Rowling enn bitur út í Harry Potter-stjörnurnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2024 23:13 Mikið af kröftum Rowling hefur verið varið í að tala gegn trans fólki undanfarin ár. Vísir/EPA Joanne Rowling, höfundur bókanna um galdradrenginn Harry Potter, er fjarri því búin að fyrirgefa aðalleikurunum úr kvikmyndunum um Potter fyrir að vera ósammála henni um trans fólk. Hún heldur áfram að lýsa trans fólki sem hættulegu konum. Stjörnur Hollywood-myndanna um Harry Potter, þau Daniel Radcliffe og Emma Watson, lýstu yfir stuðningi við trans konur eftir að Rowling skrifaði grein gegn réttindum trans fólks árið 2020. Í greininni sakaði rithöfundurinn trans fólk um að grafa undan konum og veita „rándýrum“ skjól. Með rándýrum átti hún við karlmenn sem hún ímyndaði sér að létust vera konur í því skyni að ráðast á þær. Síðan þá hefur Rowling haldið áfram að fara mikinn um trans fólk þrátt fyrir að það hafi gert fjölda aðdáenda bóka hennar afhuga henni og að hún hafi ítrekað verið sökuð um fordóma gegn trans fólki. Breski rithöfundurinn hélt enn áfram að deila efni sem tengist trans fólki á samfélagsmiðlinum X í gær. Svar hennar til notanda sem sagðist öruggur um að hún fyrirgæfi Radcliffe og Watson ef þau bæðu hana afsökunar bendir til þess að hún sé enn bitur út í leikarana fyrir lýsa gagnstæðri skoðun á sínum tíma. „Ekki öruggt, er ég hrædd um,“ svaraði Rowling sem sakaði leikarana um að halla sér að hreyfingu sem ætlaði sér að grafa undan réttindum kvenna og ýjaði enn að því að konum stafaði hætta af trans fólki. Sjón er á meðal annarra rithöfunda sem hafa gagnrýnt Rowling fyrir orðræðu hennar í garð trans fólks. Í tísti í fyrra sakaði íslenski rithöfundurinn hana um að afmennska trans fólk kerfisbundið. Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. 3. apríl 2024 07:16 Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. 15. mars 2023 22:45 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Stjörnur Hollywood-myndanna um Harry Potter, þau Daniel Radcliffe og Emma Watson, lýstu yfir stuðningi við trans konur eftir að Rowling skrifaði grein gegn réttindum trans fólks árið 2020. Í greininni sakaði rithöfundurinn trans fólk um að grafa undan konum og veita „rándýrum“ skjól. Með rándýrum átti hún við karlmenn sem hún ímyndaði sér að létust vera konur í því skyni að ráðast á þær. Síðan þá hefur Rowling haldið áfram að fara mikinn um trans fólk þrátt fyrir að það hafi gert fjölda aðdáenda bóka hennar afhuga henni og að hún hafi ítrekað verið sökuð um fordóma gegn trans fólki. Breski rithöfundurinn hélt enn áfram að deila efni sem tengist trans fólki á samfélagsmiðlinum X í gær. Svar hennar til notanda sem sagðist öruggur um að hún fyrirgæfi Radcliffe og Watson ef þau bæðu hana afsökunar bendir til þess að hún sé enn bitur út í leikarana fyrir lýsa gagnstæðri skoðun á sínum tíma. „Ekki öruggt, er ég hrædd um,“ svaraði Rowling sem sakaði leikarana um að halla sér að hreyfingu sem ætlaði sér að grafa undan réttindum kvenna og ýjaði enn að því að konum stafaði hætta af trans fólki. Sjón er á meðal annarra rithöfunda sem hafa gagnrýnt Rowling fyrir orðræðu hennar í garð trans fólks. Í tísti í fyrra sakaði íslenski rithöfundurinn hana um að afmennska trans fólk kerfisbundið.
Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. 3. apríl 2024 07:16 Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. 15. mars 2023 22:45 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. 3. apríl 2024 07:16
Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. 15. mars 2023 22:45