Árið sem Hildur festi sig í sessi Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 12:00 Saga Hildar er athyglisverð og hefur hún komið inn af krafti á miðjuna hjá íslenska landsliðinu Vísir Saga íslensku landsliðskonunnar í fótbolta, Hildar Antonsdóttur, er ansi sérstök hvað íslenska landsliðið varðar. Á seinni helmingi síns ferils er Hildur, sem leikur með hollenska liðinu Fortuna Sittard, á síðasta árinu búin að festa sig í sessi fastamaður í íslenska landsliðinu. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Hvað aldur og feril varðar er hin 28 ára gamla Hildur ein af reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins um þessar mundir. Hún á leiki fyrir öll yngri landslið Íslands en ekki er ýkja langt síðan að hún vann sér inn fast sæti í liðinu og mun hún í kvöld spila sinn fjórtánda A-landsleik. Hildur hafði aðeins spilað tvo A-landsleiki, báðir komu þeir árið 2020, er Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, ákvað að kalla hana inn í landsliðshópinn fyrir landsliðsverkefni Íslands fyrir akkúrat ári síðan. Klippa: Mjög mikill heiður og ótrúlega gaman „Í fyrsta lagi er það bara mjög mikill heiður og ótrúlega gaman,“ segir Hildur um þá staðreynd að hún sé nú loksins orðin fastamaður í íslenska landsliðinu á tuttugasta og níunda aldursári. „Það er komið ár núna síðan að ég var kölluð inn í landsliðið og ég er bara enn þá að njóta mín í botn. Mér finnst geðveikt að mæta í alla leiki, nýt þess að spila. Ef maður nýtur þess að spila þá fylgir því góð frammistaða.“ Framundan, seinna í dag, er leikur gegn sterku liði Þýskalands á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM 2025 og lýst Hildi vel á þá viðureign. „Mjög vel. Það var gott að ná sigri og þremur stigum í síðasta leik. Við ætlum bara að reyna fylgja því eftir í þessum leik gegn Þýskalandi með svipaðri frammistöðu.“ Hvað þurfið þið að hafa helst í huga og hverju þurfi þið að ná fram í þessum leik til þess að sækja úrslit? „Í fyrsta lagi þurfum við að láta finna fyrir okkur. Mæta af fullum krafti í þennan leik, fara í návígi. Ekki leyfa þeim að komast upp með að spila einhvern fínan fótbolta. Ýta þeim aðeins neðar og halda í boltann þegar að við getum.“ Hvernig meturðu möguleikana. Eru þeir ekki alveg til staðar með það fyrir augum að geta strítt Þjóðverjunum? „Alveg hundrað prósent. Við förum bara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Við höfum verið að skoða klippur af þessu þýska liðið og höfum náttúrulega nýlega spilað tvisvar sinnum við þær. Það var mikill munur á þeim leikjum hjá okkur. Við viljum bara halda áfram að bæta okkar leik á móti þeim.“ Það hefur liðið nokkuð langt frá síðasta tapleik ykkar. Maður myndi ætla að þið mæti bara fullar sjálfstrausts í þetta verkefni. „Já það er staðan og úrslitin úr síðustu leikjum hjálpa bara til með það. Við höldum bara áfram að vinna með þau gildi sem við höfum verið að vinna með og þá ættum við alveg að eiga möguleika á því að sækja góð úrslit á móti Þýskalandi.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Hvað aldur og feril varðar er hin 28 ára gamla Hildur ein af reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins um þessar mundir. Hún á leiki fyrir öll yngri landslið Íslands en ekki er ýkja langt síðan að hún vann sér inn fast sæti í liðinu og mun hún í kvöld spila sinn fjórtánda A-landsleik. Hildur hafði aðeins spilað tvo A-landsleiki, báðir komu þeir árið 2020, er Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, ákvað að kalla hana inn í landsliðshópinn fyrir landsliðsverkefni Íslands fyrir akkúrat ári síðan. Klippa: Mjög mikill heiður og ótrúlega gaman „Í fyrsta lagi er það bara mjög mikill heiður og ótrúlega gaman,“ segir Hildur um þá staðreynd að hún sé nú loksins orðin fastamaður í íslenska landsliðinu á tuttugasta og níunda aldursári. „Það er komið ár núna síðan að ég var kölluð inn í landsliðið og ég er bara enn þá að njóta mín í botn. Mér finnst geðveikt að mæta í alla leiki, nýt þess að spila. Ef maður nýtur þess að spila þá fylgir því góð frammistaða.“ Framundan, seinna í dag, er leikur gegn sterku liði Þýskalands á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM 2025 og lýst Hildi vel á þá viðureign. „Mjög vel. Það var gott að ná sigri og þremur stigum í síðasta leik. Við ætlum bara að reyna fylgja því eftir í þessum leik gegn Þýskalandi með svipaðri frammistöðu.“ Hvað þurfið þið að hafa helst í huga og hverju þurfi þið að ná fram í þessum leik til þess að sækja úrslit? „Í fyrsta lagi þurfum við að láta finna fyrir okkur. Mæta af fullum krafti í þennan leik, fara í návígi. Ekki leyfa þeim að komast upp með að spila einhvern fínan fótbolta. Ýta þeim aðeins neðar og halda í boltann þegar að við getum.“ Hvernig meturðu möguleikana. Eru þeir ekki alveg til staðar með það fyrir augum að geta strítt Þjóðverjunum? „Alveg hundrað prósent. Við förum bara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Við höfum verið að skoða klippur af þessu þýska liðið og höfum náttúrulega nýlega spilað tvisvar sinnum við þær. Það var mikill munur á þeim leikjum hjá okkur. Við viljum bara halda áfram að bæta okkar leik á móti þeim.“ Það hefur liðið nokkuð langt frá síðasta tapleik ykkar. Maður myndi ætla að þið mæti bara fullar sjálfstrausts í þetta verkefni. „Já það er staðan og úrslitin úr síðustu leikjum hjálpa bara til með það. Við höldum bara áfram að vinna með þau gildi sem við höfum verið að vinna með og þá ættum við alveg að eiga möguleika á því að sækja góð úrslit á móti Þýskalandi.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira