Hagnaðardrifin leigufélög umsvifamest í nágrenni höfuðborgarsvæðis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. apríl 2024 19:17 Um 27 prósent allra gildra leigusamninga í leiguskránni eru vegna íbúða sem eru leigðar út af einstaklingum, en 27 prósent þeirra eru vegna íbúða sem eru leigðar út af leigufélögum sem eru rekin í hagnaðarskyni. Vísir/Vilhelm Hlutfall leiguíbúða sem reknar eru af hagnaðardrifnum leigufélögum er hærra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en í öðrum landshlutum samkvæmt upplýsingum úr leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Í frétt á vef HMS segir að leiguskráin telji nú um 23 þúsund samninga, þar af séu 20 þúsund í gildi þessa stundina. Fram kemur að alls hafi um 855 samningar tekið gildi í marsmánuði, en að jafnaði hafi um þúsund samningar bæst við leiguskrána í hverjum mánuði síðan í október í fyrra. Á myndinni hér að neðan sést þróun gildra samninga í leiguskrá, en nokkur munur er á nýskráningum samninga eftir mánuðum. Það má rekja til þess að flestir samningar taki gildi í kringum byrjun skólaársins í ágúst. Þá segir að um 27 prósent allra gildra leigusamninga í leiguskránni séu vegna íbúða sem eru leigðar út af einstaklingum, en 27 prósent þeirra séu vegna íbúða sem eru leigðar út af leigufélögum sem eru rekin í hagnaðarskyni. Tæpur helmingur leigusamninga í leiguskrá séu hjá leiguíbúðum sem reknar eru á félagslegum forsendum, en þar eru íbúðir í eigu ríkis, sveitarfélaga, og húsnæðissjálfseignarstofnana. Fram kemur að tegund leigusala sé breytileg eftir landshlutum, en samkvæmt leiguskránni hafa hagnaðardrifin leigufélög mun sterkari ítök í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins heldur en annars staðar á landinu. Líkt og myndin hér að neðan sýnir er meirihluti leiguíbúða í leiguskrá í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í eigu hagnaðardrifinna leigufélaga, á meðan slíkar íbúðir eru aðeins fimmtungur af íbúðum í leiguskrá á höfuðborgarsvæðinu. Lok segir að leiguskrá HMS bendi til þess að félagslegar leiguíbúðir séu hlutfallslega fáar í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, en hlutfall slíkra íbúða er helmingi minna þar en í öðrum landshlutum. Minni munur sé hins vegar á hlutfalli leiguíbúða í eigu einstaklinga, en það nær 23 prósentum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, 29 prósentum á höfuðborgarsvæðinu og 30 prósentum á landsbyggðinni. Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Í frétt á vef HMS segir að leiguskráin telji nú um 23 þúsund samninga, þar af séu 20 þúsund í gildi þessa stundina. Fram kemur að alls hafi um 855 samningar tekið gildi í marsmánuði, en að jafnaði hafi um þúsund samningar bæst við leiguskrána í hverjum mánuði síðan í október í fyrra. Á myndinni hér að neðan sést þróun gildra samninga í leiguskrá, en nokkur munur er á nýskráningum samninga eftir mánuðum. Það má rekja til þess að flestir samningar taki gildi í kringum byrjun skólaársins í ágúst. Þá segir að um 27 prósent allra gildra leigusamninga í leiguskránni séu vegna íbúða sem eru leigðar út af einstaklingum, en 27 prósent þeirra séu vegna íbúða sem eru leigðar út af leigufélögum sem eru rekin í hagnaðarskyni. Tæpur helmingur leigusamninga í leiguskrá séu hjá leiguíbúðum sem reknar eru á félagslegum forsendum, en þar eru íbúðir í eigu ríkis, sveitarfélaga, og húsnæðissjálfseignarstofnana. Fram kemur að tegund leigusala sé breytileg eftir landshlutum, en samkvæmt leiguskránni hafa hagnaðardrifin leigufélög mun sterkari ítök í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins heldur en annars staðar á landinu. Líkt og myndin hér að neðan sýnir er meirihluti leiguíbúða í leiguskrá í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í eigu hagnaðardrifinna leigufélaga, á meðan slíkar íbúðir eru aðeins fimmtungur af íbúðum í leiguskrá á höfuðborgarsvæðinu. Lok segir að leiguskrá HMS bendi til þess að félagslegar leiguíbúðir séu hlutfallslega fáar í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, en hlutfall slíkra íbúða er helmingi minna þar en í öðrum landshlutum. Minni munur sé hins vegar á hlutfalli leiguíbúða í eigu einstaklinga, en það nær 23 prósentum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, 29 prósentum á höfuðborgarsvæðinu og 30 prósentum á landsbyggðinni.
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira