Drápu lögreglumann sem reyndi að stöðva aftöku utan dóms og laga Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 12:35 Mexíkóskir lögreglumenn við skyldustörf. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar. Vísir/EPA Æstur múgur barði lögreglumann til dauða sem reyndi að koma í veg fyrir að fólkið dræpi ræningja sem bönuðu leigubílstjóra í Mexíkó. Annar lögreglumaður er alvarlega særður. Fjórir menn drápu eldri leigubílstjóra þegar þeir reyndu að ræna bíl hans í borginni Zacatelco í Tlaxcala-ríki. Nágrannar sem urðu vitni að ráninu eltu ræningjana höfðu hendur í hári tveggja þeirra og börðu þá á torgi. Þegar ríkislögreglumenn reyndu að skakka leikinn snerist múgurinn gegn þeim og misþyrmdi tveimur þeirra. Félagar þeirra náðu að bjarga öðrum lögreglumanninum sem særðist alvarlega. Múgurinn hélt hinum lengur og barði til óbóta. Hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarbúar í Zacatelco eru sagðir hafa lýst óánægju um að glæpamenn fái að vaða uppi án afleiðinga. Það er raunar útbreitt viðhorf í Mexíkó. Sums staðar hefur almenningur reynt að taka lögin í eigin hendur og taka meinta glæpamenn af lífi utan dóms og laga. Hvergi hefur kveðið eins rammt að því og í Tlaxcala-ríki þar sem 23 tilraunir til þess að drepa illvirkja voru gerðar frá janúar til september í fyrra. Þrír menn létust. Kona sem var grunuð um að bana átta ára gamalli stúlki var barin til dauða í Guerrero-ríki i síðasta mánuði. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Fjórir menn drápu eldri leigubílstjóra þegar þeir reyndu að ræna bíl hans í borginni Zacatelco í Tlaxcala-ríki. Nágrannar sem urðu vitni að ráninu eltu ræningjana höfðu hendur í hári tveggja þeirra og börðu þá á torgi. Þegar ríkislögreglumenn reyndu að skakka leikinn snerist múgurinn gegn þeim og misþyrmdi tveimur þeirra. Félagar þeirra náðu að bjarga öðrum lögreglumanninum sem særðist alvarlega. Múgurinn hélt hinum lengur og barði til óbóta. Hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarbúar í Zacatelco eru sagðir hafa lýst óánægju um að glæpamenn fái að vaða uppi án afleiðinga. Það er raunar útbreitt viðhorf í Mexíkó. Sums staðar hefur almenningur reynt að taka lögin í eigin hendur og taka meinta glæpamenn af lífi utan dóms og laga. Hvergi hefur kveðið eins rammt að því og í Tlaxcala-ríki þar sem 23 tilraunir til þess að drepa illvirkja voru gerðar frá janúar til september í fyrra. Þrír menn létust. Kona sem var grunuð um að bana átta ára gamalli stúlki var barin til dauða í Guerrero-ríki i síðasta mánuði.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira