Forsætisráðuneytið ekki helsta þrætueplið Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 9. apríl 2024 14:58 Bjarni, Guðmundur Ingi og Sigurður Ingi smíðuðu nýja ríkisstjórn síðustu daga. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segir spurninguna um það hver tæki við forsætisráðuneytinu ekki hafa verið það sem formenn ríkisstjórnarinnar ræddu helst þegar ný ríkisstjórn var mynduð. Bjarni segir að þeir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og nýr fjármálaráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi nýtt síðustu daga til þess að máta sig við stöðuna í samfélaginu og þær áskoranir sem blasa við. „Og tryggja að við séum samstíga um aðgerðir til þess að nýta það sem eftir lifir af þessu kjörtímabili, sem eftir atvikum getur orðið alveg fram í september 2025, til þess að mæta þeim áskorunum og bregðast við í samræmi við þarfir.“ Tilefni til að stilla saman strengi Bjarni segir það að ganga í takt vera það mikilvægasta þegar menn koma saman til þess að mynda ríkisstjórn. Brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr ríkisstjórn og stjórnmálum hafi gefið formönnum ríkisstjórnarflokkanna tilefni til þess að stilla saman strengi, um leið og endurraðað er í embætti, hvað málefnin snertir. Alls konar hrókeringar í Stjórnarráðinu Líkt og greint hefur verið frá verður Bjarni forsætisráðherra, Sigurður Ingi færist yfir í fjármálaráðuneytið og verður fyrsti Framsóknarmaðurinn þar í áratugi, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fer aftur í utanríkisráðuneytið, Svandís Svavarsdóttir fer í innviðaráðuneytið og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur ný inn í matvælaráðuneytið. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9. apríl 2024 14:48 Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonas eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9. apríl 2024 14:49 „Ólíðandi“ að talað sé um orkuskort Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. 9. apríl 2024 14:40 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til tengsla bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Sjá meira
Bjarni segir að þeir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og nýr fjármálaráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi nýtt síðustu daga til þess að máta sig við stöðuna í samfélaginu og þær áskoranir sem blasa við. „Og tryggja að við séum samstíga um aðgerðir til þess að nýta það sem eftir lifir af þessu kjörtímabili, sem eftir atvikum getur orðið alveg fram í september 2025, til þess að mæta þeim áskorunum og bregðast við í samræmi við þarfir.“ Tilefni til að stilla saman strengi Bjarni segir það að ganga í takt vera það mikilvægasta þegar menn koma saman til þess að mynda ríkisstjórn. Brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr ríkisstjórn og stjórnmálum hafi gefið formönnum ríkisstjórnarflokkanna tilefni til þess að stilla saman strengi, um leið og endurraðað er í embætti, hvað málefnin snertir. Alls konar hrókeringar í Stjórnarráðinu Líkt og greint hefur verið frá verður Bjarni forsætisráðherra, Sigurður Ingi færist yfir í fjármálaráðuneytið og verður fyrsti Framsóknarmaðurinn þar í áratugi, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fer aftur í utanríkisráðuneytið, Svandís Svavarsdóttir fer í innviðaráðuneytið og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur ný inn í matvælaráðuneytið.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9. apríl 2024 14:48 Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonas eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9. apríl 2024 14:49 „Ólíðandi“ að talað sé um orkuskort Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. 9. apríl 2024 14:40 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til tengsla bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Sjá meira
Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9. apríl 2024 14:48
Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonas eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9. apríl 2024 14:49
„Ólíðandi“ að talað sé um orkuskort Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. 9. apríl 2024 14:40