Drápu lögreglumann sem reyndi að stöðva aftöku utan dóms og laga Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 12:35 Mexíkóskir lögreglumenn við skyldustörf. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar. Vísir/EPA Æstur múgur barði lögreglumann til dauða sem reyndi að koma í veg fyrir að fólkið dræpi ræningja sem bönuðu leigubílstjóra í Mexíkó. Annar lögreglumaður er alvarlega særður. Fjórir menn drápu eldri leigubílstjóra þegar þeir reyndu að ræna bíl hans í borginni Zacatelco í Tlaxcala-ríki. Nágrannar sem urðu vitni að ráninu eltu ræningjana höfðu hendur í hári tveggja þeirra og börðu þá á torgi. Þegar ríkislögreglumenn reyndu að skakka leikinn snerist múgurinn gegn þeim og misþyrmdi tveimur þeirra. Félagar þeirra náðu að bjarga öðrum lögreglumanninum sem særðist alvarlega. Múgurinn hélt hinum lengur og barði til óbóta. Hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarbúar í Zacatelco eru sagðir hafa lýst óánægju um að glæpamenn fái að vaða uppi án afleiðinga. Það er raunar útbreitt viðhorf í Mexíkó. Sums staðar hefur almenningur reynt að taka lögin í eigin hendur og taka meinta glæpamenn af lífi utan dóms og laga. Hvergi hefur kveðið eins rammt að því og í Tlaxcala-ríki þar sem 23 tilraunir til þess að drepa illvirkja voru gerðar frá janúar til september í fyrra. Þrír menn létust. Kona sem var grunuð um að bana átta ára gamalli stúlki var barin til dauða í Guerrero-ríki i síðasta mánuði. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Fjórir menn drápu eldri leigubílstjóra þegar þeir reyndu að ræna bíl hans í borginni Zacatelco í Tlaxcala-ríki. Nágrannar sem urðu vitni að ráninu eltu ræningjana höfðu hendur í hári tveggja þeirra og börðu þá á torgi. Þegar ríkislögreglumenn reyndu að skakka leikinn snerist múgurinn gegn þeim og misþyrmdi tveimur þeirra. Félagar þeirra náðu að bjarga öðrum lögreglumanninum sem særðist alvarlega. Múgurinn hélt hinum lengur og barði til óbóta. Hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarbúar í Zacatelco eru sagðir hafa lýst óánægju um að glæpamenn fái að vaða uppi án afleiðinga. Það er raunar útbreitt viðhorf í Mexíkó. Sums staðar hefur almenningur reynt að taka lögin í eigin hendur og taka meinta glæpamenn af lífi utan dóms og laga. Hvergi hefur kveðið eins rammt að því og í Tlaxcala-ríki þar sem 23 tilraunir til þess að drepa illvirkja voru gerðar frá janúar til september í fyrra. Þrír menn létust. Kona sem var grunuð um að bana átta ára gamalli stúlki var barin til dauða í Guerrero-ríki i síðasta mánuði.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira