Friðrik Þór fer fyrir dómnefnd á kvikmyndahátíð í Moskvu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. apríl 2024 23:04 Friðrik Þór Friðriksson er einn ástsælasti leikstjóri Íslands og hefur hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna. Vísir/Vilhelm Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi mun fara fyrir dómnefnd á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Vestræni kvikmyndaiðnaðurinn hefur ákveðið að sniðganga keppnina að mestu leyti vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Hátíðin er árleg og fer fram vikuna 19. til 26 apríl næstkomandi. Hún var fyrst haldin árið 1935. Úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt til sniðgöngu á hátíðinni ásamt öðrum rússneksum menningarviðburðum og alþjóðleg samtök kvikmyndaframleiðanda, FIAPF, slitið öllu samstarfi við hana. „Hann er stofnandi stærsta framleiðslufyrirtækis Íslands, Íslensku kvikmyndasamsteypunnar, sem hefur lengi starfað með Zentropa fyrirtæki Lars von Trier og American Zoetrop fyrirtæki Francis Ford Coppola. Hann hefur einnig hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir kvikmynd sína Börn náttúrunnar,“, segir um Friðrik í tilkynningu frá hátíðinni. Umdeildur formaður styður innrásina Nikita Mikhailov er formaður hátíðarinnar og er einn ástsælasti leikari og leikstjóri Rússa. Hann hefur verið opinskár með stuðning sinn við Vladímír Pútín forseta Rússlands í gegnum árin og lýsti einnig yfir stuðningi við innrásina árið 2022. Hann hefur áður tjáð sig opinberlega um „nasistana“ sem fara með völdin í Úkraínu og hefur sagt úkraínska tungu vera Rússahatur í sjálfri sér. Árið 2007 skrifaði Nikita undir bréf þar sem kallað var eftir því að Pútín sæktist eftir sínu þriðja kjörtímabili sem forseti Rússlands. Sama ár bjó hann til kvikmynd í tilefni af 55 ára afmælis Pútíns sem sýnd var í rússneska ríkisútvarpinu. Dómnefndin sem Friðrik Þór leiðir mun veita verðlaun fyrir bestu kvikmynd hátíðarinnar. Í henni sitja leikarar og leikstjórar frá Rússlandi, Tyrklandi og fleiri löndum. Fréttastofa hafði samband við Friðrik við vinnslu fréttarinnar en hann vildi ekki tjá sig um málið. Kvikmyndagerð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Hátíðin er árleg og fer fram vikuna 19. til 26 apríl næstkomandi. Hún var fyrst haldin árið 1935. Úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt til sniðgöngu á hátíðinni ásamt öðrum rússneksum menningarviðburðum og alþjóðleg samtök kvikmyndaframleiðanda, FIAPF, slitið öllu samstarfi við hana. „Hann er stofnandi stærsta framleiðslufyrirtækis Íslands, Íslensku kvikmyndasamsteypunnar, sem hefur lengi starfað með Zentropa fyrirtæki Lars von Trier og American Zoetrop fyrirtæki Francis Ford Coppola. Hann hefur einnig hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir kvikmynd sína Börn náttúrunnar,“, segir um Friðrik í tilkynningu frá hátíðinni. Umdeildur formaður styður innrásina Nikita Mikhailov er formaður hátíðarinnar og er einn ástsælasti leikari og leikstjóri Rússa. Hann hefur verið opinskár með stuðning sinn við Vladímír Pútín forseta Rússlands í gegnum árin og lýsti einnig yfir stuðningi við innrásina árið 2022. Hann hefur áður tjáð sig opinberlega um „nasistana“ sem fara með völdin í Úkraínu og hefur sagt úkraínska tungu vera Rússahatur í sjálfri sér. Árið 2007 skrifaði Nikita undir bréf þar sem kallað var eftir því að Pútín sæktist eftir sínu þriðja kjörtímabili sem forseti Rússlands. Sama ár bjó hann til kvikmynd í tilefni af 55 ára afmælis Pútíns sem sýnd var í rússneska ríkisútvarpinu. Dómnefndin sem Friðrik Þór leiðir mun veita verðlaun fyrir bestu kvikmynd hátíðarinnar. Í henni sitja leikarar og leikstjórar frá Rússlandi, Tyrklandi og fleiri löndum. Fréttastofa hafði samband við Friðrik við vinnslu fréttarinnar en hann vildi ekki tjá sig um málið.
Kvikmyndagerð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira