Þröng á þingi í Bayern: „Auðvitað hugsar maður um þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 17:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á hóteli landsliðsins fyrir leik við Pólland. vísir/Sigurjón Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður væntanlega í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu í komandi leikjum við Pólland á föstudag og Þýskaland næsta þriðjudag, í undankeppni EM í fótbolta. Karólína hefur átt mjög gott tímabil með Leverkusen í Þýskalandi í vetur, sem lánsmaður frá ríkjandi meisturum Bayern. Hún segist enn eiga eftir að gera upp við sig hvað hún geri eftir tímabilið í vor. „Mér líður rosalega vel, fæ að spila nánast allar mínútur og þess vegna er maður í fótbolta. Ég er í mjög stóru hlutverki, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Karólína sem er sókndjarfur miðjumaður og frábær spyrnumaður: „Við spilum mikinn sóknarbolta. Ég er í rauninni „hægri tía“, og fíla mig mjög vel þar. Ég fæ að spila mjög mikinn sóknarleik og það er mikið leitað til mín, sem er skemmtilegt og ég fæ að njóta mín. Ég var búin að vera í Bayern í nokkur ár og ekki búin að spila mikið, svo maður var gríðarlega hungraður í að fá loksins að spila,“ segir Karólína. Klippa: Karólína íhugar sína kosti En hvað með næsta tímabil? Hvar spilar Karólína þá? „Maður vill ekki láta þetta taka fókusinn en auðvitað hugsar maður um þetta. Ég er ekki búin að ákveða neitt, er með einhverjar pælingar en eins og staðan er núna er ég leikmaður Leverkusen og ætla að klára tímabilið þar.“ Samkeppnin mikil hjá Bayern En vill hún þá ekki snúa aftur til Bayern og spila þar? „Jú, en það er bara mjög „crowded“ þarna í minni stöðu,“ segir Karólína og á við að Bayern hafi á að skipa mjög góðum leikmönnum sem keppt gætu við hana um stöðu. „Við sjáum bara hvað mér býðst og tökum góða ákvörðun.“ Lykilatriði að loka á Ewu Pajor Ísland mætir Póllandi síðdegis á föstudaginn, í fyrsta leik í undankeppni EM, og svo Þýskalandi ytra á þriðjudaginn. Fyrir fram er Pólland álitið lakasta liðið í riðlinum en ljóst er að engir leikir eru auðveldir í núgildandi fyrirkomulagi, þar sem Ísland leikur í A-deild. „Þetta verður hörkuleikur. Pólland er mjög gott lið, spilar 4-3-3 og er með marga sterka leikmenn. Marga úr bundesligunni. Með frábæran framherja sem þær spila mikið upp á, og það er lykilatriði að loka á hana. Hún getur skapað eitthvað úr engu,“ segir Karólína og á við markahrókinn Ewu Pajor sem leikur með Wolfsburg. „Hún er með ruglaða tölfræði í bundesligunni og það er klárlega okkar markmið að loka á hana.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. 3. apríl 2024 15:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Karólína hefur átt mjög gott tímabil með Leverkusen í Þýskalandi í vetur, sem lánsmaður frá ríkjandi meisturum Bayern. Hún segist enn eiga eftir að gera upp við sig hvað hún geri eftir tímabilið í vor. „Mér líður rosalega vel, fæ að spila nánast allar mínútur og þess vegna er maður í fótbolta. Ég er í mjög stóru hlutverki, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Karólína sem er sókndjarfur miðjumaður og frábær spyrnumaður: „Við spilum mikinn sóknarbolta. Ég er í rauninni „hægri tía“, og fíla mig mjög vel þar. Ég fæ að spila mjög mikinn sóknarleik og það er mikið leitað til mín, sem er skemmtilegt og ég fæ að njóta mín. Ég var búin að vera í Bayern í nokkur ár og ekki búin að spila mikið, svo maður var gríðarlega hungraður í að fá loksins að spila,“ segir Karólína. Klippa: Karólína íhugar sína kosti En hvað með næsta tímabil? Hvar spilar Karólína þá? „Maður vill ekki láta þetta taka fókusinn en auðvitað hugsar maður um þetta. Ég er ekki búin að ákveða neitt, er með einhverjar pælingar en eins og staðan er núna er ég leikmaður Leverkusen og ætla að klára tímabilið þar.“ Samkeppnin mikil hjá Bayern En vill hún þá ekki snúa aftur til Bayern og spila þar? „Jú, en það er bara mjög „crowded“ þarna í minni stöðu,“ segir Karólína og á við að Bayern hafi á að skipa mjög góðum leikmönnum sem keppt gætu við hana um stöðu. „Við sjáum bara hvað mér býðst og tökum góða ákvörðun.“ Lykilatriði að loka á Ewu Pajor Ísland mætir Póllandi síðdegis á föstudaginn, í fyrsta leik í undankeppni EM, og svo Þýskalandi ytra á þriðjudaginn. Fyrir fram er Pólland álitið lakasta liðið í riðlinum en ljóst er að engir leikir eru auðveldir í núgildandi fyrirkomulagi, þar sem Ísland leikur í A-deild. „Þetta verður hörkuleikur. Pólland er mjög gott lið, spilar 4-3-3 og er með marga sterka leikmenn. Marga úr bundesligunni. Með frábæran framherja sem þær spila mikið upp á, og það er lykilatriði að loka á hana. Hún getur skapað eitthvað úr engu,“ segir Karólína og á við markahrókinn Ewu Pajor sem leikur með Wolfsburg. „Hún er með ruglaða tölfræði í bundesligunni og það er klárlega okkar markmið að loka á hana.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. 3. apríl 2024 15:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. 3. apríl 2024 15:00