Árið sem Hildur festi sig í sessi Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 12:00 Saga Hildar er athyglisverð og hefur hún komið inn af krafti á miðjuna hjá íslenska landsliðinu Vísir Saga íslensku landsliðskonunnar í fótbolta, Hildar Antonsdóttur, er ansi sérstök hvað íslenska landsliðið varðar. Á seinni helmingi síns ferils er Hildur, sem leikur með hollenska liðinu Fortuna Sittard, á síðasta árinu búin að festa sig í sessi fastamaður í íslenska landsliðinu. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Hvað aldur og feril varðar er hin 28 ára gamla Hildur ein af reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins um þessar mundir. Hún á leiki fyrir öll yngri landslið Íslands en ekki er ýkja langt síðan að hún vann sér inn fast sæti í liðinu og mun hún í kvöld spila sinn fjórtánda A-landsleik. Hildur hafði aðeins spilað tvo A-landsleiki, báðir komu þeir árið 2020, er Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, ákvað að kalla hana inn í landsliðshópinn fyrir landsliðsverkefni Íslands fyrir akkúrat ári síðan. Klippa: Mjög mikill heiður og ótrúlega gaman „Í fyrsta lagi er það bara mjög mikill heiður og ótrúlega gaman,“ segir Hildur um þá staðreynd að hún sé nú loksins orðin fastamaður í íslenska landsliðinu á tuttugasta og níunda aldursári. „Það er komið ár núna síðan að ég var kölluð inn í landsliðið og ég er bara enn þá að njóta mín í botn. Mér finnst geðveikt að mæta í alla leiki, nýt þess að spila. Ef maður nýtur þess að spila þá fylgir því góð frammistaða.“ Framundan, seinna í dag, er leikur gegn sterku liði Þýskalands á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM 2025 og lýst Hildi vel á þá viðureign. „Mjög vel. Það var gott að ná sigri og þremur stigum í síðasta leik. Við ætlum bara að reyna fylgja því eftir í þessum leik gegn Þýskalandi með svipaðri frammistöðu.“ Hvað þurfið þið að hafa helst í huga og hverju þurfi þið að ná fram í þessum leik til þess að sækja úrslit? „Í fyrsta lagi þurfum við að láta finna fyrir okkur. Mæta af fullum krafti í þennan leik, fara í návígi. Ekki leyfa þeim að komast upp með að spila einhvern fínan fótbolta. Ýta þeim aðeins neðar og halda í boltann þegar að við getum.“ Hvernig meturðu möguleikana. Eru þeir ekki alveg til staðar með það fyrir augum að geta strítt Þjóðverjunum? „Alveg hundrað prósent. Við förum bara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Við höfum verið að skoða klippur af þessu þýska liðið og höfum náttúrulega nýlega spilað tvisvar sinnum við þær. Það var mikill munur á þeim leikjum hjá okkur. Við viljum bara halda áfram að bæta okkar leik á móti þeim.“ Það hefur liðið nokkuð langt frá síðasta tapleik ykkar. Maður myndi ætla að þið mæti bara fullar sjálfstrausts í þetta verkefni. „Já það er staðan og úrslitin úr síðustu leikjum hjálpa bara til með það. Við höldum bara áfram að vinna með þau gildi sem við höfum verið að vinna með og þá ættum við alveg að eiga möguleika á því að sækja góð úrslit á móti Þýskalandi.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Hvað aldur og feril varðar er hin 28 ára gamla Hildur ein af reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins um þessar mundir. Hún á leiki fyrir öll yngri landslið Íslands en ekki er ýkja langt síðan að hún vann sér inn fast sæti í liðinu og mun hún í kvöld spila sinn fjórtánda A-landsleik. Hildur hafði aðeins spilað tvo A-landsleiki, báðir komu þeir árið 2020, er Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, ákvað að kalla hana inn í landsliðshópinn fyrir landsliðsverkefni Íslands fyrir akkúrat ári síðan. Klippa: Mjög mikill heiður og ótrúlega gaman „Í fyrsta lagi er það bara mjög mikill heiður og ótrúlega gaman,“ segir Hildur um þá staðreynd að hún sé nú loksins orðin fastamaður í íslenska landsliðinu á tuttugasta og níunda aldursári. „Það er komið ár núna síðan að ég var kölluð inn í landsliðið og ég er bara enn þá að njóta mín í botn. Mér finnst geðveikt að mæta í alla leiki, nýt þess að spila. Ef maður nýtur þess að spila þá fylgir því góð frammistaða.“ Framundan, seinna í dag, er leikur gegn sterku liði Þýskalands á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM 2025 og lýst Hildi vel á þá viðureign. „Mjög vel. Það var gott að ná sigri og þremur stigum í síðasta leik. Við ætlum bara að reyna fylgja því eftir í þessum leik gegn Þýskalandi með svipaðri frammistöðu.“ Hvað þurfið þið að hafa helst í huga og hverju þurfi þið að ná fram í þessum leik til þess að sækja úrslit? „Í fyrsta lagi þurfum við að láta finna fyrir okkur. Mæta af fullum krafti í þennan leik, fara í návígi. Ekki leyfa þeim að komast upp með að spila einhvern fínan fótbolta. Ýta þeim aðeins neðar og halda í boltann þegar að við getum.“ Hvernig meturðu möguleikana. Eru þeir ekki alveg til staðar með það fyrir augum að geta strítt Þjóðverjunum? „Alveg hundrað prósent. Við förum bara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Við höfum verið að skoða klippur af þessu þýska liðið og höfum náttúrulega nýlega spilað tvisvar sinnum við þær. Það var mikill munur á þeim leikjum hjá okkur. Við viljum bara halda áfram að bæta okkar leik á móti þeim.“ Það hefur liðið nokkuð langt frá síðasta tapleik ykkar. Maður myndi ætla að þið mæti bara fullar sjálfstrausts í þetta verkefni. „Já það er staðan og úrslitin úr síðustu leikjum hjálpa bara til með það. Við höldum bara áfram að vinna með þau gildi sem við höfum verið að vinna með og þá ættum við alveg að eiga möguleika á því að sækja góð úrslit á móti Þýskalandi.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira