Bónorðsferðin í uppnám vegna lélegs pakkadíls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 15:01 Jóhannes og Anita ganga í hjónaband í dag. Vísir Jóhannes Lange og Anita Engley Guðbergsdóttir ganga í hjónaband í dag eftir átta mánaða trúlofun. Jóhannes bað Anitu í Feneyjum, í langþráðu ferðalagi. Þrátt fyrir að ferðin hafi endað með trúlofun fór flest annað úrskeiðis. Greint var frá því á Vísi í gær að íslenskt par, sem ferðaðist að Garda-vatni á Ítalíu í fyrrasumar fái 130 þúsund króna afslátt af ferðalaginu úr hendi ferðaskrifstofu sem bókaði ferðina. Hótelið var mun lakara en auglýst hafði verið auk þess sem ströndin var alls ekki í 600 metra fjarlægð eins og auglýst hafði verið. Raunar fengu tvö íslensk pör sama úrskurð hjá kærunefnd vöru- og þjónustukaupa en þau höfðu verið í sömu ferð á sama tíma. Bæði pörin höfðu keypt vikulanga pakkaferð og greitt 293 þúsund krónur fyrir flug, gistingu og hálft fæði. Þau höfðu verið á hótelinu, sem reyndist mun lakara en hafði verið auglýst, í fjórar nætur og kvartað nokkrum sinnum til Úrval útsýn vegna þessa áður en þau færðu sig á annað hótel. Bæði pör fóru fram á að fá endurgreidd 57% af ferðinni eða sem samsvaraði til fjögurra nótt af sjö. Auk þess vildu þau 115 þúsund krónur í skaðabætur vegna kostnaðar af gistingu á öðrum stað. Maturinn óætur og herbergið ekki upp á marga fiska Jóhannes Lange og Anita Engley eru annað paranna sem um ræðir. Jóhannes segir í samtali við fréttastofu að þau uni niðurstöðunni, þó þau hafi farið fram á nokkuð hærri bætur. Þau hafi farið fram á að fá fjórar nætur bættar þar sem heill dagur fór í að vera í samskiptum við ferðaskrifstofuna. Jóhannes segir að ekki hafi verið skipt á rúmunum einu sinni á meðan þau voru þar. Fjórar nætur á Ítalíu í ágúst, án loftkælingar.Jóhannes Lange „Upphaflega hringjum við í neyðarnúmer ferðaskrifstofunnar á degi tvö til að kvarta yfir aðbúnaði. Bæði var maturinn óætur og hótelherbergið eins og það var. Þá var okkur bent á að senda tölvupóst þannig að samskiptin væru til skrifleg morguninn eftir þegar fólk kæmi til vinnu. Svo hringja þau í okkur um morguninn, það sé hræðilegt að heyra þetta og þau ætli að kanna málið og sjá hvað sé hægt að gera. Þau ætluðu svo bara að vera í sambandi við okkur seinna um daginn,“ segir Jóhannes. Allur sá dagur hafi í raun farið í að bíða eftir símtali sem aldrei barst. Síðdegis hafi þau hringt aftur í neyðarnúmerið og fengið þær upplýsingar að enn væri verið að skoða málið. Sjónvarpið á herberginu var lítið og engin hurð á skápnum.Jóhannes Lange Jóhannes segir að sama kvöld hafi þau ákveðið, ásamt hinum íslensku hjónunum sem voru á hótelinu, að fara út að borða. Maturinn á hótelinu hafi enda verið óætur. Þegar þau hafi snúið aftur um miðnætti hafi þau komið að lokuðum dyrum. Eftir mikið bras hafi þau komist inn eftir einhverjum krókaleiðum, sest niður í anddyri hótelsins og samið saman tölvupóst til Úrval útsýn. Jóhannes segir matinn hafa verið óætan.Jóhannes Lange „Daginn eftir fáum við símhringingu frá Úrval útsýn þar sem okkur er sagt að eina sem sé hægt að gera er að færa okkur um herbergi. Það hafi nefnilega óvænt losnað herbergi á hótelinu, með útsýni yfir vatnið, vegna láta í okkur í anddyrinu kvöldið áður. Þá viðurkenni ég að fauk í mig,“ segir Jóhannes. Ekki einfalt að komast á hótelið Þau hafi þarna ákveðið sjálf að færa sig á annað hótel og reyna að njóta þess sem eftir var ferðarinnar. Hitt íslenska parið, Sigurður Bjarnason og Ágústa Árnadóttir, þekktu Jóhannes og Anita ekkert fyrir ferðina. Vinátta blómstraði þrátt fyrir allt.Jóhannes Lange „Við keyrðum að Garda-vatni frá flugvellinum á bílaleigubíl af því að við ætluðum að fara til Feneyja. Ég var búinn að ráðgera að biðja hennar þar og svona og við ætluðum bara að ferðast um og njóta þessarar viku,“ segir Jóhannes. Raunir Sigurðar og Ágústu séu mun meiri, sérstaklega af ferðalaginu af flugvellinum til Garda. Þau hafi ákveðið að nota almenningssamgöngur til að komast þangað, enda kom fram í auglýsingu að þær væru mjög góðar og hótelið aðeins 90 mínútur frá flugvellinum. „Þau þurftu að taka flugvallarrútu inn í Veróna. Taka svo lest frá Veróna yfir í bæinn Garda. Þegar þau komu þangað var þeim sagt að þau þyrftu að taka aðra les yfir til Brescia, sem er hinum megin við vatnið, af því að þar væru strætóarnir. Þegar þau komu þangað var þeim sagt að enginn strætó gengi á sunnudögum þannig að þau þurftu að taka leigubíl frá Brescia upp á hótelið, fyrir 140 evrur. Ferðirnar voru á sunnudögum því samgöngurnar áttu að vera svo góðar,“ segir Jóhannes. Það var ekki mikið úr að velja í morgunverðarhlaðborðinu.Jóhannes Lange Þar sem Sigurður og Ágústa voru bíllaus og Jóhannes og Anita á bíl hafi þau hálfpartinn tekið þau að sér. Segja má að vinátta hafi þó blómstrað í þessum sameiginlegu hremmingum. „Svo kynntumst við bara ágætlega og vorum í þessum raunum saman, og höfum raunar verið í þessu saman alveg síðan,“ segir Jóhannes. Hjálpuðu að skipuleggja bónorðið Salernisaðstaðan var ekki upp á marga fiska.Jóhannes Lange Leiðinlegast í þessu öllu hafi verið viðbrögð Úrval útsýn og samskipti við ferðaskrifstofuna. Þau hafi til að mynda óskað eftir fundi við heimkomu en þurft að ítreka tölvupóstinn margoft og við einstaka starfsmenn áður en beiðninni var svarað. Á fundinum hafi starfsmenn harmað upplifun þeirra og viðurkennt að hótelið væri ekki eins og óskað væri. Fyrirtækið hafi ekki skoðað aðstæður sjálft og því ekki verið upplýst um stöðuna. Nokkrum dögum síðar hafi þeim verið boðinn 80 þúsund króna afsláttur af ferðinni. Eftir að hafa samþykkt boðið með fyrirvara um frekari bætur hafi Úrval útsýn dregið tilboðið til baka og þau því kært málið. Jóhannes segir að þrátt fyrir að margt hafi farið úrskeiðis í ferðinni og þessi leiðindi sett svip sinn á hana hafi hann endað á að biðja Anitu, eins og hann hafði planað. Hópurinn skellti sér til Feneyja til að lyfta sér upp.Jóhannes Lange „En út af þessum samskiptum og af því að við vissum ekkert hvað yrði var ég tvístígandi með það hvort ég ætti að gera þetta í þessari ferð. Stemmningin var kannski ekki alveg þannig og erfitt að finna rétta tímapunktinn. Og ég var eiginlega búinn að ákveða að gera þetta ekki í þessari ferð en svo þegar við ákváðum að fara yfir á annað hótel þá róaðist allt og þá ákváðum við að skella okkur til Feneyja. Þá fór ég að plana þetta aftur og involveraði hitt parið, sem vissi náttúrulega ekkert að þetta stæði til,“ segir Jóhannes. „Þau hjálpuðu mér aðeins í skipulagningunni og aðeins að dreifa athyglinni hennar á meðan ég var að finna rétta augnablikið þarna í Feneyjum. Þetta var í mjög miklu uppnámi allt fram að því að við færðum okkur yfir á hitt hótelið. En þetta blessaðist allt saman.“ Segja má með sanni að þessi erfiða reynsla hafi bundið pörin tvö varanlegum vinaböndum. „Við hittumst reglulega og fórum meira að segja í helgarferð á Ísafjörð. Við erum orðnir mjög nánir vinir í dag. Þau koma í brúðkaupið. Þau voru í öllu ferlinu og því sjálfskipuð í brúðkaupið,“ segir Jóhannes. Ferðalög Ástin og lífið Neytendur Íslendingar erlendis Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í gær að íslenskt par, sem ferðaðist að Garda-vatni á Ítalíu í fyrrasumar fái 130 þúsund króna afslátt af ferðalaginu úr hendi ferðaskrifstofu sem bókaði ferðina. Hótelið var mun lakara en auglýst hafði verið auk þess sem ströndin var alls ekki í 600 metra fjarlægð eins og auglýst hafði verið. Raunar fengu tvö íslensk pör sama úrskurð hjá kærunefnd vöru- og þjónustukaupa en þau höfðu verið í sömu ferð á sama tíma. Bæði pörin höfðu keypt vikulanga pakkaferð og greitt 293 þúsund krónur fyrir flug, gistingu og hálft fæði. Þau höfðu verið á hótelinu, sem reyndist mun lakara en hafði verið auglýst, í fjórar nætur og kvartað nokkrum sinnum til Úrval útsýn vegna þessa áður en þau færðu sig á annað hótel. Bæði pör fóru fram á að fá endurgreidd 57% af ferðinni eða sem samsvaraði til fjögurra nótt af sjö. Auk þess vildu þau 115 þúsund krónur í skaðabætur vegna kostnaðar af gistingu á öðrum stað. Maturinn óætur og herbergið ekki upp á marga fiska Jóhannes Lange og Anita Engley eru annað paranna sem um ræðir. Jóhannes segir í samtali við fréttastofu að þau uni niðurstöðunni, þó þau hafi farið fram á nokkuð hærri bætur. Þau hafi farið fram á að fá fjórar nætur bættar þar sem heill dagur fór í að vera í samskiptum við ferðaskrifstofuna. Jóhannes segir að ekki hafi verið skipt á rúmunum einu sinni á meðan þau voru þar. Fjórar nætur á Ítalíu í ágúst, án loftkælingar.Jóhannes Lange „Upphaflega hringjum við í neyðarnúmer ferðaskrifstofunnar á degi tvö til að kvarta yfir aðbúnaði. Bæði var maturinn óætur og hótelherbergið eins og það var. Þá var okkur bent á að senda tölvupóst þannig að samskiptin væru til skrifleg morguninn eftir þegar fólk kæmi til vinnu. Svo hringja þau í okkur um morguninn, það sé hræðilegt að heyra þetta og þau ætli að kanna málið og sjá hvað sé hægt að gera. Þau ætluðu svo bara að vera í sambandi við okkur seinna um daginn,“ segir Jóhannes. Allur sá dagur hafi í raun farið í að bíða eftir símtali sem aldrei barst. Síðdegis hafi þau hringt aftur í neyðarnúmerið og fengið þær upplýsingar að enn væri verið að skoða málið. Sjónvarpið á herberginu var lítið og engin hurð á skápnum.Jóhannes Lange Jóhannes segir að sama kvöld hafi þau ákveðið, ásamt hinum íslensku hjónunum sem voru á hótelinu, að fara út að borða. Maturinn á hótelinu hafi enda verið óætur. Þegar þau hafi snúið aftur um miðnætti hafi þau komið að lokuðum dyrum. Eftir mikið bras hafi þau komist inn eftir einhverjum krókaleiðum, sest niður í anddyri hótelsins og samið saman tölvupóst til Úrval útsýn. Jóhannes segir matinn hafa verið óætan.Jóhannes Lange „Daginn eftir fáum við símhringingu frá Úrval útsýn þar sem okkur er sagt að eina sem sé hægt að gera er að færa okkur um herbergi. Það hafi nefnilega óvænt losnað herbergi á hótelinu, með útsýni yfir vatnið, vegna láta í okkur í anddyrinu kvöldið áður. Þá viðurkenni ég að fauk í mig,“ segir Jóhannes. Ekki einfalt að komast á hótelið Þau hafi þarna ákveðið sjálf að færa sig á annað hótel og reyna að njóta þess sem eftir var ferðarinnar. Hitt íslenska parið, Sigurður Bjarnason og Ágústa Árnadóttir, þekktu Jóhannes og Anita ekkert fyrir ferðina. Vinátta blómstraði þrátt fyrir allt.Jóhannes Lange „Við keyrðum að Garda-vatni frá flugvellinum á bílaleigubíl af því að við ætluðum að fara til Feneyja. Ég var búinn að ráðgera að biðja hennar þar og svona og við ætluðum bara að ferðast um og njóta þessarar viku,“ segir Jóhannes. Raunir Sigurðar og Ágústu séu mun meiri, sérstaklega af ferðalaginu af flugvellinum til Garda. Þau hafi ákveðið að nota almenningssamgöngur til að komast þangað, enda kom fram í auglýsingu að þær væru mjög góðar og hótelið aðeins 90 mínútur frá flugvellinum. „Þau þurftu að taka flugvallarrútu inn í Veróna. Taka svo lest frá Veróna yfir í bæinn Garda. Þegar þau komu þangað var þeim sagt að þau þyrftu að taka aðra les yfir til Brescia, sem er hinum megin við vatnið, af því að þar væru strætóarnir. Þegar þau komu þangað var þeim sagt að enginn strætó gengi á sunnudögum þannig að þau þurftu að taka leigubíl frá Brescia upp á hótelið, fyrir 140 evrur. Ferðirnar voru á sunnudögum því samgöngurnar áttu að vera svo góðar,“ segir Jóhannes. Það var ekki mikið úr að velja í morgunverðarhlaðborðinu.Jóhannes Lange Þar sem Sigurður og Ágústa voru bíllaus og Jóhannes og Anita á bíl hafi þau hálfpartinn tekið þau að sér. Segja má að vinátta hafi þó blómstrað í þessum sameiginlegu hremmingum. „Svo kynntumst við bara ágætlega og vorum í þessum raunum saman, og höfum raunar verið í þessu saman alveg síðan,“ segir Jóhannes. Hjálpuðu að skipuleggja bónorðið Salernisaðstaðan var ekki upp á marga fiska.Jóhannes Lange Leiðinlegast í þessu öllu hafi verið viðbrögð Úrval útsýn og samskipti við ferðaskrifstofuna. Þau hafi til að mynda óskað eftir fundi við heimkomu en þurft að ítreka tölvupóstinn margoft og við einstaka starfsmenn áður en beiðninni var svarað. Á fundinum hafi starfsmenn harmað upplifun þeirra og viðurkennt að hótelið væri ekki eins og óskað væri. Fyrirtækið hafi ekki skoðað aðstæður sjálft og því ekki verið upplýst um stöðuna. Nokkrum dögum síðar hafi þeim verið boðinn 80 þúsund króna afsláttur af ferðinni. Eftir að hafa samþykkt boðið með fyrirvara um frekari bætur hafi Úrval útsýn dregið tilboðið til baka og þau því kært málið. Jóhannes segir að þrátt fyrir að margt hafi farið úrskeiðis í ferðinni og þessi leiðindi sett svip sinn á hana hafi hann endað á að biðja Anitu, eins og hann hafði planað. Hópurinn skellti sér til Feneyja til að lyfta sér upp.Jóhannes Lange „En út af þessum samskiptum og af því að við vissum ekkert hvað yrði var ég tvístígandi með það hvort ég ætti að gera þetta í þessari ferð. Stemmningin var kannski ekki alveg þannig og erfitt að finna rétta tímapunktinn. Og ég var eiginlega búinn að ákveða að gera þetta ekki í þessari ferð en svo þegar við ákváðum að fara yfir á annað hótel þá róaðist allt og þá ákváðum við að skella okkur til Feneyja. Þá fór ég að plana þetta aftur og involveraði hitt parið, sem vissi náttúrulega ekkert að þetta stæði til,“ segir Jóhannes. „Þau hjálpuðu mér aðeins í skipulagningunni og aðeins að dreifa athyglinni hennar á meðan ég var að finna rétta augnablikið þarna í Feneyjum. Þetta var í mjög miklu uppnámi allt fram að því að við færðum okkur yfir á hitt hótelið. En þetta blessaðist allt saman.“ Segja má með sanni að þessi erfiða reynsla hafi bundið pörin tvö varanlegum vinaböndum. „Við hittumst reglulega og fórum meira að segja í helgarferð á Ísafjörð. Við erum orðnir mjög nánir vinir í dag. Þau koma í brúðkaupið. Þau voru í öllu ferlinu og því sjálfskipuð í brúðkaupið,“ segir Jóhannes.
Ferðalög Ástin og lífið Neytendur Íslendingar erlendis Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira