EES samninginn óvíst, ef þetta fær að standa svona þá endar þetta bara í lögsóknum og málaferlum næstu árin þar sem verður látið reyna á hin óskýru ákvæði laganna.“ Betur hefði farið á því að friður ríkti um landbúnað í stað málaferla. „Það er bara verið að skoða það mjög rækilega að láta málið reyna fyrir dómstólum og ég held að það sé einfaldlega eina leiðin fyrir almenning í þessu landi og verslunina, neytendur, launþega og verslunarfyrirtæki að láta á þessi ólög reyna, af því ólög eru þau.“
Landbúnaður Neytendur Atvinnurekendur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12. apríl 2024 11:54 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira
Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12. apríl 2024 11:54
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10
Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52
Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44