Alveg óvíst hvort ríkisstjórnin lifi kjörtímabilið af Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. apríl 2024 22:07 Eiríkur Bergmann fór yfir nýjustu vendingar í ríkisstjórninni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir jafnvel meiri styr munu standa um ríkisstjórnina undir forystu Bjarna Benediktssonar en Katrínar Jakobsdóttur. Stólaskiptin feli ekki í sér mikla efnisbreytingu en mikla ásýndarbreytingu sem hann telur að geti reynst ríkisstjórninni erfið þegar fram í sækir. Eiríkur segir alveg óvíst á þessari stundu hvort ríkisstjórnin lifi af út kjörtímabilið. Samsetning ríkisstjórnarinnar breytist töluvert við það að Bjarni Benediktsson taki við embætti forsætisráðherra og ólga í baklandi Vinstri grænna komi til með að aukast til muna. „Þetta er flokkur sem þarf ráðrúm núna til að velja sér nýja forystu en vægi flokksins í ríkisstjórninni hefur minnkað verulega. Ólgan hefur verið mest í VG og hún mun bara magnast við það að í stól forsætisráðherra sé formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Eiríkur um stöðu Vinstri grænna og bætir við að ekkert ofboðslega mikið þurfi til að þess að ríkisstjórnin nýja lendi í vandræðum. „Bjarni Benediktsson fer fyrir stærsta stjórnmálaflokknum í þessu samstarfi og allar þær hefðir og venjur í íslenskum stjórnmálum segja að sá flokkur eigi að leiða ríkisstjórnina. Þrátt fyrir að fjöldamargar undanþágur séu til á því. Annað er hins vegar það að hann er miklu umdeildari stjórnmálamaður en fráfarandi forsætisráðherra,“ segir Eiríkur. Katrínu hafi oft verið lýst sem lími ríkisstjórnarinnar en það eigi ekki við um Bjarna. Ásýndarbreyting gæti reynst erfið Eiríkur segir óljóst hvort þessar breytingar feli í sér breyttar áherslur hjá ríkisstjórninni. Erfitt sé að segja til um hvort orðræða flokksformannanna sýni raunverulega fram á aukinn samstarfsvilja. „Þau tala um hefðbundin mál sem hafa reynst þeim erfið. Útlendingamál og orkumál og svo framvegis. Mál sem þau hafa ekkert náð saman um. Það er í sjálfu sér ekkert sem við höfum heyrt enn þá sem tryggir að það muni ganga eitthvað betur“ segir Eiríkur. „Ég veit ekki hvort það verður mikil efnisbreyting á þessari ríkisstjórn en það verður klárlega verulega mikil ásýndarbreyting og sú ásýndarbreyting getur reynst þessari stjórn allnokkuð erfið þegar fram í sækir. Ég geri ekki ráð fyrir að erfiðleikarnir geri vart við sig á næstunni. En kannski þegar líður á sumar og haust.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Eiríkur segir alveg óvíst á þessari stundu hvort ríkisstjórnin lifi af út kjörtímabilið. Samsetning ríkisstjórnarinnar breytist töluvert við það að Bjarni Benediktsson taki við embætti forsætisráðherra og ólga í baklandi Vinstri grænna komi til með að aukast til muna. „Þetta er flokkur sem þarf ráðrúm núna til að velja sér nýja forystu en vægi flokksins í ríkisstjórninni hefur minnkað verulega. Ólgan hefur verið mest í VG og hún mun bara magnast við það að í stól forsætisráðherra sé formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Eiríkur um stöðu Vinstri grænna og bætir við að ekkert ofboðslega mikið þurfi til að þess að ríkisstjórnin nýja lendi í vandræðum. „Bjarni Benediktsson fer fyrir stærsta stjórnmálaflokknum í þessu samstarfi og allar þær hefðir og venjur í íslenskum stjórnmálum segja að sá flokkur eigi að leiða ríkisstjórnina. Þrátt fyrir að fjöldamargar undanþágur séu til á því. Annað er hins vegar það að hann er miklu umdeildari stjórnmálamaður en fráfarandi forsætisráðherra,“ segir Eiríkur. Katrínu hafi oft verið lýst sem lími ríkisstjórnarinnar en það eigi ekki við um Bjarna. Ásýndarbreyting gæti reynst erfið Eiríkur segir óljóst hvort þessar breytingar feli í sér breyttar áherslur hjá ríkisstjórninni. Erfitt sé að segja til um hvort orðræða flokksformannanna sýni raunverulega fram á aukinn samstarfsvilja. „Þau tala um hefðbundin mál sem hafa reynst þeim erfið. Útlendingamál og orkumál og svo framvegis. Mál sem þau hafa ekkert náð saman um. Það er í sjálfu sér ekkert sem við höfum heyrt enn þá sem tryggir að það muni ganga eitthvað betur“ segir Eiríkur. „Ég veit ekki hvort það verður mikil efnisbreyting á þessari ríkisstjórn en það verður klárlega verulega mikil ásýndarbreyting og sú ásýndarbreyting getur reynst þessari stjórn allnokkuð erfið þegar fram í sækir. Ég geri ekki ráð fyrir að erfiðleikarnir geri vart við sig á næstunni. En kannski þegar líður á sumar og haust.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32
Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent