Eldskírn að hitta karlakórinn Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2024 09:53 Pétur G. Markan hverfur beint úr starfi biskupsritara í bæjarstjórastöðuna og má segja að hann fari til Hveragerðis með Guð í farteskinu. vísir/vilhelm Pétur G. Markan er að taka við bæjarstjórataumunum í Hveragerði. Það leggst vel í biskupsritarann sem segja má að sé með Guð í farteskinu. Eins og nýlegar fréttir herma var Geir Sveinsson rekinn úr embætti en ekki hafa fengist almennilegar skýringar á því hvað varð til þess að hann var látinn fjúka. Pétur segist ekki hafa neinar skýringar haldbærar á því hvað gerðist, enda ekki hans að segja. Að hann hafi orðið fyrir valinu telur Pétur að hljóti að hafa eitthvað með hans fyrra líf að gera. „Fyrir biskupsritarann var ég að reka sveitarfélag fyrir vestan, Súðavíkurhrepp auk þess sem ég stýrði fjórðungssambandinu fyrir vestan sem svo varð að Vestfjarðarstofu. Það var eitt þeirra verkefna sem ég brann fyrir.“ Pétur segist gera ráð fyrir því að þegar Hvergerðingar hafi verið að leita fyrir sér hafi þeir litið til þess hverjir væru með reynslu og hverjir hafi skilað vel af sér. „Svo lá fyrir að það eru biskupskosningar í apríl og nýr biskup velur sér biskupsritara.“ Oft funheitt undir bæjarstjórum Pétur segist spenntur fyrir verkefninu. Og er stoltur af þeim verkefnum sem eftir hann liggja. Og hann veit ekkert hvers vegna Geir var látinn fara. „Nei, ég þekki það ekki hlítar. Ég er ekki nægjanlega inni í því. Þetta er hins vegar ekki óalgengt í sveitarstjórnarbransanum. Frekar algengt, það er oft heitt undir. Gerðar eru miklar kröfur til bæjarstjóra og þannig á það líka að vera.“ Pétur segir að það hafi einfaldlega verið haft samband við sig af hálfu bæjaryfirvalda á staðnum. „Þegar ljóst var að þau voru að leita að nýjum bæjarstjóra og búið að ganga frá starfslokum við fyrrum bæjarstjóra, kempuna Geir. Ég held að það hafi verið eins eðlilegt og gerist í þessum geira.“ Pétur telur að sennilega hafi það einkum verið tvennt sem vakti fyrir þeim, hver hefur reynslu af starfinu og svo hvort sú reynsla hafi verið farsæl. Myndi ekki hefja nýtt kjörtímabil án þess að búa á staðnum Eiginkona Péturs er sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir sem þjónar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Og það sem meira er, þau hjón eiga von á sínu fjórða barni. Það er því ekki inni í myndinni að þau flytji úr sínu litla húsi við Austurgötu í Hafnarfirði í bráð. Þetta er mikið barnalán? „Já, það er bjart framundan. Það hefur verið gæfa mín að vera farsæll bæði í starfi og einkalífi.“ Ekki kom til tals að fjölskyldan myndi flytja búferlum til Hveragerðis, Pétur segir að samkvæmt sveitarstjórnarlögum hafi ekki verið hægt að ráða sig lengur en í tvö ár. „Það færi allt of mikill tími og orka hjá fjölskyldunni í búferlaflutninga, ég vil frekar taka til óspilltra málanna. En ég myndi aldrei hefja nýtt kjörtímabil án þess að búa á staðnum,“ segir Pétur. Hann segist hafa fullan skilning á því að það skipti íbúa miklu máli að bæjarstjóri sé búsettur á staðnum en það sé ekki inni í myndinni núna, með þessum skamma fyrirvara. Orðið embætti komið af ambátt Pétur var ekki fyrr kominn til starfa en það fréttist af honum á kóræfingu í Hveragerði? „Heyrðu, já. Ég kíkti á æfingu í gær. Það var verið að undirrita samstarfssamning milli bæjarins og Karlakórs Hverasgerðis. Það var mikil eldskírn að hitta kórinn, og þetta er það sem bæjarstjórinn þarf að gera, vera sýnilegur og rækta tengsl við líf og og starf. Mér finnst þetta eitt af grundvallarverkefnum bæjarstjóra. Það er þar sem þú finnur þennan mikilvæga púls sem verður að vera til staðar. Og byggja upp þekkingu sem þú getur grundvallað ákvarðanir á. Þetta verður að fara saman, að vera í ríkum tengslum. Heyra hjartsláttinn.“ Eins og fram hefur komið fer Pétur úr starfi biskupsritara í bæjarstjórann og það má ef til vill spyrja hvort það megi hugsanlega leggja þetta upp sem svo að Hvergerðingar séu í og með að leita eftir meira sambandi við almættið? Pétur segir að orðið embætti sé komið af orðinu ambátt, hann er að fara til að þjóna fólkinu sem bæjarstjóri.vísir/vilhelm „Ég er ekki viss um það,“ segir Pétur og ljóst að honum þykir þetta heldur einkennileg spurning. „Ég held að Hvergerðingar séu að leita eftir manni sem getur haft jákvæð áhrif til góðs þar sem hann er. Og að einhver uppbygging geti fylgt. En svo má ekki gleyma að þó þetta sé gjörólík starfsemi er eitt sem sameinar og það er þjónusta við fólk. Og það verður alltaf að vera í augnamiðinu, alltaf. Og þegar maður missir sjónar af því fer illa. Og þá fer stundum að ganga brösuglega. Maður þarf að hafa augun á þjónustu við fólk. Ég hef stundum sagt að nú gegni ég embætti biskupsritara og svo getum við talað um embætti bæjarstjóra, sem er komið af orðinu ambátt sem er þjónusta. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í heiðri.“ Þannig að þú ert með Guð í farteskinu en ætlar ekkert að ota honum að mannskapnum? „Mín gæfa í lífinu er stundum meiri en ég get útskýrt þannig að mér finnst Guð alltaf vera með mér. En þetta er fyrst og fremst þjónusta við fólkið.“ Sveitarstjórnarmál Hveragerði Þjóðkirkjan Vistaskipti Kórar Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Starfslok Geirs staðfest í bæjarstjórn Tillaga að starfslokasamningi Geirs Sveinssonar var samþykkt í bæjarstjórn í morgun. Geir hefur gegn starfi bæjarstjóra síðustu tvö ár og lætur strax af störfum. Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar, verður staðgengill bæjarstjóra þangað til nýr bæjarstjóri verður ráðinn. 22. mars 2024 10:31 Léttir að komast úr eitruðu umhverfi minnihlutans Geir Sveinsson, fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis, segir ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans, Eyþórs H. Ólafssonar, um að hann hafi ekki ráðið við verkefnið „algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili.“ Geir segir það létti að komast úr því „eitraða umhverfi“ sem minnihluti bæjarstjórnar hefur skapað. 21. mars 2024 10:59 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Eins og nýlegar fréttir herma var Geir Sveinsson rekinn úr embætti en ekki hafa fengist almennilegar skýringar á því hvað varð til þess að hann var látinn fjúka. Pétur segist ekki hafa neinar skýringar haldbærar á því hvað gerðist, enda ekki hans að segja. Að hann hafi orðið fyrir valinu telur Pétur að hljóti að hafa eitthvað með hans fyrra líf að gera. „Fyrir biskupsritarann var ég að reka sveitarfélag fyrir vestan, Súðavíkurhrepp auk þess sem ég stýrði fjórðungssambandinu fyrir vestan sem svo varð að Vestfjarðarstofu. Það var eitt þeirra verkefna sem ég brann fyrir.“ Pétur segist gera ráð fyrir því að þegar Hvergerðingar hafi verið að leita fyrir sér hafi þeir litið til þess hverjir væru með reynslu og hverjir hafi skilað vel af sér. „Svo lá fyrir að það eru biskupskosningar í apríl og nýr biskup velur sér biskupsritara.“ Oft funheitt undir bæjarstjórum Pétur segist spenntur fyrir verkefninu. Og er stoltur af þeim verkefnum sem eftir hann liggja. Og hann veit ekkert hvers vegna Geir var látinn fara. „Nei, ég þekki það ekki hlítar. Ég er ekki nægjanlega inni í því. Þetta er hins vegar ekki óalgengt í sveitarstjórnarbransanum. Frekar algengt, það er oft heitt undir. Gerðar eru miklar kröfur til bæjarstjóra og þannig á það líka að vera.“ Pétur segir að það hafi einfaldlega verið haft samband við sig af hálfu bæjaryfirvalda á staðnum. „Þegar ljóst var að þau voru að leita að nýjum bæjarstjóra og búið að ganga frá starfslokum við fyrrum bæjarstjóra, kempuna Geir. Ég held að það hafi verið eins eðlilegt og gerist í þessum geira.“ Pétur telur að sennilega hafi það einkum verið tvennt sem vakti fyrir þeim, hver hefur reynslu af starfinu og svo hvort sú reynsla hafi verið farsæl. Myndi ekki hefja nýtt kjörtímabil án þess að búa á staðnum Eiginkona Péturs er sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir sem þjónar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Og það sem meira er, þau hjón eiga von á sínu fjórða barni. Það er því ekki inni í myndinni að þau flytji úr sínu litla húsi við Austurgötu í Hafnarfirði í bráð. Þetta er mikið barnalán? „Já, það er bjart framundan. Það hefur verið gæfa mín að vera farsæll bæði í starfi og einkalífi.“ Ekki kom til tals að fjölskyldan myndi flytja búferlum til Hveragerðis, Pétur segir að samkvæmt sveitarstjórnarlögum hafi ekki verið hægt að ráða sig lengur en í tvö ár. „Það færi allt of mikill tími og orka hjá fjölskyldunni í búferlaflutninga, ég vil frekar taka til óspilltra málanna. En ég myndi aldrei hefja nýtt kjörtímabil án þess að búa á staðnum,“ segir Pétur. Hann segist hafa fullan skilning á því að það skipti íbúa miklu máli að bæjarstjóri sé búsettur á staðnum en það sé ekki inni í myndinni núna, með þessum skamma fyrirvara. Orðið embætti komið af ambátt Pétur var ekki fyrr kominn til starfa en það fréttist af honum á kóræfingu í Hveragerði? „Heyrðu, já. Ég kíkti á æfingu í gær. Það var verið að undirrita samstarfssamning milli bæjarins og Karlakórs Hverasgerðis. Það var mikil eldskírn að hitta kórinn, og þetta er það sem bæjarstjórinn þarf að gera, vera sýnilegur og rækta tengsl við líf og og starf. Mér finnst þetta eitt af grundvallarverkefnum bæjarstjóra. Það er þar sem þú finnur þennan mikilvæga púls sem verður að vera til staðar. Og byggja upp þekkingu sem þú getur grundvallað ákvarðanir á. Þetta verður að fara saman, að vera í ríkum tengslum. Heyra hjartsláttinn.“ Eins og fram hefur komið fer Pétur úr starfi biskupsritara í bæjarstjórann og það má ef til vill spyrja hvort það megi hugsanlega leggja þetta upp sem svo að Hvergerðingar séu í og með að leita eftir meira sambandi við almættið? Pétur segir að orðið embætti sé komið af orðinu ambátt, hann er að fara til að þjóna fólkinu sem bæjarstjóri.vísir/vilhelm „Ég er ekki viss um það,“ segir Pétur og ljóst að honum þykir þetta heldur einkennileg spurning. „Ég held að Hvergerðingar séu að leita eftir manni sem getur haft jákvæð áhrif til góðs þar sem hann er. Og að einhver uppbygging geti fylgt. En svo má ekki gleyma að þó þetta sé gjörólík starfsemi er eitt sem sameinar og það er þjónusta við fólk. Og það verður alltaf að vera í augnamiðinu, alltaf. Og þegar maður missir sjónar af því fer illa. Og þá fer stundum að ganga brösuglega. Maður þarf að hafa augun á þjónustu við fólk. Ég hef stundum sagt að nú gegni ég embætti biskupsritara og svo getum við talað um embætti bæjarstjóra, sem er komið af orðinu ambátt sem er þjónusta. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í heiðri.“ Þannig að þú ert með Guð í farteskinu en ætlar ekkert að ota honum að mannskapnum? „Mín gæfa í lífinu er stundum meiri en ég get útskýrt þannig að mér finnst Guð alltaf vera með mér. En þetta er fyrst og fremst þjónusta við fólkið.“
Sveitarstjórnarmál Hveragerði Þjóðkirkjan Vistaskipti Kórar Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Starfslok Geirs staðfest í bæjarstjórn Tillaga að starfslokasamningi Geirs Sveinssonar var samþykkt í bæjarstjórn í morgun. Geir hefur gegn starfi bæjarstjóra síðustu tvö ár og lætur strax af störfum. Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar, verður staðgengill bæjarstjóra þangað til nýr bæjarstjóri verður ráðinn. 22. mars 2024 10:31 Léttir að komast úr eitruðu umhverfi minnihlutans Geir Sveinsson, fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis, segir ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans, Eyþórs H. Ólafssonar, um að hann hafi ekki ráðið við verkefnið „algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili.“ Geir segir það létti að komast úr því „eitraða umhverfi“ sem minnihluti bæjarstjórnar hefur skapað. 21. mars 2024 10:59 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Starfslok Geirs staðfest í bæjarstjórn Tillaga að starfslokasamningi Geirs Sveinssonar var samþykkt í bæjarstjórn í morgun. Geir hefur gegn starfi bæjarstjóra síðustu tvö ár og lætur strax af störfum. Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar, verður staðgengill bæjarstjóra þangað til nýr bæjarstjóri verður ráðinn. 22. mars 2024 10:31
Léttir að komast úr eitruðu umhverfi minnihlutans Geir Sveinsson, fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis, segir ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans, Eyþórs H. Ólafssonar, um að hann hafi ekki ráðið við verkefnið „algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili.“ Geir segir það létti að komast úr því „eitraða umhverfi“ sem minnihluti bæjarstjórnar hefur skapað. 21. mars 2024 10:59