Árið sem Hildur festi sig í sessi Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 12:00 Saga Hildar er athyglisverð og hefur hún komið inn af krafti á miðjuna hjá íslenska landsliðinu Vísir Saga íslensku landsliðskonunnar í fótbolta, Hildar Antonsdóttur, er ansi sérstök hvað íslenska landsliðið varðar. Á seinni helmingi síns ferils er Hildur, sem leikur með hollenska liðinu Fortuna Sittard, á síðasta árinu búin að festa sig í sessi fastamaður í íslenska landsliðinu. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Hvað aldur og feril varðar er hin 28 ára gamla Hildur ein af reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins um þessar mundir. Hún á leiki fyrir öll yngri landslið Íslands en ekki er ýkja langt síðan að hún vann sér inn fast sæti í liðinu og mun hún í kvöld spila sinn fjórtánda A-landsleik. Hildur hafði aðeins spilað tvo A-landsleiki, báðir komu þeir árið 2020, er Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, ákvað að kalla hana inn í landsliðshópinn fyrir landsliðsverkefni Íslands fyrir akkúrat ári síðan. Klippa: Mjög mikill heiður og ótrúlega gaman „Í fyrsta lagi er það bara mjög mikill heiður og ótrúlega gaman,“ segir Hildur um þá staðreynd að hún sé nú loksins orðin fastamaður í íslenska landsliðinu á tuttugasta og níunda aldursári. „Það er komið ár núna síðan að ég var kölluð inn í landsliðið og ég er bara enn þá að njóta mín í botn. Mér finnst geðveikt að mæta í alla leiki, nýt þess að spila. Ef maður nýtur þess að spila þá fylgir því góð frammistaða.“ Framundan, seinna í dag, er leikur gegn sterku liði Þýskalands á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM 2025 og lýst Hildi vel á þá viðureign. „Mjög vel. Það var gott að ná sigri og þremur stigum í síðasta leik. Við ætlum bara að reyna fylgja því eftir í þessum leik gegn Þýskalandi með svipaðri frammistöðu.“ Hvað þurfið þið að hafa helst í huga og hverju þurfi þið að ná fram í þessum leik til þess að sækja úrslit? „Í fyrsta lagi þurfum við að láta finna fyrir okkur. Mæta af fullum krafti í þennan leik, fara í návígi. Ekki leyfa þeim að komast upp með að spila einhvern fínan fótbolta. Ýta þeim aðeins neðar og halda í boltann þegar að við getum.“ Hvernig meturðu möguleikana. Eru þeir ekki alveg til staðar með það fyrir augum að geta strítt Þjóðverjunum? „Alveg hundrað prósent. Við förum bara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Við höfum verið að skoða klippur af þessu þýska liðið og höfum náttúrulega nýlega spilað tvisvar sinnum við þær. Það var mikill munur á þeim leikjum hjá okkur. Við viljum bara halda áfram að bæta okkar leik á móti þeim.“ Það hefur liðið nokkuð langt frá síðasta tapleik ykkar. Maður myndi ætla að þið mæti bara fullar sjálfstrausts í þetta verkefni. „Já það er staðan og úrslitin úr síðustu leikjum hjálpa bara til með það. Við höldum bara áfram að vinna með þau gildi sem við höfum verið að vinna með og þá ættum við alveg að eiga möguleika á því að sækja góð úrslit á móti Þýskalandi.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Hvað aldur og feril varðar er hin 28 ára gamla Hildur ein af reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins um þessar mundir. Hún á leiki fyrir öll yngri landslið Íslands en ekki er ýkja langt síðan að hún vann sér inn fast sæti í liðinu og mun hún í kvöld spila sinn fjórtánda A-landsleik. Hildur hafði aðeins spilað tvo A-landsleiki, báðir komu þeir árið 2020, er Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, ákvað að kalla hana inn í landsliðshópinn fyrir landsliðsverkefni Íslands fyrir akkúrat ári síðan. Klippa: Mjög mikill heiður og ótrúlega gaman „Í fyrsta lagi er það bara mjög mikill heiður og ótrúlega gaman,“ segir Hildur um þá staðreynd að hún sé nú loksins orðin fastamaður í íslenska landsliðinu á tuttugasta og níunda aldursári. „Það er komið ár núna síðan að ég var kölluð inn í landsliðið og ég er bara enn þá að njóta mín í botn. Mér finnst geðveikt að mæta í alla leiki, nýt þess að spila. Ef maður nýtur þess að spila þá fylgir því góð frammistaða.“ Framundan, seinna í dag, er leikur gegn sterku liði Þýskalands á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM 2025 og lýst Hildi vel á þá viðureign. „Mjög vel. Það var gott að ná sigri og þremur stigum í síðasta leik. Við ætlum bara að reyna fylgja því eftir í þessum leik gegn Þýskalandi með svipaðri frammistöðu.“ Hvað þurfið þið að hafa helst í huga og hverju þurfi þið að ná fram í þessum leik til þess að sækja úrslit? „Í fyrsta lagi þurfum við að láta finna fyrir okkur. Mæta af fullum krafti í þennan leik, fara í návígi. Ekki leyfa þeim að komast upp með að spila einhvern fínan fótbolta. Ýta þeim aðeins neðar og halda í boltann þegar að við getum.“ Hvernig meturðu möguleikana. Eru þeir ekki alveg til staðar með það fyrir augum að geta strítt Þjóðverjunum? „Alveg hundrað prósent. Við förum bara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Við höfum verið að skoða klippur af þessu þýska liðið og höfum náttúrulega nýlega spilað tvisvar sinnum við þær. Það var mikill munur á þeim leikjum hjá okkur. Við viljum bara halda áfram að bæta okkar leik á móti þeim.“ Það hefur liðið nokkuð langt frá síðasta tapleik ykkar. Maður myndi ætla að þið mæti bara fullar sjálfstrausts í þetta verkefni. „Já það er staðan og úrslitin úr síðustu leikjum hjálpa bara til með það. Við höldum bara áfram að vinna með þau gildi sem við höfum verið að vinna með og þá ættum við alveg að eiga möguleika á því að sækja góð úrslit á móti Þýskalandi.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira