Sport

Dag­skráin í dag: Risa körfu­bolta­kvöld og Ís­lendingur í eld­línunni

Aron Guðmundsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson í leik með Lille 
Hákon Arnar Haraldsson í leik með Lille  Getty/Catherine Steenkeste

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag líkt og fyrri daginn.

Vodafone Sport

Ef þið eruð að lesa þessa frétt í þann mund sem hún birtist klukkan sex í morgunsárið eru þið heppin og ættuð að skipta beint yfir á Vodafone sport þar sem að æfing tvö fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan fer nú fram. 

Seinna í dag fer síðan fram leikur í næstefstu deild þýska fótboltans þegar að Paderborn og Hertha Berlin leiða saman hesta sína klukkan 16:25. 

Þá munu Frankfurt og Werder Bremen mætast í leik í þýsku úrvalsdeildinni klukkan hálf sjö í kvöld. 

Deginum á Vodafone Sport lýkur svo með leik Red Wings og Rangers í NHL deildinni. 

Stöð 2 Sport

Á Stöð 2 Sport er Subway körfuboltakvöld á dagskrá þar verður lokaumferð deildarkeppninnar sem og deildarkeppnin í heild sinni gerð upp í rúman einn klukkutíma áður en breytt verður um takt og spáð í úrslitakeppnina sem er framundan. Það verður enginn svikinn af Körfuboltakvöldi í kvöld. 

Stöð 2 Sport 2

Hákon Arnar Haraldsson verður í eldlínunni með sínu liði Lille sem tekur á móti Marseille í athyglisverðum leik í frönsku úrvalsdeildinni. Útsending frá leiknum hefst á Stöð 2 Sport 3 klukkan fimm mínútur í sjö. 

Stöð 2 Sport 3

Salernitana og Sassuolo mætast í ítölsku úrvalsdeildinni klukkan korter í sjö. 

Stöð 2 Sport 4

Útsending frá T-Mobile Match Play mótinu í LPGA mótaröðinni í golfi hefst klukkan hálf tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×