Óvæntur dómur sem sé lyftistöng fyrir umhverfissinna Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2024 13:12 Davíð Þór er fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, varaforseti Landsréttar og prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu telur að nýr dómur réttarins í loftslagsmáli marki tímamót og gæti haft áhrif á stefnu stjórnvalda hérlendis. Mannréttindadómstóllinn dæmdi í gær í máli samtakanna Verein KlimaSeniorinnen Scweiz, Loftslagsfrúnna Scweiz, sem samanstendur af um tvö þúsund svissneskum konum, flestum á sjötugsaldri. Konurnar sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum þeirra með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs þeirra og kyns. Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn, segir dóminn marka tímamót. „Ég held að það megi segja það að þetta sé mjög merkur dómur og ég á von á því að þessi niðurstaða hafi komið mörgum á óvart. Það sem vegur þar þyngst er þetta með aðild umhverfisverndarsamtaka að málum, bæði fyrir Mannréttindadómstólnum sjálfum og þessa kröfu, sem birtist í þessum dómi, um að slík samtök geti átt aðild að dómsmálum í aðildarríkjum.“ Lagabreytinga gæti verið þörf Davíð Þór telur að niðurstaða dómsins hvað varðar aðild samtaka að dómstólum gefi tilefni til þess að skoða réttarfarsreglur hér á landi. „Ég reikna með því að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar, ekki bara í Sviss heldur í öllum aðildarríkjum. Að vísu eru reglur um þetta svolítið mismunandi, sérstaklega fyrir heimadómstólum, en ég tel að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar.“ Hér á landi hefur verið fallist á það að náttúruverndarsamtök geti átt aðild að málum fyrir úrskurðarnefndum en litið hefur verið svo á að lög um meðferð einkamála girði fyrir slíka aðild að dómstólum. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins bendir til þess að það sé brot á Mannréttindasamningi Evrópu. Ekki bara formhliðin sem skiptir máli Þá segir hann að efnisleg niðurstaða dómsins, að Sviss hafi brotið jákvæðar skyldur sínar samkvæmt mannréttindasamningnum með því að aðhafast ekki í loftslagsmálum, gefi íslenskum stjórnvöldum tilefni til umhugsunar. „Þetta eru mjög stór tíðindi og kallar á að ríkið skoði þetta mjög gaumgæfilega. Hvort og að hvaða marki þetta skiptir máli í þeirra aðgerðapakka, til þess að koma í veg fyrir þessar loftslagsbreytingar.“ Stjórnvöld í Sviss séu skuldbundin af Parísarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum á sviði loftslagsmála og með því að vanefna þær skyldur sínar hafi ríkið ekki sinnt jákvæðum skyldum sínum samkvæmt Mannréttindasamningnum. „Ég ætla ekki að fullyrða að íslenska ríkið hafi ekki staðið sig en einhver kynni að halda því fram að íslenska ríkið hafi ekki framfylgt sínum eigin reglum um þetta, sé ekki að ná markmiðum sem það hefur sett sér og fest í lög og svo framvegis. Fyrir marga sem eru hefðbundnari í sínum lagaskilningi og hlutverki sáttmálans er þetta svolítið langsótt og kemur á óvart. En þetta er samt alveg skýrt í þessum dómi. Hvaða afleiðingar þetta hefur til langs tíma, þær gætu orðið talsverðar og alveg klárlega mikil lyftistöng fyrir baráttusamtök um umhverfismál.“ Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn dæmdi í gær í máli samtakanna Verein KlimaSeniorinnen Scweiz, Loftslagsfrúnna Scweiz, sem samanstendur af um tvö þúsund svissneskum konum, flestum á sjötugsaldri. Konurnar sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum þeirra með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs þeirra og kyns. Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn, segir dóminn marka tímamót. „Ég held að það megi segja það að þetta sé mjög merkur dómur og ég á von á því að þessi niðurstaða hafi komið mörgum á óvart. Það sem vegur þar þyngst er þetta með aðild umhverfisverndarsamtaka að málum, bæði fyrir Mannréttindadómstólnum sjálfum og þessa kröfu, sem birtist í þessum dómi, um að slík samtök geti átt aðild að dómsmálum í aðildarríkjum.“ Lagabreytinga gæti verið þörf Davíð Þór telur að niðurstaða dómsins hvað varðar aðild samtaka að dómstólum gefi tilefni til þess að skoða réttarfarsreglur hér á landi. „Ég reikna með því að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar, ekki bara í Sviss heldur í öllum aðildarríkjum. Að vísu eru reglur um þetta svolítið mismunandi, sérstaklega fyrir heimadómstólum, en ég tel að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar.“ Hér á landi hefur verið fallist á það að náttúruverndarsamtök geti átt aðild að málum fyrir úrskurðarnefndum en litið hefur verið svo á að lög um meðferð einkamála girði fyrir slíka aðild að dómstólum. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins bendir til þess að það sé brot á Mannréttindasamningi Evrópu. Ekki bara formhliðin sem skiptir máli Þá segir hann að efnisleg niðurstaða dómsins, að Sviss hafi brotið jákvæðar skyldur sínar samkvæmt mannréttindasamningnum með því að aðhafast ekki í loftslagsmálum, gefi íslenskum stjórnvöldum tilefni til umhugsunar. „Þetta eru mjög stór tíðindi og kallar á að ríkið skoði þetta mjög gaumgæfilega. Hvort og að hvaða marki þetta skiptir máli í þeirra aðgerðapakka, til þess að koma í veg fyrir þessar loftslagsbreytingar.“ Stjórnvöld í Sviss séu skuldbundin af Parísarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum á sviði loftslagsmála og með því að vanefna þær skyldur sínar hafi ríkið ekki sinnt jákvæðum skyldum sínum samkvæmt Mannréttindasamningnum. „Ég ætla ekki að fullyrða að íslenska ríkið hafi ekki staðið sig en einhver kynni að halda því fram að íslenska ríkið hafi ekki framfylgt sínum eigin reglum um þetta, sé ekki að ná markmiðum sem það hefur sett sér og fest í lög og svo framvegis. Fyrir marga sem eru hefðbundnari í sínum lagaskilningi og hlutverki sáttmálans er þetta svolítið langsótt og kemur á óvart. En þetta er samt alveg skýrt í þessum dómi. Hvaða afleiðingar þetta hefur til langs tíma, þær gætu orðið talsverðar og alveg klárlega mikil lyftistöng fyrir baráttusamtök um umhverfismál.“
Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira