Forsætisráðuneytið ekki helsta þrætueplið Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 9. apríl 2024 14:58 Bjarni, Guðmundur Ingi og Sigurður Ingi smíðuðu nýja ríkisstjórn síðustu daga. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segir spurninguna um það hver tæki við forsætisráðuneytinu ekki hafa verið það sem formenn ríkisstjórnarinnar ræddu helst þegar ný ríkisstjórn var mynduð. Bjarni segir að þeir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og nýr fjármálaráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi nýtt síðustu daga til þess að máta sig við stöðuna í samfélaginu og þær áskoranir sem blasa við. „Og tryggja að við séum samstíga um aðgerðir til þess að nýta það sem eftir lifir af þessu kjörtímabili, sem eftir atvikum getur orðið alveg fram í september 2025, til þess að mæta þeim áskorunum og bregðast við í samræmi við þarfir.“ Tilefni til að stilla saman strengi Bjarni segir það að ganga í takt vera það mikilvægasta þegar menn koma saman til þess að mynda ríkisstjórn. Brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr ríkisstjórn og stjórnmálum hafi gefið formönnum ríkisstjórnarflokkanna tilefni til þess að stilla saman strengi, um leið og endurraðað er í embætti, hvað málefnin snertir. Alls konar hrókeringar í Stjórnarráðinu Líkt og greint hefur verið frá verður Bjarni forsætisráðherra, Sigurður Ingi færist yfir í fjármálaráðuneytið og verður fyrsti Framsóknarmaðurinn þar í áratugi, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fer aftur í utanríkisráðuneytið, Svandís Svavarsdóttir fer í innviðaráðuneytið og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur ný inn í matvælaráðuneytið. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9. apríl 2024 14:48 Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonas eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9. apríl 2024 14:49 „Ólíðandi“ að talað sé um orkuskort Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. 9. apríl 2024 14:40 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Bjarni segir að þeir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og nýr fjármálaráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi nýtt síðustu daga til þess að máta sig við stöðuna í samfélaginu og þær áskoranir sem blasa við. „Og tryggja að við séum samstíga um aðgerðir til þess að nýta það sem eftir lifir af þessu kjörtímabili, sem eftir atvikum getur orðið alveg fram í september 2025, til þess að mæta þeim áskorunum og bregðast við í samræmi við þarfir.“ Tilefni til að stilla saman strengi Bjarni segir það að ganga í takt vera það mikilvægasta þegar menn koma saman til þess að mynda ríkisstjórn. Brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr ríkisstjórn og stjórnmálum hafi gefið formönnum ríkisstjórnarflokkanna tilefni til þess að stilla saman strengi, um leið og endurraðað er í embætti, hvað málefnin snertir. Alls konar hrókeringar í Stjórnarráðinu Líkt og greint hefur verið frá verður Bjarni forsætisráðherra, Sigurður Ingi færist yfir í fjármálaráðuneytið og verður fyrsti Framsóknarmaðurinn þar í áratugi, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fer aftur í utanríkisráðuneytið, Svandís Svavarsdóttir fer í innviðaráðuneytið og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur ný inn í matvælaráðuneytið.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9. apríl 2024 14:48 Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonas eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9. apríl 2024 14:49 „Ólíðandi“ að talað sé um orkuskort Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. 9. apríl 2024 14:40 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9. apríl 2024 14:48
Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonas eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9. apríl 2024 14:49
„Ólíðandi“ að talað sé um orkuskort Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. 9. apríl 2024 14:40