Neituðu að ræða við sjónvarpsstöð vegna niðrandi ummæla um Yamal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2024 14:40 Lamine Yamal með Nuno Mendes á hælunum í leik Paris Saint-Germain og Barcelona. getty/Christian Liewig Barcelona og Paris Saint-Germain neituðu að veita sjónvarpsstöðinni Movistar viðtal vegna ummæla álitsgjafa hennar um Börsunginn unga, Lamine Yamal. Barcelona sótti PSG heim á Parc des Princes í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Börsungar unnu leikinn, 2-3. Fyrir leikinn birti Movistar myndir af hinum sextán ára Yamal að halda bolta á lofti. Gamli markvörðurinn Germán Burgos sagði að ef hlutirnir gengju ekki upp hjá Yamal gæti hann endað á umferðarljósum. Hann vísaði þar í fólk sem framkvæmdir alls konar kúnstir á umferðarljósum í von um að fá pening. Ummæli Burgos þóttu niðrandi og jafnvel rasísk en Yamal er dökkur á hörund. Vegna ummæla Burgos neituðu Barcelona og PSG að ræða við Movistar eftir leikinn í gær. Sjónvarpsstöðin fordæmdi ummæli Burgos og sagðist ætla að grípa til aðgerða til svona lagað endurtæki sig ekki. Burgos baðst sömuleiðis afsökunar á ummælunum. „Ég ætlaði ekki að móðga neinn. Við tölum um fótbolta, ekkert annað. Ef hann móðgaðist biðst ég afsökunar. Ég er miður mín og biðst afsökunar opinberlega,“ sagði Burgos sem var lengi aðstoðarmaður Diegos Simeone hjá Atlético Madrid auk þess að leika með liðinu. Yamal var í byrjunarliði Barcelona gegn PSG í gær og lék fyrstu 61 mínútu leiksins. Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Yamal hefur slegið í gegn í vetur og leikið 41 leik í öllum keppnum og skorað sex mörk. Hann hefur spilað sex landsleiki fyrir Spán og skorað tvö mörk. Yamal er fæddur 2007 og verður ekki sautján ára fyrr en í júlí. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Unun að horfa á Cubarsí: „Ég var að falla á þriðja bílprófinu þegar ég var sautján“ Pau Cubarsí, 17 ára miðvörður Barcelona, var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld, eftir leikinn við PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. apríl 2024 11:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Sjá meira
Barcelona sótti PSG heim á Parc des Princes í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Börsungar unnu leikinn, 2-3. Fyrir leikinn birti Movistar myndir af hinum sextán ára Yamal að halda bolta á lofti. Gamli markvörðurinn Germán Burgos sagði að ef hlutirnir gengju ekki upp hjá Yamal gæti hann endað á umferðarljósum. Hann vísaði þar í fólk sem framkvæmdir alls konar kúnstir á umferðarljósum í von um að fá pening. Ummæli Burgos þóttu niðrandi og jafnvel rasísk en Yamal er dökkur á hörund. Vegna ummæla Burgos neituðu Barcelona og PSG að ræða við Movistar eftir leikinn í gær. Sjónvarpsstöðin fordæmdi ummæli Burgos og sagðist ætla að grípa til aðgerða til svona lagað endurtæki sig ekki. Burgos baðst sömuleiðis afsökunar á ummælunum. „Ég ætlaði ekki að móðga neinn. Við tölum um fótbolta, ekkert annað. Ef hann móðgaðist biðst ég afsökunar. Ég er miður mín og biðst afsökunar opinberlega,“ sagði Burgos sem var lengi aðstoðarmaður Diegos Simeone hjá Atlético Madrid auk þess að leika með liðinu. Yamal var í byrjunarliði Barcelona gegn PSG í gær og lék fyrstu 61 mínútu leiksins. Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Yamal hefur slegið í gegn í vetur og leikið 41 leik í öllum keppnum og skorað sex mörk. Hann hefur spilað sex landsleiki fyrir Spán og skorað tvö mörk. Yamal er fæddur 2007 og verður ekki sautján ára fyrr en í júlí.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Unun að horfa á Cubarsí: „Ég var að falla á þriðja bílprófinu þegar ég var sautján“ Pau Cubarsí, 17 ára miðvörður Barcelona, var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld, eftir leikinn við PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. apríl 2024 11:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Sjá meira
Unun að horfa á Cubarsí: „Ég var að falla á þriðja bílprófinu þegar ég var sautján“ Pau Cubarsí, 17 ára miðvörður Barcelona, var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld, eftir leikinn við PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. apríl 2024 11:30