Ofbeldismenning í ríkisstjórninni Margrét Rut Eddurdóttir skrifar 10. apríl 2024 22:00 Ég er ekki reið en staðráðin. Í gær var ég handtekin af lögreglunni á Bessastöðum af því í dag, eins og í gær, er ég ekki lengur meðvirk með gerendum þessarar þjóðar. Þegar ég sá fréttir af nýrri stöðu Bjarna Benediktssonar upplifði ég ofbeldi. Það er ofbeldi sem fær að viðgangast gagnvart þjóðinni að þessi maður fái að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur. Vantraust þjóðarinnar til Bjarna Benediktssonar er í sögulegu hámarki, ekki núna heldur hefur hann náð þeim titli að vera óvinsælasti og ótraustverðugasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda, og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðist blindaðir af ótta, meðvirkni og normalíseringu á þessu tiltekna ofbeldi. Við berum öll ábyrgð á meðvirkni okkar. Okkur ber að setja mörk og leyfa ofbeldinu ekki að leika lausum hala. En til þess að vinna okkur úr ofbeldismenningunni þurfum við að geta treyst hvort öðru. Traust er undirstaða alls og eina leiðin til þess að leiða þjóðina saman er að byggja traust. Án trausts höfum við ekkert samtal og með engu samtali verður meiri sorg, reiði og ofbeldi. Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk. Á mótmælum við Bessastaði í gær var fjölbreyttur hópur af fólki. Ég ásamt flest öðrum komum þarna á eigin vegum til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í Íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir. Mótmælin voru að öllu leyti friðsamleg. Hins vegar vorum við nokkur sem settumst niður í mótmælaskyni þar sem okkur var og er ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fær trekk í trekk að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Það sem þjóðin þarf núna er traust til ríkisstjórnarinnar. Það traust verður ekki unnið til baka á meðan Bjarni Benediktsson situr í ráðherrastól. Í lokin vil ég vísa í grein eftir Gunnar Smára Egilsson þar sem hann rekur feril Bjarna Benediktssonar í grófum dráttum. Greinin birtist á Vísi 28. apríl 2022. Mér ber að nefna að fyrir utan alla vafasama og siðlausu hegðun Bjarna í gegnum árin þá er það að mínu mati það allra versta sem hann hefur gert þjóðinni er að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA og hefur ennþá ekki stutt málsókn Suður Afríku fyrir alþjóðadómstólnum gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Síðast enn ekki síst hefur Bjarni Benediktsson ekki unnið að því að koma öllu því fólki á Gaza sem var búið að fá samþykkta vernd við fjölskyldusameiningu heim til Íslands. Ég vil persónulega þakka öllu því fólki sem lætur til sín taka í málefnum jaðarsettra í samfélaginu. Þetta er fólkið sem lögreglan ætti að vernda í stað þess að slá skjaldborg um auðvaldið. En það er efni í annan pistil. Kær og ómeðvirk kveðja,Magga Eddudóttir Höfundur er listakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Ég er ekki reið en staðráðin. Í gær var ég handtekin af lögreglunni á Bessastöðum af því í dag, eins og í gær, er ég ekki lengur meðvirk með gerendum þessarar þjóðar. Þegar ég sá fréttir af nýrri stöðu Bjarna Benediktssonar upplifði ég ofbeldi. Það er ofbeldi sem fær að viðgangast gagnvart þjóðinni að þessi maður fái að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur. Vantraust þjóðarinnar til Bjarna Benediktssonar er í sögulegu hámarki, ekki núna heldur hefur hann náð þeim titli að vera óvinsælasti og ótraustverðugasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda, og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðist blindaðir af ótta, meðvirkni og normalíseringu á þessu tiltekna ofbeldi. Við berum öll ábyrgð á meðvirkni okkar. Okkur ber að setja mörk og leyfa ofbeldinu ekki að leika lausum hala. En til þess að vinna okkur úr ofbeldismenningunni þurfum við að geta treyst hvort öðru. Traust er undirstaða alls og eina leiðin til þess að leiða þjóðina saman er að byggja traust. Án trausts höfum við ekkert samtal og með engu samtali verður meiri sorg, reiði og ofbeldi. Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk. Á mótmælum við Bessastaði í gær var fjölbreyttur hópur af fólki. Ég ásamt flest öðrum komum þarna á eigin vegum til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í Íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir. Mótmælin voru að öllu leyti friðsamleg. Hins vegar vorum við nokkur sem settumst niður í mótmælaskyni þar sem okkur var og er ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fær trekk í trekk að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Það sem þjóðin þarf núna er traust til ríkisstjórnarinnar. Það traust verður ekki unnið til baka á meðan Bjarni Benediktsson situr í ráðherrastól. Í lokin vil ég vísa í grein eftir Gunnar Smára Egilsson þar sem hann rekur feril Bjarna Benediktssonar í grófum dráttum. Greinin birtist á Vísi 28. apríl 2022. Mér ber að nefna að fyrir utan alla vafasama og siðlausu hegðun Bjarna í gegnum árin þá er það að mínu mati það allra versta sem hann hefur gert þjóðinni er að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA og hefur ennþá ekki stutt málsókn Suður Afríku fyrir alþjóðadómstólnum gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Síðast enn ekki síst hefur Bjarni Benediktsson ekki unnið að því að koma öllu því fólki á Gaza sem var búið að fá samþykkta vernd við fjölskyldusameiningu heim til Íslands. Ég vil persónulega þakka öllu því fólki sem lætur til sín taka í málefnum jaðarsettra í samfélaginu. Þetta er fólkið sem lögreglan ætti að vernda í stað þess að slá skjaldborg um auðvaldið. En það er efni í annan pistil. Kær og ómeðvirk kveðja,Magga Eddudóttir Höfundur er listakona.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun