„Gengið bjargaði sálartetrinu aðeins hjá okkur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 16:01 Ólafur Ólafsson er fyrirliði Grindavíkur sem hefur leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Vísir/Sigurjón Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavíkurliðinu hefja leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta í kvöld og eiga heimaleik. Þetta er samt öðruvísi heimaleikur en þeir eru vanir í úrslitakeppni því leikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaganum. Grindvíkingar gerðu vel í að ná öðru sæti í deildinni en þurfa engu að síður að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls í átta liða úrslitunum. Ólafur hitti Val Pál Eiríksson í dag og ræddi leikinn við Stólana í Smáranum í kvöld. Hvernig eru taugarnar? „Þær eru bara góðar. Þetta er bara spenna og tilhlökkun aðallega. Við erum klárir í slaginn,“ sagði Ólafur Ólafsson Þetta er vel mannað lið Hvernig er að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls strax í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er vel mannað lið. Við getum ekki verið að vanmeta þá þótt þeir hafi endað neðar en við. Við verðum að hugsa um okkar sjálfa og mæta klárir til leiks og sjá hvað það fleytir okkur,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavíkurliðið komst á mikla siglingu í seinni hluta deildarkeppninnar. „Eftir áramót þá gekk okkur vel og við vonum að við náum að fylgja þessu eftir og koma inn í úrslitakeppnina á siglingu. Til þess að gera það þá þurfum við að mæta klárir og fókuseraðir í þetta verkefni sem er fram undan núna,“ sagði Ólafur. Frábært að fá að vera hérna Eru þeir búnir að venjast því að heimavöllurinn sé í Smáranum í Kópavogi? „Já, já. Það væri gaman að vera heima að spila en það er frábært að fá að vera hérna. Þakklæti til Breiðabliks fyrir að leyfa okkur að vera hérna í vetur. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og við erum búnir að venjast þessu núna,“ sagði Ólafur. Klippa: Við erum með vind í seglunum Ólafur viðurkennir að ástandið í Grindavík hefði vel getað þýtt að liðið hefði lent í meiri vandræðum innan vallar en raunin varð. Erum með vind í seglunum „Við náðum heldur betur að snúa þessu við og erum með vind í seglunum,“ sagði Ólafur. Hann og aðrir Grindvíkingar hafa ekki átt neinn venjulegan vetur. „Þetta er búið að vera leiðinlegt, gaman, erfitt og er búið að taka mikið á andlega og líkamlega heilsu. Þetta er búið að vera svolítið svona hvað ef vetur. Það var skemmtilegra að fá að vinna svona marga leiki í röð heldur en að tapa nokkrum og vinna nokkra. Gengið bjargaði sálartetrinu aðeins hjá okkur,“ sagði Ólafur. Finnur hann fyrir pressu á Grindvíkurliðinu komandi inn í þessa úrslitakeppni? Okkur líður bara mjög vel „Já og nei. Það eru allir að tala um að okkur líði ekkert vel og eitthvað svona dótarí. Okkur líður bara mjög vel og við setjum bara pressu á okkur sjálfa sem er bara gott. Við finnum ekkert fyrir einhverri aukapressu að utan. Við erum bara klárir,“ sagði Ólafur. Er stefnan sett á þann stóra? „Jú að sjálfsögðu. Það er gert á hverju einasta tímabili. Það voru níu önnur lið sem ætluðu að gera það líka. Við tökum einn dag í einu og einn leik í einu. Sjáum síðan til hvert það kemur okkur,“ sagði Ólafur. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Grindvíkingar gerðu vel í að ná öðru sæti í deildinni en þurfa engu að síður að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls í átta liða úrslitunum. Ólafur hitti Val Pál Eiríksson í dag og ræddi leikinn við Stólana í Smáranum í kvöld. Hvernig eru taugarnar? „Þær eru bara góðar. Þetta er bara spenna og tilhlökkun aðallega. Við erum klárir í slaginn,“ sagði Ólafur Ólafsson Þetta er vel mannað lið Hvernig er að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls strax í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er vel mannað lið. Við getum ekki verið að vanmeta þá þótt þeir hafi endað neðar en við. Við verðum að hugsa um okkar sjálfa og mæta klárir til leiks og sjá hvað það fleytir okkur,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavíkurliðið komst á mikla siglingu í seinni hluta deildarkeppninnar. „Eftir áramót þá gekk okkur vel og við vonum að við náum að fylgja þessu eftir og koma inn í úrslitakeppnina á siglingu. Til þess að gera það þá þurfum við að mæta klárir og fókuseraðir í þetta verkefni sem er fram undan núna,“ sagði Ólafur. Frábært að fá að vera hérna Eru þeir búnir að venjast því að heimavöllurinn sé í Smáranum í Kópavogi? „Já, já. Það væri gaman að vera heima að spila en það er frábært að fá að vera hérna. Þakklæti til Breiðabliks fyrir að leyfa okkur að vera hérna í vetur. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og við erum búnir að venjast þessu núna,“ sagði Ólafur. Klippa: Við erum með vind í seglunum Ólafur viðurkennir að ástandið í Grindavík hefði vel getað þýtt að liðið hefði lent í meiri vandræðum innan vallar en raunin varð. Erum með vind í seglunum „Við náðum heldur betur að snúa þessu við og erum með vind í seglunum,“ sagði Ólafur. Hann og aðrir Grindvíkingar hafa ekki átt neinn venjulegan vetur. „Þetta er búið að vera leiðinlegt, gaman, erfitt og er búið að taka mikið á andlega og líkamlega heilsu. Þetta er búið að vera svolítið svona hvað ef vetur. Það var skemmtilegra að fá að vinna svona marga leiki í röð heldur en að tapa nokkrum og vinna nokkra. Gengið bjargaði sálartetrinu aðeins hjá okkur,“ sagði Ólafur. Finnur hann fyrir pressu á Grindvíkurliðinu komandi inn í þessa úrslitakeppni? Okkur líður bara mjög vel „Já og nei. Það eru allir að tala um að okkur líði ekkert vel og eitthvað svona dótarí. Okkur líður bara mjög vel og við setjum bara pressu á okkur sjálfa sem er bara gott. Við finnum ekkert fyrir einhverri aukapressu að utan. Við erum bara klárir,“ sagði Ólafur. Er stefnan sett á þann stóra? „Jú að sjálfsögðu. Það er gert á hverju einasta tímabili. Það voru níu önnur lið sem ætluðu að gera það líka. Við tökum einn dag í einu og einn leik í einu. Sjáum síðan til hvert það kemur okkur,“ sagði Ólafur.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli