„Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2024 20:11 Sveindís jane Jónsdóttir skoraði þriðja mark Íslands. Vísir/Hulda Margrét Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. „Þetta var bara hörkugóður leikur hjá okkur og 3-0 eru alltaf geggjuð úrslit og að halda hreinu er líka mjög mikilvægt fyrir okkur. Þrjú góð mörk og sigur í fyrsta leik er bara frábært,“ sagði Sveindís í viðtali í leikslok. Íslenska liðið braut ísinn á 42. mínútu leiksins og tvöfaldaði forystuna aðeins mínútu síðar. „Þetta eru náttúrulega þessar markamínútur oftast í lok fyrri hálfleiks og það er alltaf gott að skora þá. Hvað þá fyrsta markið og svo annað markið beint eftir. Það gaf okkur mjög góða tilfinningu og við byrjuðum líka seinni hálfleikinn vel og mér fannst við vera betri heilt yfir. Fyrri hálfleikurinn var kannski smá erfiður í byrjun og þær fengu nokkur færi, en Fanney stóð sig frábærlega í markinu og gott fyrir hana að halda hreinu aftur.“ Hún segist þó ekki hafa haft áhyggjur af því að leikurinn gæti orðið erfiðari í seinni hálfleik ef íslenska liðið hefði ekki farið með forskot inn í hléið. „Nei ég mundi ekki segja það. Mér fannst við bara koma ógeðslega sterkar inn í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera með þetta forskot. Við hefðum getað bakkað niður og reynt að halda forystunni, en mér fannst við samt halda áfram og viljað meira þannig ég held að það hefði ekki skipt máli þó það væri 0-0 í hálfleik. Við hefðum bara komið enn þá gíraðari í seinni hálfleikinn.“ Sveindís átti virkilega góðan leik fyrir íslenska liðið í kvöld og skoraði þriðja mark liðsins. Hún hefði þó hæglega getað skorað meira. „Ég er bara að spara mörkin fyrir næsta leik,“ sagði Sveindís og hló, en íslenska liðið mætir Þjóðverjum næstkomandi þriðjudag. „Ég hefði alveg getað skorað fleiri en ég verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik.“ Þá segir hún sigurinn í kvöld vera gott veganesti inn í leikinn gegn Þjóðverjum. „Já, algjörlega. Alttaf gott að vinna og vita að við eigum annan leik inni. Við viljum fá þessa tilfinningu aftur og við ætlum að spila okkar besta leik á móti Þýskalandi og þá er allt mögulegt,“ sagði Sveindís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira
„Þetta var bara hörkugóður leikur hjá okkur og 3-0 eru alltaf geggjuð úrslit og að halda hreinu er líka mjög mikilvægt fyrir okkur. Þrjú góð mörk og sigur í fyrsta leik er bara frábært,“ sagði Sveindís í viðtali í leikslok. Íslenska liðið braut ísinn á 42. mínútu leiksins og tvöfaldaði forystuna aðeins mínútu síðar. „Þetta eru náttúrulega þessar markamínútur oftast í lok fyrri hálfleiks og það er alltaf gott að skora þá. Hvað þá fyrsta markið og svo annað markið beint eftir. Það gaf okkur mjög góða tilfinningu og við byrjuðum líka seinni hálfleikinn vel og mér fannst við vera betri heilt yfir. Fyrri hálfleikurinn var kannski smá erfiður í byrjun og þær fengu nokkur færi, en Fanney stóð sig frábærlega í markinu og gott fyrir hana að halda hreinu aftur.“ Hún segist þó ekki hafa haft áhyggjur af því að leikurinn gæti orðið erfiðari í seinni hálfleik ef íslenska liðið hefði ekki farið með forskot inn í hléið. „Nei ég mundi ekki segja það. Mér fannst við bara koma ógeðslega sterkar inn í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera með þetta forskot. Við hefðum getað bakkað niður og reynt að halda forystunni, en mér fannst við samt halda áfram og viljað meira þannig ég held að það hefði ekki skipt máli þó það væri 0-0 í hálfleik. Við hefðum bara komið enn þá gíraðari í seinni hálfleikinn.“ Sveindís átti virkilega góðan leik fyrir íslenska liðið í kvöld og skoraði þriðja mark liðsins. Hún hefði þó hæglega getað skorað meira. „Ég er bara að spara mörkin fyrir næsta leik,“ sagði Sveindís og hló, en íslenska liðið mætir Þjóðverjum næstkomandi þriðjudag. „Ég hefði alveg getað skorað fleiri en ég verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik.“ Þá segir hún sigurinn í kvöld vera gott veganesti inn í leikinn gegn Þjóðverjum. „Já, algjörlega. Alttaf gott að vinna og vita að við eigum annan leik inni. Við viljum fá þessa tilfinningu aftur og við ætlum að spila okkar besta leik á móti Þýskalandi og þá er allt mögulegt,“ sagði Sveindís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira
„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58
„Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37
Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56
Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39