Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 09:31 Jóhann Ingi Jónsson dómari með gula spjaldið á lofti í leik Fylkis og KR. Hann lyfti gula spjaldinu ellefu sinnum í leiknum og rauða spjaldið fór tvisvar á loft. Vísir/Anton Brink Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. Stúkan tók fyrir spjaldagleði dómaranna í þætti sínum í gær. „Heimir kom líka inn á það að það mætti ekki anda lengur í leiknum því þá væri verið að rífa upp spjöld,“ sagði Guðmundur Benediktsson og hóf umræðu um gulu spjöldin í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Hann byrjaði síðan á því að sýna spjöldin úr leik Breiðabliks og FH. 67 prósent hækkun „Það voru fjölmörg spjöld í leikjum gærdagsins og á laugardaginn,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi tölfræðina svart á hvítu. Það var 31 gult spjald gefið í fyrstu umferð í fyrra en gulu spjöldin voru 52 í fyrstu umferðinni í gær. Þetta er 67 prósent hækkun. Guðmundur sýndi líka yfirlit yfir áherslur dómaranna fyrir tímabilið. Þar eru tekin sérstaklega fyrir mótmæli gagnvart dómurum, hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann og ef leikmenn sýna óíþróttamannslega hegðun með sem dæmi að tefja leikinn. Það er líka aukið eftirlit með því að þjálfarnir haldi sig innan boðvangsins. Guðmundur tók nokkur dæmi um þegar leikmenn mótmæla dómi með einum sterkum viðbrögðum en fá strax spjald að launum frá dómara leiksins. Hvar endar svona vitleysa? „Hvar endar svona vitleysa,“ spurði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar, hneykslaður á öllum þessum gulu spjöldum. „Hún á líklega að enda með því að leikmenn hætti þessu,“ sagði Guðmundur. „Það gerist aldrei,“ svaraði Ólafur. „Sjáið spjaldið sem Aron [Jóhannsson] fær. Hvers konar bull er þetta eiginlega?,“ sagði Ólafur. „Það er þessi áherslubreyting og hann sýnir of miklar tilfinningar. Getum við sagt það,“ spurði Guðmundur. „Spjaldið á Finn Orra [Margeirsson]. Auðvitað verða þeir brjálaðir yfir því að fá ekki vítaspyrnu. Það er bara eðlilegur hlutur. Setja hendurnar út í loftið eða segja einhvern djöfulinn. FH-ingar missa víti en þeir fá áminningu samt,“ sagði Ólafur. Erum við eina landið? „Erum við eina landið sem er að gera þetta,“ spurði Ólafur. „Ef þetta eru reglur sem á að setja áherslu á. Þessar reglur hafa alltaf verið til en það á greinilega að setja aukaáherslur á þetta. Venjulega erum við alltaf fyrsta landið sem byrjar af því að okkar deild byrjar þannig,“ sagði Guðmundur. „Við erum alltaf tilraunadýr,“ sagði Ólafur. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um gul spjöld í fyrstu umferðinni Besta deild karla Stúkan Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira
Stúkan tók fyrir spjaldagleði dómaranna í þætti sínum í gær. „Heimir kom líka inn á það að það mætti ekki anda lengur í leiknum því þá væri verið að rífa upp spjöld,“ sagði Guðmundur Benediktsson og hóf umræðu um gulu spjöldin í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Hann byrjaði síðan á því að sýna spjöldin úr leik Breiðabliks og FH. 67 prósent hækkun „Það voru fjölmörg spjöld í leikjum gærdagsins og á laugardaginn,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi tölfræðina svart á hvítu. Það var 31 gult spjald gefið í fyrstu umferð í fyrra en gulu spjöldin voru 52 í fyrstu umferðinni í gær. Þetta er 67 prósent hækkun. Guðmundur sýndi líka yfirlit yfir áherslur dómaranna fyrir tímabilið. Þar eru tekin sérstaklega fyrir mótmæli gagnvart dómurum, hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann og ef leikmenn sýna óíþróttamannslega hegðun með sem dæmi að tefja leikinn. Það er líka aukið eftirlit með því að þjálfarnir haldi sig innan boðvangsins. Guðmundur tók nokkur dæmi um þegar leikmenn mótmæla dómi með einum sterkum viðbrögðum en fá strax spjald að launum frá dómara leiksins. Hvar endar svona vitleysa? „Hvar endar svona vitleysa,“ spurði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar, hneykslaður á öllum þessum gulu spjöldum. „Hún á líklega að enda með því að leikmenn hætti þessu,“ sagði Guðmundur. „Það gerist aldrei,“ svaraði Ólafur. „Sjáið spjaldið sem Aron [Jóhannsson] fær. Hvers konar bull er þetta eiginlega?,“ sagði Ólafur. „Það er þessi áherslubreyting og hann sýnir of miklar tilfinningar. Getum við sagt það,“ spurði Guðmundur. „Spjaldið á Finn Orra [Margeirsson]. Auðvitað verða þeir brjálaðir yfir því að fá ekki vítaspyrnu. Það er bara eðlilegur hlutur. Setja hendurnar út í loftið eða segja einhvern djöfulinn. FH-ingar missa víti en þeir fá áminningu samt,“ sagði Ólafur. Erum við eina landið? „Erum við eina landið sem er að gera þetta,“ spurði Ólafur. „Ef þetta eru reglur sem á að setja áherslu á. Þessar reglur hafa alltaf verið til en það á greinilega að setja aukaáherslur á þetta. Venjulega erum við alltaf fyrsta landið sem byrjar af því að okkar deild byrjar þannig,“ sagði Guðmundur. „Við erum alltaf tilraunadýr,“ sagði Ólafur. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um gul spjöld í fyrstu umferðinni
Besta deild karla Stúkan Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira