Útköllin bárust bæði um sjö leytið nú í kvöld. Eldur kviknaði í númeralausum sendiferðabíl sem var lagður við bílskúr í Vogahverfi í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins var engin hætta á ferðum og náðu slökkviliðsmenn að ráða niðurlögum eldsins án þess að hann breiddi frekar úr sér.
Mikið viðbragð var vegna elds sem kom upp í bílskúr í Smárahverfi í Kópavogi á sama tíma en búið var að slökkva hann að mestu leyti þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.