Sjáðu fyrsta mark Gylfa og þegar KR skoraði beint úr hornspyrnu Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2024 11:32 KR og Fylkir röðuðu inn mörkum í Árbænum í gær en það voru KR-ingar sem fóru heim með stigin þrjú. vísir/Anton Gylfi Þór Sigurðsson var í aðalhlutverki í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni í fótbolta í gær. Fyrsta mark hans í deildinni, markasúpuna í leik Fylkis og KR, og önnur mörk gærdagsins má nú sjá á Vísi. Gylfi átti stóran þátt í báðum mörkum Vals í gær, í 2-0 sigrinum á ÍA. Hann átti fyrirgjöf í fyrra markinu á Orra Sigurð Ómarsson sem gerði vel í að skalla á Patrick Pedersen sem skoraði. Gylfi skoraði svo sjálfur seinna markið, með skoti úr miðjum teignum eftir að hafa verið fljótur að athafna sig. Klippa: Mörkin úr leik Vals og ÍA Í Árbænum voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri KR gegn Fylki, í fyrsta deildarleik KR-inga undir stjórn Gregg Ryder. Theodór Elmar Bjarnason okm KR yfir en Benedikt Daríus Garðarsson jafnaði rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik komst KR aftur yfir eftir glæsimark Luke Rae, og Atli Sigurjónsson skoraði úr skyndisókn strax í kjölfarið. Atli skoraði svo fjórða mark KR beint úr hornspyrnu á 80. mínútu. Fylki tókst samt að minnka muninn með mörkum frá Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og KR Vestramenn urðu að sætta sig við 2-0 tap í frumraun sinni í deildinni, gegn Fram í Úlfarsárdal, þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Fred skoraði fyrra markið með góðu skoti og það seinna er á vef KSÍ skráð á Kennie Chopart, en boltinn fór af Eiði Aroni Sigurbjörnssyni á leiðinni í netið. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Vestra Í snjókomunni á Akureyri voru einnig tvö mörk skoruð en þar gerðu KA og HK 1-1 jafntefli. Rodrigo Gomes kom KA yfir strax á áttundu mínútu en Atli Þór Jónasson nýtti hæð sína vel til að jafna fyrir HK, en KA-menn voru ósáttir við að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á samherja hans fyrir að hefta för markvarðarins Kristijan Jajalo. Klippa: Mörkin úr leik KA og HK Besta deild karla Fram Vestri Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr opnunarleik Bestu deildarinnar Víkingur lagði Stjörnuna í opnunarleik Bestu deildar karla í gærkvöldi. Meistararnir byrja tímabilið því vel enda ætla þeir sér stóra hluti. 7. apríl 2024 13:30 Uppgjörið: Valur - ÍA 2-0 | Gylfi á skotskónum í sigri Vals Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA. Yfirburðir Valsmanna voru miklir og sigurinn hefði getað verið stærri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild og stóðst allar væntingar. 7. apríl 2024 21:05 Uppgjörið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR fór í heimsókn í Árbæ þar sem liðið mætti Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt ótrúlegum leik. 7. apríl 2024 18:31 Uppgjörið: KA - HK 1-1 | Sterkt stig HK-inga fyrir norðan KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Viðar Örn Kjartansson kom inn á í liði KA í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. 7. apríl 2024 15:22 Uppgjörið: Fram - Vestri 2-0 | Öflug byrjun í Úlfarsárdalnum Nýliðar Vestra heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 2-0 sigur Fram, bæði mörk komu í fyrri hálfleiknum sem var feyki fjörugur, það hægðist svo töluvert á hlutunum í þeim seinni. 7. apríl 2024 15:00 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Gylfi átti stóran þátt í báðum mörkum Vals í gær, í 2-0 sigrinum á ÍA. Hann átti fyrirgjöf í fyrra markinu á Orra Sigurð Ómarsson sem gerði vel í að skalla á Patrick Pedersen sem skoraði. Gylfi skoraði svo sjálfur seinna markið, með skoti úr miðjum teignum eftir að hafa verið fljótur að athafna sig. Klippa: Mörkin úr leik Vals og ÍA Í Árbænum voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri KR gegn Fylki, í fyrsta deildarleik KR-inga undir stjórn Gregg Ryder. Theodór Elmar Bjarnason okm KR yfir en Benedikt Daríus Garðarsson jafnaði rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik komst KR aftur yfir eftir glæsimark Luke Rae, og Atli Sigurjónsson skoraði úr skyndisókn strax í kjölfarið. Atli skoraði svo fjórða mark KR beint úr hornspyrnu á 80. mínútu. Fylki tókst samt að minnka muninn með mörkum frá Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og KR Vestramenn urðu að sætta sig við 2-0 tap í frumraun sinni í deildinni, gegn Fram í Úlfarsárdal, þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Fred skoraði fyrra markið með góðu skoti og það seinna er á vef KSÍ skráð á Kennie Chopart, en boltinn fór af Eiði Aroni Sigurbjörnssyni á leiðinni í netið. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Vestra Í snjókomunni á Akureyri voru einnig tvö mörk skoruð en þar gerðu KA og HK 1-1 jafntefli. Rodrigo Gomes kom KA yfir strax á áttundu mínútu en Atli Þór Jónasson nýtti hæð sína vel til að jafna fyrir HK, en KA-menn voru ósáttir við að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á samherja hans fyrir að hefta för markvarðarins Kristijan Jajalo. Klippa: Mörkin úr leik KA og HK
Besta deild karla Fram Vestri Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr opnunarleik Bestu deildarinnar Víkingur lagði Stjörnuna í opnunarleik Bestu deildar karla í gærkvöldi. Meistararnir byrja tímabilið því vel enda ætla þeir sér stóra hluti. 7. apríl 2024 13:30 Uppgjörið: Valur - ÍA 2-0 | Gylfi á skotskónum í sigri Vals Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA. Yfirburðir Valsmanna voru miklir og sigurinn hefði getað verið stærri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild og stóðst allar væntingar. 7. apríl 2024 21:05 Uppgjörið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR fór í heimsókn í Árbæ þar sem liðið mætti Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt ótrúlegum leik. 7. apríl 2024 18:31 Uppgjörið: KA - HK 1-1 | Sterkt stig HK-inga fyrir norðan KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Viðar Örn Kjartansson kom inn á í liði KA í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. 7. apríl 2024 15:22 Uppgjörið: Fram - Vestri 2-0 | Öflug byrjun í Úlfarsárdalnum Nýliðar Vestra heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 2-0 sigur Fram, bæði mörk komu í fyrri hálfleiknum sem var feyki fjörugur, það hægðist svo töluvert á hlutunum í þeim seinni. 7. apríl 2024 15:00 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Sjáðu mörkin úr opnunarleik Bestu deildarinnar Víkingur lagði Stjörnuna í opnunarleik Bestu deildar karla í gærkvöldi. Meistararnir byrja tímabilið því vel enda ætla þeir sér stóra hluti. 7. apríl 2024 13:30
Uppgjörið: Valur - ÍA 2-0 | Gylfi á skotskónum í sigri Vals Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA. Yfirburðir Valsmanna voru miklir og sigurinn hefði getað verið stærri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild og stóðst allar væntingar. 7. apríl 2024 21:05
Uppgjörið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR fór í heimsókn í Árbæ þar sem liðið mætti Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt ótrúlegum leik. 7. apríl 2024 18:31
Uppgjörið: KA - HK 1-1 | Sterkt stig HK-inga fyrir norðan KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Viðar Örn Kjartansson kom inn á í liði KA í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. 7. apríl 2024 15:22
Uppgjörið: Fram - Vestri 2-0 | Öflug byrjun í Úlfarsárdalnum Nýliðar Vestra heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 2-0 sigur Fram, bæði mörk komu í fyrri hálfleiknum sem var feyki fjörugur, það hægðist svo töluvert á hlutunum í þeim seinni. 7. apríl 2024 15:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð