„Við viljum vera inn á öllum Evrópumótum“ Hinrik Wöhler skrifar 7. apríl 2024 19:18 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Anton Brink Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var kampakátur eftir fjögurra marka sigur á Færeyjum á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska liðið leikur á Evrópumótinu í nóvember og það í fyrsta sinn síðan 2012. „Mér líður mjög vel, við erum búnar að stefna að þessu lengi að koma okkur á þetta mót. Við gerðum það með glæsibrag. Við náum öðru sæti í riðlinum sem tryggir okkur inn, hefði meira að segja tryggt okkur inn á 16-liða EM. Þannig ég er mjög stoltur af stelpunum,“ sagði Arnar skömmu leik. Leikurinn fór rólega af stað en það var ekki mikið skorað í byrjun leiks og Færeyingar leiddu framan af fyrri hálfleik. Um miðbik fyrir hálfleiks náði íslenska liðið góðum kafla og Ísland leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Við vorum búin að undirbúa að þær myndu spila sjö á sex og vera með línuna á milli eitt og tvö. Við lentum í vandræðum vinstra megin með árásirnar, þær settu Jönu [Mittún] yfir vinstra megin og við vorum í smá vandræðum en við lokuðum aftur fyrir það. Þetta er skák og þær eru með hörku góða leikmenn. Þær eru með stelpur sem eru að spila í góðum deildum, í dönsku úrvalsdeildinni og eru mjög góðar. Ég er mjög stoltur af þessu.“ Evrópumótið hefst í lok nóvember og er Arnar spenntur að sjá hvaða lið verða mótherjar íslenska liðsins. „Ég hlakka til og hlakka til að sjá í hvaða riðli við lendum og hvaða lið við fáum. Möguleikar og ekki möguleikar, við þurfum að sjá hvernig þetta mun þróast. Við þurfum að leggja inn mikla vinnu og nýta sumarið mjög vel,“ sagði Arnar fullur tilhlökkunar. „Vegferðin gengur út á það að koma okkur inn á þessi stórmót sem við höfum ekki verið á að undanförnum árum. Nú er þetta orðið 24-liða mót en við skulum hafa það á hreinu að við hefðum tryggt okkur inn á 16-liða mótið einnig. Horfum fram í tímann, við viljum vera inn á öllum Evrópumótum og ná úrslitum þar. Það gefur okkur meiri líkur að koma okkur á HM, út á það gengur það,“ sagði Arnar um Evrópumótið en Ísland tekur þátt í fyrsta sinn á lokamóti í tólf ár. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna, við vissum nokkurn vegin fyrirfram að við værum komnar áfram í gegnum annað eða þriðja sætið. Annað sætið gefur okkur vonandi betri riðil á EM og þá náum við okkur vonandi hærra fyrir HM,“ bætti Arnar við. Gestirnir frá Færeyjum þurftu ekki að dvelja lengi við tapið en eftir leikinn kom það í ljós að þær munu einnig taka þátt á lokamóti EM. Fjögur stigahæstu liðin sem enduðu í þriðja sæti í undanriðlunum fá þátttökurétt á lokamótinu í nóvember og eftir leikinn var það ljóst að Færeyingar verða eitt af þeim liðum. „Frábært, ótrúleg þróun í þessu litla samfélagi. Þetta er svo skemmtilegt samfélag og fólk. Ég er bara ótrúlega ánægður að þessi handboltaþjóð sé komið með kvennaliðið á EM, þetta eru frábærir einstaklingar,“ sagði Arnar að lokum um mótherja sína í dag. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. 7. apríl 2024 15:15 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
„Mér líður mjög vel, við erum búnar að stefna að þessu lengi að koma okkur á þetta mót. Við gerðum það með glæsibrag. Við náum öðru sæti í riðlinum sem tryggir okkur inn, hefði meira að segja tryggt okkur inn á 16-liða EM. Þannig ég er mjög stoltur af stelpunum,“ sagði Arnar skömmu leik. Leikurinn fór rólega af stað en það var ekki mikið skorað í byrjun leiks og Færeyingar leiddu framan af fyrri hálfleik. Um miðbik fyrir hálfleiks náði íslenska liðið góðum kafla og Ísland leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Við vorum búin að undirbúa að þær myndu spila sjö á sex og vera með línuna á milli eitt og tvö. Við lentum í vandræðum vinstra megin með árásirnar, þær settu Jönu [Mittún] yfir vinstra megin og við vorum í smá vandræðum en við lokuðum aftur fyrir það. Þetta er skák og þær eru með hörku góða leikmenn. Þær eru með stelpur sem eru að spila í góðum deildum, í dönsku úrvalsdeildinni og eru mjög góðar. Ég er mjög stoltur af þessu.“ Evrópumótið hefst í lok nóvember og er Arnar spenntur að sjá hvaða lið verða mótherjar íslenska liðsins. „Ég hlakka til og hlakka til að sjá í hvaða riðli við lendum og hvaða lið við fáum. Möguleikar og ekki möguleikar, við þurfum að sjá hvernig þetta mun þróast. Við þurfum að leggja inn mikla vinnu og nýta sumarið mjög vel,“ sagði Arnar fullur tilhlökkunar. „Vegferðin gengur út á það að koma okkur inn á þessi stórmót sem við höfum ekki verið á að undanförnum árum. Nú er þetta orðið 24-liða mót en við skulum hafa það á hreinu að við hefðum tryggt okkur inn á 16-liða mótið einnig. Horfum fram í tímann, við viljum vera inn á öllum Evrópumótum og ná úrslitum þar. Það gefur okkur meiri líkur að koma okkur á HM, út á það gengur það,“ sagði Arnar um Evrópumótið en Ísland tekur þátt í fyrsta sinn á lokamóti í tólf ár. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna, við vissum nokkurn vegin fyrirfram að við værum komnar áfram í gegnum annað eða þriðja sætið. Annað sætið gefur okkur vonandi betri riðil á EM og þá náum við okkur vonandi hærra fyrir HM,“ bætti Arnar við. Gestirnir frá Færeyjum þurftu ekki að dvelja lengi við tapið en eftir leikinn kom það í ljós að þær munu einnig taka þátt á lokamóti EM. Fjögur stigahæstu liðin sem enduðu í þriðja sæti í undanriðlunum fá þátttökurétt á lokamótinu í nóvember og eftir leikinn var það ljóst að Færeyingar verða eitt af þeim liðum. „Frábært, ótrúleg þróun í þessu litla samfélagi. Þetta er svo skemmtilegt samfélag og fólk. Ég er bara ótrúlega ánægður að þessi handboltaþjóð sé komið með kvennaliðið á EM, þetta eru frábærir einstaklingar,“ sagði Arnar að lokum um mótherja sína í dag.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. 7. apríl 2024 15:15 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. 7. apríl 2024 15:15