Hámark tryggir sjálfbærni Gylfi Ólafsson skrifar 10. apríl 2024 09:01 Í síðustu viku samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnu og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa. Ég leyfi mér að segja að þetta sé heildstæðasta stefnan af þessu tagi sem samþykkt er á landinu, og fyrsta skipti sem sveitarfélag setur skriflegt og skýrt hámark á fjölda gesta á hverjum degi. Er það gert til að tryggja gæði upplifunar gesta skipanna og annarra ferðamanna, og stuðla að því að íbúar og gestir geti lifað í sátt og samlyndi áfram. Með þessu náum við stjórn á málaflokknum og getum vonandi dreift betur skipakomunum. Miklar tekjur, fjölbreytt aðgerðaáætlun Skemmtiferðaskipum sem koma til hafna Ísafjarðarbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár. Skyldi engan undra; Ísafjarðarbær er frábær viðkomustaður sem býður upp á skemmtilega blöndu af náttúru- og menningarupplifun. Þessari móttöku hafa fylgt miklar tekjur fyrir ferðaþjóna, verslanir og þjónustu. Mörg fyrirtæki sem starfa á ársgrundvelli og þjóna heimamönnum hefðu ekki rekstrargrundvöll án skemmtiferðaskipanna. Ísafjarðarhöfn er þriðja stærsta höfnin, ekki langt frá Reykjavík og Akureyri í fjölda farþega á ári. Tveir þriðju tekna hafnarinnar koma af móttöku skemmtiferðaskipa. Mörg atriði snúa að bættum gæðum í móttöku gestanna og skipanna. Unnið er að dýpkun sundanna og frágangi á nýjum viðlegukanti. Skipulagi er verið að breyta og undirbúningur hafinn að byggingu farþegahúss þar. Þá þarf að tryggja aðgengi, göngustíga, upplýsingagjöf, aðgengi að salernum og ýmsa aðra þjónustu. Hvað varðar umhverfismálin, þá bíðum við leyfis Alþingis til að geta látið hafnargjöld endurspegla umhverfiseinkunn skipanna, en okkur er það því miður óheimilt í dag. Við viljum einnig efla loftgæðamælingar og auka sýnileika þeirra niðurstaðna. Rannsóknir hingað til sýna að skipin hafa lítil áhrif á loftgæði í Skutulsfirði, jafnvel þó skipin séu stór og fjörðurinn þröngur. Þá viljum við stuðla að rafvæðingu hafnanna. Einnig er settur á fót nýr sjóður, sem raunar hefur í einfaldaðri mynd tekið til starfa, sem ætlað er að styrkja ýmis menningar-, umhverfis- og samfélagsverkefni. Þannig njóta íbúar ávinnings af móttöku skipanna með skýrum hætti. Hámark tryggir langtímahagsmuni Það sem er þó kannski fréttnæmast er hámark sem sett er á gestafjölda, en árin 2025 og 26 er sett hámark upp á um fimm þúsund farþega á dag. Með þessu er ljóst að sveitarfélagið getur orðið af einhverjum tekjum til skemmri tíma, en með því að setja mörk teljum við að hægt sé að auka langtímatekjur með bættri upplifun gesta og heimamanna. Uppbygging í tengslum við móttöku skipanna mun svo gefa tilefni til að endurskoða þessar tölur. Fyrsta skemmtiferðaskip þessa árs kemur á laugardaginn þó hér snjói enn. Gleðilegt skemmtiskipasumar! Höfundur er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar fyrir Í-listann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Gylfi Ólafsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnu og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa. Ég leyfi mér að segja að þetta sé heildstæðasta stefnan af þessu tagi sem samþykkt er á landinu, og fyrsta skipti sem sveitarfélag setur skriflegt og skýrt hámark á fjölda gesta á hverjum degi. Er það gert til að tryggja gæði upplifunar gesta skipanna og annarra ferðamanna, og stuðla að því að íbúar og gestir geti lifað í sátt og samlyndi áfram. Með þessu náum við stjórn á málaflokknum og getum vonandi dreift betur skipakomunum. Miklar tekjur, fjölbreytt aðgerðaáætlun Skemmtiferðaskipum sem koma til hafna Ísafjarðarbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár. Skyldi engan undra; Ísafjarðarbær er frábær viðkomustaður sem býður upp á skemmtilega blöndu af náttúru- og menningarupplifun. Þessari móttöku hafa fylgt miklar tekjur fyrir ferðaþjóna, verslanir og þjónustu. Mörg fyrirtæki sem starfa á ársgrundvelli og þjóna heimamönnum hefðu ekki rekstrargrundvöll án skemmtiferðaskipanna. Ísafjarðarhöfn er þriðja stærsta höfnin, ekki langt frá Reykjavík og Akureyri í fjölda farþega á ári. Tveir þriðju tekna hafnarinnar koma af móttöku skemmtiferðaskipa. Mörg atriði snúa að bættum gæðum í móttöku gestanna og skipanna. Unnið er að dýpkun sundanna og frágangi á nýjum viðlegukanti. Skipulagi er verið að breyta og undirbúningur hafinn að byggingu farþegahúss þar. Þá þarf að tryggja aðgengi, göngustíga, upplýsingagjöf, aðgengi að salernum og ýmsa aðra þjónustu. Hvað varðar umhverfismálin, þá bíðum við leyfis Alþingis til að geta látið hafnargjöld endurspegla umhverfiseinkunn skipanna, en okkur er það því miður óheimilt í dag. Við viljum einnig efla loftgæðamælingar og auka sýnileika þeirra niðurstaðna. Rannsóknir hingað til sýna að skipin hafa lítil áhrif á loftgæði í Skutulsfirði, jafnvel þó skipin séu stór og fjörðurinn þröngur. Þá viljum við stuðla að rafvæðingu hafnanna. Einnig er settur á fót nýr sjóður, sem raunar hefur í einfaldaðri mynd tekið til starfa, sem ætlað er að styrkja ýmis menningar-, umhverfis- og samfélagsverkefni. Þannig njóta íbúar ávinnings af móttöku skipanna með skýrum hætti. Hámark tryggir langtímahagsmuni Það sem er þó kannski fréttnæmast er hámark sem sett er á gestafjölda, en árin 2025 og 26 er sett hámark upp á um fimm þúsund farþega á dag. Með þessu er ljóst að sveitarfélagið getur orðið af einhverjum tekjum til skemmri tíma, en með því að setja mörk teljum við að hægt sé að auka langtímatekjur með bættri upplifun gesta og heimamanna. Uppbygging í tengslum við móttöku skipanna mun svo gefa tilefni til að endurskoða þessar tölur. Fyrsta skemmtiferðaskip þessa árs kemur á laugardaginn þó hér snjói enn. Gleðilegt skemmtiskipasumar! Höfundur er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar fyrir Í-listann.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar