Vel meðvitaðar um ógnina sem felst í Sveindísi Jane Aron Guðmundsson skrifar 8. apríl 2024 15:30 Sveindís Jane fagnar marki sínu gegn Póllandi í 3-0 sigri Íslands á dögunum vísir / hulda margrét Þýska pressan sem og leikmenn þýska landsliðsins eru vel meðvitaðir um getu Sveindísar Jane Jónsdóttur innan vallar fyrir leik Þýskalands og Íslands í undankeppni EM 2025 í Aachen á morgun. Liðsfélagar Sveindísar Jane hjá Wolfsburg, hrósa henni hástert í aðdraganda leiksins en eru um leið vel meðvitaðir um styrkleika hennar og reyna að gera liðsfélögum sínum ljóst hvað sé í vændum. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands á morgun er viðureign toppliða fjórða riðils í A-deild undankeppninnar. Bæði lið fóru með sigur úr býtum í viðureignum sínum í fyrstu umferð, Ísland vann öruggan 3-0 sigur á Póllandi heima á Kópavogsvelli á meðan að þær þýsku lentu í basil með nágranna sína frá Austurríki en höfðu að lokum 3-2 sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir snemma leiks. Í íslenska landsliðinu er að finna góðan hóp leikmanna sem að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Meðal þeirra leikmanna er Sveindís Jane sem hefur getið sér gott orð með liði Wolfsburg. Þjóðverjarnir hafa ekki bara áhyggjur af maraskorun og sköpunargáfu Sveindísar Jane. Þeir eru einnig vel meðvitaðir um ógnina sem skapast út frá löngu innköstum hennar. „Hún er hreint út sagt frábær leikmaður,“ segir Vivien Endemann, liðsfélagi Sveindísar hjá Wolfsburg og leikmaður þýska landsliðsins. „Hún býr yfir gríðarlega miklum hraða og löngu innköstin hennar eru raunverulegt vopn.“ Kathrin Hendrich, leikmaður Þýskalands sem einnig spilar með Sveindísi hjá Wolfsburg, telur sig svo hafa lausnina við því að stoppa Sveindísi. „Maður verður að trufla hana ítrekað um leið og hún fær boltann. Ef hún kemst á skrið þá verður erfitt að stoppa hana.“ Búist er við um og yfir fimmtán þúsund manns á leik Þýskalands og Íslands á morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen. Þýska liðið mætir til leiks með töluverða pressu á sér efir nauman sigur gegn nágrönnum sínum frá Austurríki í fyrstu umferð undankeppninnar. Þá dregur það ekki úr pressunni fyrir leikmenn liðsins að verðandi þjálfari þess, Christian Wück sem mun taka við þýska landsliðinu, eftir Ólympíuleikana í sumar, af bráðabirgðaþjálfaranum Horst Hrubesch, verður á meðal áhorfenda á Tivoli leikvanginum. Verður það í fyrsta sinn sem hann mætir á leik hjá liðinu eftir að greint frá því að hann yrði næsti landsliðsþjálfari Þýskalands. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands á morgun er viðureign toppliða fjórða riðils í A-deild undankeppninnar. Bæði lið fóru með sigur úr býtum í viðureignum sínum í fyrstu umferð, Ísland vann öruggan 3-0 sigur á Póllandi heima á Kópavogsvelli á meðan að þær þýsku lentu í basil með nágranna sína frá Austurríki en höfðu að lokum 3-2 sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir snemma leiks. Í íslenska landsliðinu er að finna góðan hóp leikmanna sem að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Meðal þeirra leikmanna er Sveindís Jane sem hefur getið sér gott orð með liði Wolfsburg. Þjóðverjarnir hafa ekki bara áhyggjur af maraskorun og sköpunargáfu Sveindísar Jane. Þeir eru einnig vel meðvitaðir um ógnina sem skapast út frá löngu innköstum hennar. „Hún er hreint út sagt frábær leikmaður,“ segir Vivien Endemann, liðsfélagi Sveindísar hjá Wolfsburg og leikmaður þýska landsliðsins. „Hún býr yfir gríðarlega miklum hraða og löngu innköstin hennar eru raunverulegt vopn.“ Kathrin Hendrich, leikmaður Þýskalands sem einnig spilar með Sveindísi hjá Wolfsburg, telur sig svo hafa lausnina við því að stoppa Sveindísi. „Maður verður að trufla hana ítrekað um leið og hún fær boltann. Ef hún kemst á skrið þá verður erfitt að stoppa hana.“ Búist er við um og yfir fimmtán þúsund manns á leik Þýskalands og Íslands á morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen. Þýska liðið mætir til leiks með töluverða pressu á sér efir nauman sigur gegn nágrönnum sínum frá Austurríki í fyrstu umferð undankeppninnar. Þá dregur það ekki úr pressunni fyrir leikmenn liðsins að verðandi þjálfari þess, Christian Wück sem mun taka við þýska landsliðinu, eftir Ólympíuleikana í sumar, af bráðabirgðaþjálfaranum Horst Hrubesch, verður á meðal áhorfenda á Tivoli leikvanginum. Verður það í fyrsta sinn sem hann mætir á leik hjá liðinu eftir að greint frá því að hann yrði næsti landsliðsþjálfari Þýskalands.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira