Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 10:10 Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, ávarpar trúbræður sína við bænastund í Teheran í dag. AP/skrifstofa æðsta leiðtoga Írans Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. Tólf manns féllu í loftárásinni í Damaskus í byrjun mánaðar: sjö liðsmenn íranska byltingarvarðarins, þar á meðal einn herforingi, fjórir Sýrlendingar og einn liðsmaður líbönsku skæruliðasamtakanna Hezbollah. Ísraelsk yfirvöld hafa ekki tekið ábyrgð á árásinni en hafa búið sig undir hörð viðbrögð frá írönskum stjórnvöldum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, hét enn hefndum á bænasamkomu við lok föstumánaðarins ramadan í dag. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis og styðja herskáa hópa sem berjast gegn því eins og Hamas og Hezbollah. „Þegar þeir ráðast á ræðissvæði okkar var það eins og þeir réðust á landssvæði okkar. Það verður að refsa illa ríkinu og því verður refsað,“ sagði Khamenei sem lýsti því ekki frekar hvernig Ísrael yrði refsað fyrir árásina. Þá gagnrýndi æðsti leiðtoginn vesturlönd, fyrst og fremst Bandaríkin og Bretland, fyrir stuðning þeirra við Ísrael í átökum þess við Hamas-samtökin á Gasa. Vesturlönd hafi brugðist skyldu sinni að hafa hemil á Ísraelsmönnum. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, brást við orðum Khamenei í dag með því að hóta hernaðaraðgerðum. „Ef Íran gerir árás frá landsvæði sínu, svarar Ísrael og ræðst á Íran,“ skrifaði Katz á samfélagsmiðlinum X (Twitter) á bæði farsí og hebresku. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum ísraelska utanríkisráðherrans. Íran Ísrael Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Tólf manns féllu í loftárásinni í Damaskus í byrjun mánaðar: sjö liðsmenn íranska byltingarvarðarins, þar á meðal einn herforingi, fjórir Sýrlendingar og einn liðsmaður líbönsku skæruliðasamtakanna Hezbollah. Ísraelsk yfirvöld hafa ekki tekið ábyrgð á árásinni en hafa búið sig undir hörð viðbrögð frá írönskum stjórnvöldum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, hét enn hefndum á bænasamkomu við lok föstumánaðarins ramadan í dag. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis og styðja herskáa hópa sem berjast gegn því eins og Hamas og Hezbollah. „Þegar þeir ráðast á ræðissvæði okkar var það eins og þeir réðust á landssvæði okkar. Það verður að refsa illa ríkinu og því verður refsað,“ sagði Khamenei sem lýsti því ekki frekar hvernig Ísrael yrði refsað fyrir árásina. Þá gagnrýndi æðsti leiðtoginn vesturlönd, fyrst og fremst Bandaríkin og Bretland, fyrir stuðning þeirra við Ísrael í átökum þess við Hamas-samtökin á Gasa. Vesturlönd hafi brugðist skyldu sinni að hafa hemil á Ísraelsmönnum. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, brást við orðum Khamenei í dag með því að hóta hernaðaraðgerðum. „Ef Íran gerir árás frá landsvæði sínu, svarar Ísrael og ræðst á Íran,“ skrifaði Katz á samfélagsmiðlinum X (Twitter) á bæði farsí og hebresku. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum ísraelska utanríkisráðherrans.
Íran Ísrael Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01