Valfrelsi í eigin sparnaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 11. apríl 2024 12:31 Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Af þeim sviðum þar sem við skörum fram úr má færa rök fyrir því að lífeyriskerfið okkar sé það mikilvægasta. Kerfið er talið það annað besta í heimi, sjónarmun á eftir Hollandi, að mati ráðgjafafyrirtækisins Mercer. Annar alþjóðlegur samanburður er af sama meiði. Það eru forréttindi fyrir okkur sem yngri erum að þau sem á undan okkur komu hafi sýnt slíka fyrirhyggju að byggja upp öflugt lífeyriskerfi sem byggir á sjóðsöfnun, nú þegar þjóðin eldist hratt. Þessi staða er öfundsverð fyrir margar þjóðir. Kerfið er þó ekki fullkomið og verður að þróa áfram. Nú stendur yfir mikilvæg vinna um grænbók lífeyriskerfisins þar sem áskoranir kerfisins verða teiknaðar upp. Sú vinna hefur tafist talsvert og má ekki koma í veg fyrir mikilvægar minni breytingar á umgjörð kerfisins. Frumvarp um valfrelsi séreignarsparnaðar Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem undirrituð lagði fram í síðasta mánuði, þá sem fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárfestingarkosti viðbótarlífeyrissparnaðar. Í einföldu máli myndi frumvarpið, verði það að lögum, gera fólki kleift að ráða meira yfir eigin sparnaði. Þetta þýðir að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilt að bjóða eigendum séreignarinnar, fólkinu sjálfu, að hafa meiri stjórn en áður yfir ráðstöfun eigin sparnaðar. Fólki væri þá heimilt að fjárfesta séreignarsparnaði í verðbréfasjóðum og öðrum slíkum sem ætlaðir eru almennum fjárfestum. Aðeins verður um heimild að ræða og ekki stendur til að sambærilegt myndi gilda um samtryggingarhluta lífeyriskerfisins, enda allt annars eðlis. Sterk rök með – veik á móti Það er grundvallaratriði í allri löggjöf að það þurfi að vera sterk rök fyrir því að einstaklingum sé óheimilaðar athafnir sem aðeins varða þá sjálfa. Í þessu tilfelli er einfaldlega verið að leyfa einstaklingum að ráða frekar yfir eignum sem þeir sjálfir einir eiga tilkall til. Það ætti í raun að segja sig sjálft að slík heimild, innan eðlilegra marka, sé sjálfsögð. Á hinn bóginn virðast flest rök sem vega á móti snúa að atriðum sem eðlilegt er að einstaklingar meti sjálfir frekar en ríkisvaldið, eins og að kostnaður geti verið meiri. Fyrir utan einföld rök um eignarrétt er sennilegt að aukin dreifstýring sparnaðar geti bætt skilvirkni fjármálamarkaðar. Lífeyriskerfið hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið síðustu áratugi og voru eignir þess 170% af landsframleiðslu um síðustu áramót. Flest bendir til þess að þetta hlutfall hækki áfram á næstu árum. Á sama tíma, sem er á vissan hátt eðlilegt, hefur lífeyrissjóðum fækkað. Gallinn við það er hins vegar einsleitni í stýringu fjármagns en með auknu valfrelsi skapast forsendur fyrir meiri dreifstýringu. Það er til þess fallið að auka skilvirkni og samkeppni á fjármálamarkaði. Með því gæti t.d. verðmyndun orðið skilvirkari sökum meiri seljanleika og telja má að með aukinni samkeppni aukist líkur á að fjármagni sé ráðstafað í fjárfestingar á skilvirkan hátt. Stöndum vörð um gott kerfi Þó að lífeyriskerfið okkar sé gott megum við ekki líta svo á að hægt sé að sitja með hendur í skauti. Það jafngildir einfaldlega því að kerfið staðnar og þróast ekki í takt við breytta tíma. Að endingu leiðir það til þess að kerfið verður veikleiki en ekki styrkleiki í íslensku samfélagi. Kerfið er orðið mjög stórt og fer stækkandi og þá hafa tækniframfarir auðveldað einstaklingum að taka þátt á fjármálamarkaði. Rökrétt framhald af því er að leyfa einstaklingum að stýra eigin séreignarsparnaði í auknum mæli. Það segir sig sjálft. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Af þeim sviðum þar sem við skörum fram úr má færa rök fyrir því að lífeyriskerfið okkar sé það mikilvægasta. Kerfið er talið það annað besta í heimi, sjónarmun á eftir Hollandi, að mati ráðgjafafyrirtækisins Mercer. Annar alþjóðlegur samanburður er af sama meiði. Það eru forréttindi fyrir okkur sem yngri erum að þau sem á undan okkur komu hafi sýnt slíka fyrirhyggju að byggja upp öflugt lífeyriskerfi sem byggir á sjóðsöfnun, nú þegar þjóðin eldist hratt. Þessi staða er öfundsverð fyrir margar þjóðir. Kerfið er þó ekki fullkomið og verður að þróa áfram. Nú stendur yfir mikilvæg vinna um grænbók lífeyriskerfisins þar sem áskoranir kerfisins verða teiknaðar upp. Sú vinna hefur tafist talsvert og má ekki koma í veg fyrir mikilvægar minni breytingar á umgjörð kerfisins. Frumvarp um valfrelsi séreignarsparnaðar Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem undirrituð lagði fram í síðasta mánuði, þá sem fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárfestingarkosti viðbótarlífeyrissparnaðar. Í einföldu máli myndi frumvarpið, verði það að lögum, gera fólki kleift að ráða meira yfir eigin sparnaði. Þetta þýðir að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilt að bjóða eigendum séreignarinnar, fólkinu sjálfu, að hafa meiri stjórn en áður yfir ráðstöfun eigin sparnaðar. Fólki væri þá heimilt að fjárfesta séreignarsparnaði í verðbréfasjóðum og öðrum slíkum sem ætlaðir eru almennum fjárfestum. Aðeins verður um heimild að ræða og ekki stendur til að sambærilegt myndi gilda um samtryggingarhluta lífeyriskerfisins, enda allt annars eðlis. Sterk rök með – veik á móti Það er grundvallaratriði í allri löggjöf að það þurfi að vera sterk rök fyrir því að einstaklingum sé óheimilaðar athafnir sem aðeins varða þá sjálfa. Í þessu tilfelli er einfaldlega verið að leyfa einstaklingum að ráða frekar yfir eignum sem þeir sjálfir einir eiga tilkall til. Það ætti í raun að segja sig sjálft að slík heimild, innan eðlilegra marka, sé sjálfsögð. Á hinn bóginn virðast flest rök sem vega á móti snúa að atriðum sem eðlilegt er að einstaklingar meti sjálfir frekar en ríkisvaldið, eins og að kostnaður geti verið meiri. Fyrir utan einföld rök um eignarrétt er sennilegt að aukin dreifstýring sparnaðar geti bætt skilvirkni fjármálamarkaðar. Lífeyriskerfið hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið síðustu áratugi og voru eignir þess 170% af landsframleiðslu um síðustu áramót. Flest bendir til þess að þetta hlutfall hækki áfram á næstu árum. Á sama tíma, sem er á vissan hátt eðlilegt, hefur lífeyrissjóðum fækkað. Gallinn við það er hins vegar einsleitni í stýringu fjármagns en með auknu valfrelsi skapast forsendur fyrir meiri dreifstýringu. Það er til þess fallið að auka skilvirkni og samkeppni á fjármálamarkaði. Með því gæti t.d. verðmyndun orðið skilvirkari sökum meiri seljanleika og telja má að með aukinni samkeppni aukist líkur á að fjármagni sé ráðstafað í fjárfestingar á skilvirkan hátt. Stöndum vörð um gott kerfi Þó að lífeyriskerfið okkar sé gott megum við ekki líta svo á að hægt sé að sitja með hendur í skauti. Það jafngildir einfaldlega því að kerfið staðnar og þróast ekki í takt við breytta tíma. Að endingu leiðir það til þess að kerfið verður veikleiki en ekki styrkleiki í íslensku samfélagi. Kerfið er orðið mjög stórt og fer stækkandi og þá hafa tækniframfarir auðveldað einstaklingum að taka þátt á fjármálamarkaði. Rökrétt framhald af því er að leyfa einstaklingum að stýra eigin séreignarsparnaði í auknum mæli. Það segir sig sjálft. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun